Viðhorf og tungumálavitund

nordplusÁ vegum Nordplus verkefnis sem heitir „Að auka tungumálavitund á Norður- og Eystrasaltslöndum“ (DELA-NOBA) er verið að safna upplýsingum um viðhorf kennara til tungumála og tungumálavitund nemenda.

Tungumálakennarar eru hvattir
til að svara könnuninni

Könnunin er á ensku, nafnlaus og tekur u.þ.b. 10 mínútur að svara. Þátttakendur eru beðnir um að taka afstöðu til notkunar kennsluefnis sem hefur það að markmiði að efla tungumálavitund nemenda. Hér er átt við kennsluefni sem ætlað er að auka skilning nemenda á eigin og önnur tungumál, hvað er líkt og ólikt með mismunandi tungumálum, og hvernig tungumál og menning eru samofinn.

Kennara eru beðnir um að merkja við kennslustig sem á best við – grunnskólakennsla (1. -6. bekk) eða unglinga og framhaldsskólakennsla (7. bekk og eldri). Nánari skýring er efst á könnunin sjálfri.

DELA-NOBA er þriggja ára verkefni sem hefur það að markmiði að þróa kennsluaðferð sem á að efla tungumálavitund nemenda í skólum á Norður- og Eystrasaltslöndum. Auk Íslands taka Danmörk, Finland, Sviþjóð, Eistland, Lettland og Litháen þátt í verkefninu. Forsvarsmenn fyrir verkefnið á Íslandi eru Samúel Lefever, Háskóli Íslands, (samuel@hi.is) og Helena Rúnarsdóttir, Hraunvallaskóli, (her2@hi.is).

Þessi færsla var birt undir Forsíðufréttir. Bókamerkja beinan tengil.