„Café Lingua og Menningarmót í tungumálakennslu“

Kristín R. Vilhjálmsdóttir, verkefnastjóri fjölmenningar á Borgarbókasafni Reykjavíkur og tungumálakennari, heldur fyrirlestur á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur fimmtudaginn 7. nóvember nk. kl. 16 í stofu 101 í Odda.

Kristín mun í fyrirlestri sínum sem ber yfirskriftina „Café Lingua og Menningarmót í tungumálakennslu“ fjalla um leiðir til að virkja fjöltyngda nemendur í tungumálanámi og skapa þannig aðstæður til að kenna tungumál og menningu á lifandi hátt.

  • Sjá nánar um Café Lingua á vefsíðu Borgarbókasafns Reykjavíkur.
  • Sjá nánar um Menningarmót á vefsíðu Borgarbókasafns Reykjavíkur.

Aðgangur er ókeypis og öllum heimill og eru tungumálakennarar og aðrir áhugasamir um fjöltyngi og kennslu og miðlun tungumála og menningar sérstaklega hvattir til að mæta.

Þessi færsla var birt undir Forsíðufréttir. Bókamerkja beinan tengil.