1. Áður en hlustað er

Áður en hlustað er

Kynna aðstæðurnar sem hlustunin fer fram í:  Hver talar, við hvaða aðstæður og hvers vegna?

Vekja áhuga: Sýna myndir, myndbandsbút, spila tónlist: Vinna með verkefni sem tengja hlustunina áhugasviði og þekkingu nemenda. Umræður í pörum um efnið setur undirvitundina af stað.

Virkja fyrirliggjandi þekkingu nemenda á efninu: Hvað veistu um….?

Styrkja og veita þekkingu sem eykur sjálfstraust nemenda. Það má gera með stuttum spurningaleik Quiz þar sem innihaldið eru staðreyndir sem tengjast efni kaflans.

Virkja orðaforða/málnotkun: Hvers konar tungumál/orð eru notuð í aðstæðum eins og þeim sem við ætlum að hlusta á?  Ef t.d. um samræður milli foreldris og unglings/íþróttahetju og fréttamanns er að ræða má vinna með ímyndaðar aðstæður í hlutverkaleik.

Spá fyrir um um innihaldið.  Mörg ókunnug orð í texta standa í vegi fyrir skilningi. Velja má nokkur        lykilhugtök sem nemendur vinna með: t.d. merkja við orð sem þeir þekkja, para setningahluta, para orð og skilgreiningu hugtaks og nota orðin sem kynnt eru til að giska á innihaldið.

Taka góðan tíma í að lesa fyrirmælin með nemendum.

Einnig má gefa þeim spurningar/verkefni úr textanum og biða þau að giska á hver svörin eru.