Velkomin – nýr vefur á Tungumálatorginu

Velkomin – úrræði fyrir móttöku og samskipti er samskiptatæki til að auðvelda skólum móttöku, aðlögun og samskipti við nemendur með annað móðurmál en íslensku og foreldra þeirra.

Velkomin - úrræði fyrir móttöku og samskipti


Eins og fram kemur á upplýsingasíðu vefsins kom í ljós við þróun verkefnisins að efnið hentar einnig vel til tungumálanáms og styður markvisst við félagsleg tengsl nýju nemendanna við samnemendur sína. Jafnframt gerir það móðurmál nemenda sem tala ýmis móðurmál sýnilegra í skólunum.

Velkomin verkefnið var unnið fyrir styrk frá Sprotasjóði.

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.