Kókoshnetunammi
900 gr kókóshneta
900 gr sykur
¼ af sykri brúnaður
1 sítróna

-aðferð-
Rífið niður kókoshnetuna og brúnið ¼ af sykrinum varlega en passið að hann brenni ekki. Blandið svo kókoshnetunni og brúnaða sykrinum varlega við smá vatn. Bætið svo við restinni af sykrinum og bræðið. Bætið við sítrónusafa og berki að lokum. Takið af hitanum og merjið blönduna vel í fimm mínútur. Fletjið út á smurða plötu, skerið út í form og látið harðna.

Cachupa, þjóðarrétturinn
Hráefni:
800 g samp, hominy (maís sem hefur verið meðhöndlaður í basa)
200 g nýrnabaunir
200 g limabaunir
100 g pintobaunir
1 heill kjúklingur, skorinn í bita
900 g svínakjöt eða nautarif
1 chorizo, sneitt (tegund af svínapylsu)
1 blóðmör
100 g magurt beikon í bitum
900 g hvítkál, gróflega saxað
900 g tómatar, skornir í fjórðunga
900 g grænir bananar eða mjölbananar, afhýddir og sneiddir
900 g sætuhnúðar (kínverskar kartöflur), afhýddar og skornar í teninga
900 g sætar kartöflur, afhýddar og skornar í teninga
900 g kúrbítur, afhýddur og sneiddur í teninga
1 laukur, saxaður
2 hvítlauksgeirar, saxaðir
2 lárviðarlauf
handfylli af sökuðum kóríander

Aðferð:
Leggið baunirnar og maísinn í bleyti í vatni yfir nótt. Setjið 1,5 lítra af vatni í stóran pott ásamt 2 msk af ólífuolíu, lauknum, hvítlauknum og lárviðarlaufunum. Þegar suðan kemur upp skal bæta við maísnum og baununum. Sjóðið grænmetið (þó ekki tómatana) í öðrum potti ásamt kjötinu (ekki kjúklingnum).

Kryddið kjúklinginn og steikið í ólífuolíu. Bætið tómötum á pönnuna og látið malla þar til baunirnar eru orðnar mjúkar en þó ekki alveg tilbúnar. Hellið því næst soðnu grænmetinu og kjötinu í baunapottinn og leyfið að malla í 20 mínútur. Slökkvið þá á hitanum en leyfið pottinum að standa (með loki) í hálftíma áður en rétturinn er borinn fram. Hellið grænmetinu í fat og kjötinu þar yfir. Skreytið með kóríandernum og berið fram!