3. Eftir að hlustun lýkur

Það þarf að vinna úr hlustuninni.

  1. Að bregðast við textanum. Samræður milli kennara og nemenda: Eru nemendur sammála eða ósammála eða jafnvel hafa þeir trú á því sem þeir hafa heyrt? Einnig má nýta eitthvað af upplýsingunum sem hlustað var á í annað, ljóð, leikrit, sögu eða frétt.
  2. Að greina tungumálið. Hér er tækifæri til að efla þekkingu þeirra á málinu. Gera nemendur sér grein fyrir hvort frásögnin er í nútíð eða þátíð og hvað styður skoðun þeirra. Greina hikorð – bera saman ritmál og talmál. Vekja athygli þeirra á hvernig orðin á blaðinu renna saman í munni manna. Geta þau sagt valdar setningar og setningahluta á eðlilegum talhraða?