Kenya

kenewz

Sagan í hnotskurn ☼smellið hér

Staðsetning  ☼myndir
Kenía er í Austur Afríku og liggur að Indlandshafi á milli Sómalíu og Tansaníu.

Landið er 582.650 ferkílómetrar að stærð.

Langt heiti: Lýðveldið Kenía.

Stutt heiti: Kenía.

Áður fyrr hét Kenía, Breska Austur Afríka.


Hvaðan koma börnin?
Martha kom frá ☼Nairobi

Landsveffang
Landsveffangið er: ke.
Notendur Internetsins 400.000 (2002) 16.5 milljónir árið 2014.
Vefsíða á ensku ☼usafrica.tripod.com/kenya☼
Verðlaunavefur á svahílí og ensku ☼Mwambo.com☼
Höfuðborg ☼myndir☼
Höfuðborgin heitir Nairobi.
Hún er stærsta borgin í Afríku og sú sem vex hraðast.  Lífshættir eru svipaðir og í borgum í hinum vestræna heimi. Fólk býr í nútíma húsum og íbúðum og klæðist nútíma fatnaði eins og gallabuxum og bolum.
Aðrar stórar borgir eru Mombasa, Kisumu og Nakuru.

 

Þjóðhátíðardagur og stjórnarfar ☼hlustaðu á þjóðsönginn☼
Þjóðhátíðardagurinn er 12. desember en þann dag árið 1963 öðlaðist  Kenía sjálfstæði frá Bretum.

Í Kenía er lýðræði.

 

Sendiráð /ræðismaður Kenía á Íslandi?
Nei

 

Fjöldi íbúa  (júlí 2004)
Íbúafjöldi er  32.021.856 .
Lífslíkur við fæðingu: konur 45,1 ár; karlar 44,79 ár.
Frjósemishlutfall er 3,31 börn fædd á hverja konu.
Ungbarnadauði: 62,62 börn deyja fyrir hver 1000 fædd.
Aldursdreifing: 0-14 ára: 40,6%; 15-64 ára:  56,5%;  65 ára og eldri: 2,9%.

 

Þjóðflokkar
99% íbúa eru svartir Afríkubúar sem skiptast í meira en 30 ólíka þjóðflokka með mismunandi tungumál, mállýskur og siði. Þeir tilheyra fjórum megin tungmálahópum – bantu, nilotic, paranilotic, og cushitic.

Á afskekktum svæðum býr fólk í húsum sem gerð eru úr þurrkaðri leðju með stráþökum og án allra nútímaþæginda. Margir ættbálkar lifa óbrotnu lífi eins og forfeður þeirra gerðu. Margir sem tilheyraættbálkum eru hirðingjar með kindur og nautpening.

Lífshættir á þéttbýlissvæðum eru svipaðir og í borgum í hinum vestræna heimi. Fólk býr í nútíma húsum  og íbúðum.

 

Trú
Mótmælendur eru 38%, rómversk kaþólskir 28%, trú innfæddra 26%, múslimar 7%, aðrir 1%.

 

Tungumál ☼svahílí☼
Enska er opinbert tungumál í Kenía en svahílí er þjóðtungan. Það þýðir að stjórnsýsla og menntun fer fram á ensku. Allt annað fer fram á svahílí. Í raun og veru fer stjórnsýslan þó fram á svahílí.  Svahílí hefur verið helsta ☼tungumál í Afríku☼ frá því snemma á tuttugustu öld.

Til viðbótar við þessi tvö tungumál tala margir mál síns eigin þjóðflokks, sem þeir hafa alist upp við í sínu héraði. Fjöldi slíkra mála er um 50.  Fólki fer fjölgandi í borgunum sem elst upp við enska tungu en flest dreifbýlisfólk talar enn sitt þjóðflokkatungumál þegar það snýr heim.

 

Siðir og venjur
Keníumenn er stoltir af máli sínu og menningu. Í Kenía er sjálfsmyndin mótuð af þjóðflokki frekar  en þjóð. Tryggð við fjölskyldu  er öllum hópum mikilvæg. Fjölskyldumeðlimir láta einstaklingsréttindi víkja fyrir óskum hópsins. Kosturinn við það er að séð er um hina veiku og aldraðir eru hluti af samfélaginu.

 

Fjölmiðlar
Stærsta dagblað í Kenía á ensku
☼Daily Nation☼
Stærsta dagblaðið á Svahílí heitir „Taifa Leo“

 

Tónlist og kvikmyndir
Tónlistarlíf í Kenía er ríkt og fjölbreytt með tónlistartegundum sem ná allt frá tarabu tónlist á Svahílí á ströndinni til luo benga tónlistar á vatnasvæðunum. Þar á milli má finna gospeltónlist, rúmbu með kongóleseívafi, rokk og fjölbreytt litaskrúð þjóðlegs hljómfalls og hljóðfæra sem sameinast endalaust á skapandi hátt.

Á vefsíðunni  ☼Tónlist og kvikmyndir☼ geta áhugasamir lesið um keníska tónlist og kvikmyndir.  Vefsíðan er heimasíða  Douglas Paterson sem er sérfræðingur á þessu sviði.

Á þessari útvarpsstöð ☼capitalfm.co.ke/☼ er spiluð dægurtónlist frá Nairobi.

 

Líf barna
Hér má skoða myndir af börnum frá Kenía ☼myndir☼

 

Skólar
Læsi: 85,1% íbúa sem eru 15 ára eða eldri geta lesið og skrifað.

Kynjaskipting: læsi kvenna 79,7%; læsi karla 90,6%.  (2003)

Skólar: grunnskóli tekur  átta ár, framhaldsskóli  4 ár og háskólamenntun 4 ár.

Í skólum í Kenía fer kennsla fram á ensku.

Það er ekki skólaskylda í Kenía, en fyrstu átta ár grunnskóla eru ókeypis og kostuð af hinu opinbera. Árið 1993 voru nemendur grunnskólanna 5,4 milljónir í 15.800 grunnskólum og kennarar voru 173.000.

 

Íþróttir
Vefsíða á ☼ensku☼

Langhlaup eru vinsæl íþrótt í Kenía. Einn þekktasti langhlaupari Kenía er  Kipchoge Keino sem vann Ólympíugull 1968 og 1972. Síðan hafa fjölmargir hlaupið í fótspor hans.
Í 25 ár áttu Keníamenn heimsmetið í 3000 metra hindrunarhlaupi. Þeir misstu það árið 2001.

 

Matargerð  Uppskriftir frá Kenía á ☼íslensku☼ á ☼ensku☼
Kenískur matur er sprottinn úr mörgum menningarheimum.

Góð máltíð gæti verið kjötmáltíð, oft kássa, með kartöflum og hrísgrjónum eða réttur sem allir Keníabúar þekkja, ugali, gufusoðin maísmáltíð lík deigi. Te er borið fram mjög heitt og sætt.

 

Tíska  Um ☼tísku☼ í Kenía
Fimmtudaginn 28. júní 2001 var opnuð metnaðarfull tískusýning og hin fyrsta í Kenía. Eina Afríkuríkið til að halda tískuviku fram að því var Suður Afríka. Markmið tískuvikunnar var að kynna tískuna og vefjarefnaiðnaðinn í Kenía og sýna almenningi hina ríkulegu hæfileika sem finna má víða um landið.

 

Listir
Hér má finna keníska myndlist☼Listagallery☼

Blað sem sérhæfir sig í listum ☼Artmatters.info☼

 

Veðurfar ☼veðrið í Kenía í dag☼
Kenía er sólríkt land. Íbúarnir ganga í sumarfatnaði allan ársins hring. Yfirleitt er nokkuð kalt á nóttunni og snemma á morgnana.
Um 15. desember-15. mars: Heitt, sól, og þurrt.

Um 15. mars-15. maí: Aðal regntímabilið; rigningin getur orðið mikil og fellur oftast seinni part dags og á kvöldin yfir regntímann.
Júní til um 15. október: Svalt, fremur skýjað, (sérstaklega í júlí-ágúst) þurrt.

Um 15. október-15. desember: Annað regntímabil.
Nær ströndinni er miklu hlýrra, venjulega rúmar 3O°C, og mjög rakt. Þó er oft svöl gola.

 

Landslag  ☼landslagsmyndir☼
Í Kenía eru láglendissléttur sem hækka inn til miðhálendisins. Great Rift dalurinn skiptir hálendinu í austur og vestur. Í vestri eru frjósamar hásléttur.

Hæsta fjall: Keníafjall 5. 199 metrar.
Hálendi Kenía státar af einu besta landbúnaðarsvæði í Afríku og jöklum á Keníafjalli. Einstakt landslag geymir fjölbreytt dýralíf sem er verðmætt bæði vísindalega og efnahagslega.

 

Landnýting og náttúruauðlindir
Landið er meginauðlind Kenía. Af því eru um 11% nýtileg fyrir landbúnað. Um þriðjungur þess er ræktanlegur, afgangurinn er einkum notaður til beitar. Norðursvæðin sem ná yfir tvo þriðju Kenía eru að mestu eyðimörk eða hálfeyðimörk.

7% af landsvæði í Kenía eru ræktanlegt land.

1% er er frjósamt og varanlegt ræktarland.

37% eru varanlegt beitiland.

30% eru skóglendi.

25% eru annað.

Náttúruauðlindir í Kenía eru gull, rúbín og ýmis önnur steinefni. Dýralíf er mikið og þar er vatnsorka til rafmagnsframleiðslu.

 

Dýralíf ☼ljósmyndir af villtum dýrum☼
Kenía er þekkt fyrir fjölbreytt dýralíf. Þar eru fílar, gíraffar, ljón, nashyrningar og sebrahestar sem draga að þúsundir ferðamanna til Kenía ár hvert.
Til að vernda dýralíf landsins hefur ríkisstjórnin sett upp nokkra þjóðgarða og verndarsvæði fyrir veiðidýr sem eru með þeim bestu í Afríku. Veiðar eru ólöglegar. En veiðiþjófar halda áfram að drepa dýr eins og fíla vegna fílabeinsins og nashyrninga vegna hornanna.  Safariferðir (Swahili orð sem þýðir ferð)  eru mikilvægar fyrir ferðamannaiðnað Kenía.  Þúsundir gesta ferðast til Kenía á hverju ári til að horfa á dýr og taka af þeim myndir.

 

Ógnir náttúrunnar
Kenía er í miðju fellibyljabelti og verður fyrir alvarlegum stormum frá júní til október. Stundum verða flóð og þurrktímabil geta komið.

 

Atvinnulíf
Landbúnaður, helstu afurðir: kaffi, te, korn, hveiti, sykurreyr, ávextir, grænmeti, mjólkurafurðir, nautakjöt, kalkún, fiðurfénaður og egg.

Aðrar atvinnugreinar: olíuhreinsun, sementsframleiðsla, ferðamennska. Neytendavarningur í litlum mæli, plast, húsgögn, textíll, sápa, sígarettur og hveiti.

Atvinnuleysi í Kenía er 40% (2001).

Íbúar undir fátækramörkum eru 50% (2000).

 

Peningar
Gjaldmiðill: kenískur shillingur (KES).

Fjárhagsár: 1. júní-30. júní. (ekki almanaksárið eins og í mörgum löndum.)