Danska sem móðurmál, annað mál og erlent mál

bergthora_kristjansdottirBergþóra Kristjánsdóttir, lektor við Árósaháskóla, mun fjalla um umræður í danska menntakerfinu þar sem hefur verið tekist á um, hvað það felur í sér að greina á milli dönsku sem móðurmáls, annars máls og erlends máls, en slík flokkun tengist m.a. réttinum til náms, þátttöku í þjóðfélaginu og sjálfsmyndar.

Í fyrirlestri sínum mun Bergþóra skýra hvernig þessi flokkun hefur verið notuð og jafnframt mun hún ræða hvort það sé skynsamlegt að halda í slíka flokkun á tímum alþjóðavæðingar, þar sem ólík tungumál og menning setji í æ ríkara mæli svip sinn á þjóðfélagsmyndina og menningu þjóða.

  • Fimmtudagur 27. febrúar kl. 16
  • Stofa 101 í Odda, Háskóla Íslands
  • Sjá nánar
Scroll To Top