Þjálfun í nýrri ritunarnálgun

sumarnamskeid_ISBRU

Í sumar heldur Ísbrú ellefta sumarnámskeið sitt fyrir kennara sem kenna nemendum með íslensku sem annað tungumál á öllum skólastigum.

Á námskeiðinu fá þátttakendur þjálfun í nýrri ritunarnálgun sem byggir á 7 víddum ritunar. Víddirnar sem um ræðir eru hugmyndir, skipulag, rödd, orðaval, setningaflæði, rithefðir og framsetning.

Þátttakendur fá þjálfun í:

  • að meta verkefni nemenda samkvæmt matsramma
  • að umorða matsramma á nemendavænt tungumál
  • að útbúa ásamt nemendum árangursviðmið
  • að flokka barnabækur eftir hinum ýmsu víddum og nota þær til að kynna víddirnar

Kennarar: Borghildur Sigurðardóttir, Hrefna Birna Björnsdóttir og Sigríður Nanna Heimisdóttir

Tími: Fimmtudagurinn 14. ágúst 2014, frá kl. 08:30 til 16:30

Staður: Húsnæði Mímis-símenntunar, Höfðabakka 9, 110 Reykjavík (sjá kort)

Kostnaður: Þátttökugjald á námskeiðinu er 3.000 fyrir félagsmenn en aðrir greiða 5.900. Innifalið í því er kennsla, handbók, námskeiðsgögn og kaffi.

6+1 vídd ritunar er á vegum SÍSL verkefnisins

Eitt af markmiðum Ísbrúar er að efla símenntun félagsmanna

með fjölbreyttum námskeiðum sem styrkja fagvitund þeirra og samkennd.

Sumarnámskeiðið er styrkt af Endurmenntunarsjóði grunnskóla.

Umsóknarfrestur: Til 15. júlí 2014.

Skráning á sumarnámskeið Ísbrúar

Þessi færsla var birt undir Forsíðufréttir. Bókamerkja beinan tengil.