500 f.kr – 1300 e.kr. Þjóðflokkar sem tala Bantúmál setjast að á því svæði sem nú
er Úganda.
14. öld Þrjú konungdæmi ríkja á svæðinu, Búganda, Bunyoro og Ankole.
um 1800 Búganda (konungdæmi Baganda ættbálksins) er orðið stærst konungdæmanna.
Konungur þeirra nefnist kabaka.
1840 Arabískir kaupmenn frá ströndum Indlandshafs mæta á svæðið. Þeir skipta á
skotvopnum, klæðum og perlum sínum við fílabein og þræla Búgandamanna.

Áhrif Breta
1862 Breski landkönnuðurinn John Speke kemur fyrstur Evrópubúa til landsins.
1875 Konungur Búganda, kabaka Mutesa I, hleypir kristniboðum inn í landið.
1884 – 1900 Bretar taka við völdum á svæðinu og kalla það Úganda. Þeir viðurkenna
þó kabaka sem konung svæðisins. Þeir     draga landamæri án tillits til þeirra
þjóðernishópa sem í landinu eru. Það leiðir til þess að sumir hópar sundrast meðan
óvinaættbálkar þurfa að deila svæði.
1926 Toro-Semliki svæðið verður fyrsta náttúruverndarsvæði þjóðarinnar.
1921 Úganda fær sitt eigið löggjafarvald. Það var þó ekki fyrr en 1945 að fyrsti
afríkubúinn fékk aðild að því.
1962 Úganda öðlast sjálfstæði frá Bretum. Konungur Búganda, Mutesa II, verður
forseti og Milton Obote gerist forsætisráðherra.
1967 Obote knýr fram nýja stjórnarskrá sem gerir hann sjálfan að forseta. Hann
skiptir landinu í fjögur svæði, algjörlega á skjön við þá þjóðflokka er svæðin bjuggu.

Ógnarstjórn Idi Amins
1971 Ofurstinn Idi Amin steypir Obote af stóli.
1972 Idi Amin skipar þeim Asíubúum sem ekki voru úgandískir ríkisborgarar að fara
úr landi. Það voru um 60.000 manns.
1972-73 Úganda á í landamæradeilum við Tansaníu.
1976 Idi Amin lýsir sjálfan sig „forseta ævilangt“ og gerir tilkall til landsvæða í Keníu.
1977 Amnesty International ályktar að yfir 300.000 manns hafi verið drepnir í valdatíð Amins.
1978 Úganda ræðst inn í Tansaníu til þess að komast yfir Kagerasvæðið.
1979 Tansanía ræðst inn í Úganda og sameinar í leiðinni ýmsa andstæðinga Idi Amins
undir merkjum Uganda National Liberation Front. Amin neyðist til að flýja land.
Yusufu Lule verður forseti en Godfrey Binaisa tekur við stuttu síðar.

Ástandið batnar
1980 Milton Obote kemst aftur til valda eftir að hafa sigrað kosningar en andstæðingar
hans sögðu niðurstöður kosninganna hafa verið skekktar.
1986 Andspyrnuher kemur Yoweri Museveni til valda. Hann kemur á stöðugleika og auknum
mannréttindum í landinu og vann ötullega gegn spillingu.
1993 Museveni endurreisir gömlu konungdæmin en þau fá þó ekki pólitísk völd.
1996 Banni við stjórnmálaflokkum er aflétt og Museveni er endurkjörinn forseti í fyrstu
beinu kosningum landsins.
2001 Úganda, Tansanía og Kenía stofna með sér Austur-afríska sambandið.
2005 Fjölflokkakerfi er komið aftur á í landinu eftir 19 ára hlé.
2006 Museveni er endurkjörinn með 59% atkvæða.

LRA – Lords Resistance Army
2002 Súdan og Úganda undirrita samkomulag sem miðar að því að hemja hóp úgandískra
uppreisnarmanna, Lord’s Resistance Army (LRA), sem hefur aðsetur á landamærum ríkjanna.
Undir stjórn „spámannsins“ Joseph Kony vill LRA stjórna Úganda út frá Boðorðunum tíu.
Uppreisnarmennirinir hafa rænt allt að 10.000 börnum þar sem strákarnir eru gerðir að
hermönnum og stelpurnar að hermönnum eða kynlífsþrælum. 1,5 milljón manna hefur flúið þetta
svæði í Norður-Úganda vegna átakanna og af ótta við að börnum þeirra sé rænt. Alþjóðadómstóll
hefur dæmt Joseph Kony og þrjá aðra leiðtoga LRA fyrir glæpi gegn mannkyninu.
2006 Ríkisstjórnin og LRA semja um vopnahlé.
2008 – 2009 Ríkisstjórnin og LRA halda áfram samningaviðræðum um varanlegan frið
en það gengur upp og ofan.

Hér (http://www.worldvision.org/content.nsf/learn/globalissues-uganda)
má lesa meira um deiluna við LRA og ástandið í Norður-Úganda (á ensku).

Ófriður í Karamoja
Í norðausturhéruðum Úganda býr Karamojong fólkið sem eru hirðingjar. Þeir hafa um áratugi
átt í deilum við nágrannaættbálka, verið afskiptir af ríkisstjórninni og ekki notið aðstoðar hennar.
Þegar hríðskotarifflar og önnur ólögleg vopn tóku við af spjótum í bardögum versnaði ástandið til muna.
2001 bann er sett við vopnaburði og afvopnun hefst með fremur róttækum aðgerðum hersins.
2006 Ríkisstjórnin hafnar skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem sakaði herinn um of mikla hörku
í afvopnunaraðgerðum sínum.

2009 – 2010
nóvember 2009 Aðgerðarsinnar fordæma frumvarp gegn samkynhneigð sem myndi leiða til aftöku
sumra samkynhneigðra einstaklinga. Frumvarpið er einnig fordæmt af Evrópusambandinu
og Bandaríkjunum.
desember 2009 Úgandíska þingið bannar umskurð kvenna. Sá sem gerist sekur um slíkt athæfi á
yfir höfði sér 10 ára fangelsi eða lífstíðardóm ef fórnarlambið deyr.
júní 2010 Opinber saksóknari hefur rannsókn á meintum þjófnaði á 25 milljónum dollara. Varaforsetinn
Gilbert Bukenya, utanríkisráðherrann Sam Kutesa og nokkrir aðrir ráðherrar og opinberir starfsmenn
liggja undir grun.
júlí 2010 Tvær sprengjuárásir eru gerðar í Kampala, annars vegar þar sem fólk sat á veitingastað og
horfði á HM í fótbolta og hins vegar á rugbyfélag. A.m.k. 74 láta lífið. Sómalski íslamistahópurinn
Al-Shabab lýsti á sig verknaðinum.