Tungumál gefa okkur rætur og vængi

KRVÍ viðtali í tilefni Alþjóðadags móðurmálsins segir Kristín R. Vilhjálmsdóttir af fjölbreyttum verkefnum sínum sem verkefnastjóri fjölmenningar hjá Borgarbókasafninu. Kristín sem ólst upp í Danmörku og bjó þar í þrjátíu ár er tvítyngd, kallar sig snúbúa og veit af eigin reynslu hversu mikilvægt það er að halda móðurmálinu.

    „Tungumál gefa okkur rætur og vængi, hvort sem um er að ræða móðurmál eða önnur mál sem við tileinkum okkur. Móðurmálin eru rætur sjálfsmyndarinnar og þau erlendu mál sem við lærum gefa okkur vængi og skapa meðal annars tengsl okkar og samskipti við heiminn. En svo er líka hægt að hugsa þetta öfugt, því ný tungumál gefa okkur nýjar rætur og góð tök á móðurmálinu senda hugann á flug.“
Scroll To Top