„Málið þitt og málið mitt“

21febÍ tilefni Alþjóðadags móðurmálsins verður fjölbreyttum tungumálum reykvískra barna fagnað með líflegri dagskrá í Gerðubergi laugardaginn 21. febrúar kl. 14.00 – 16.00.

Í boði verða töfrar, söngur og sögur um sólina og skapandi sólarsmiðja. Þar að auki gefst börnum tækifæri að kynnast tungumálum annarra barna.

„Malið mitt og málið þitt“ er samstarf Borgarbókasafnsins við skóla – og frístundasvið og Móðurmál: Félag Tvítyngdra Barna.

Þessi færsla var birt undir Forsíðufréttir. Bókamerkja beinan tengil.