Klassens fælles hukommelse

Sameiginlegt minni bekkjarins

  1. Endurnýtið texta sem þið hafið unnið með/lesið með nemendum í öðru samhengi.
  2. Byrjið verkefnið með því að biðja nemendur að punkta hjá sér eins mikið og þeir muna um textann, án þess að líta á textann, glósur úr honum eða spyrja aðra.
  3. Nemendur vinna svo saman tveir og tveir og setja punktana sína saman í einn lista.
  4. Endurtakið en nú með tveimur pörum í hverjum hópi sem hjálpast að við að muna textann, efni hans, orðaforða og form.
  5. Að lokum vinnur allur bekkurinn að því að endurskapa textann gaman að sjá hve mikið nemendur muna sameiginlega.
  6. Ef í ljós koma göt í minninu — getur kennarinn, á þessu stigi, spurt spurninga til að rifja upp.
  7. Að lokum er upprunalegi textinn lesinn upphátt og nemendur beðnir um að bera hann saman við eigin útgáfu.

Í vinnu nemenda við að endurskapa texta í pörum og hópum hefur komið í ljós að þeir byrja á að tala um inntak og efni á eigin tungumáli: staðreyndir og orðaforða sem tengist textanum, en fara svo að ræða stafsetningu, málfræði, orðaröð og uppbyggingu textans á markmálinu og hjálpast að við að leysa verkefnið sem best.

Prófið — þetta er skemmtileg tal– og ritunaræfing!