Philippines

 

phnewz

 

Sagan í hnotskurn ☼Smellið hér☼
Staðsetning og heiti ☼myndasería☼
Filippseyjar eru í Suðaustur Asíu, eyjaklasi milli Filippseyjahafs og Suður Kínahafs, fyrir austan Víetnam.
Stærð: 300,000 ferkílómetrar.
Eyjarnar eru vel staðsettar með tilliti til margra helstu hafsvæða Suðaustur Asíu: Suður Kínahafs, Filippseyjahafs, Súlúhafs, Kínahafs, Celebeshafs, og Luzonsunds
Langt heiti: Republika ng Pilipinas / Lýðveldið Filippseyjar
Stutt heiti: Pilipinas / Filippseyjar
Þjóðerni: nafnorð: Filippseyingur, lýsingarorð: filippseyskur

Hvaðan koma börnin?
Michael, Steve, Norvell, Jane og Jay komu frá
☼Cebu City☼ Móðurmál þeirra er cebuano.
Kristine kom frá ☼Manila☼ Móðurmál hennar er tagalog.
Skólamál þeirra á heimaslóðum er enska
Landsveffang
Landsveffangið er: ph
Notendur Internetsins: 3,5 millj. (tölur frá árinu 2002)
Hér er hægt að skoða filippseyska vefsíðu á ☼ensku☼ og vefsíðu á ☼tagalog☼
Höfuðborg ☼myndir☼
Manila. Vefsíða um Manila ☼abante.com.ph☼ á Tagalog
Þjóðhátíðardagur og stjórnarfar
☼hlustaðu á þjóðsönginn☼
Þjóðhátíðardagur: 12. júní 1898 fékkst sjálfstæði frá Spáni, 4. júlí 1946 fékkst sjálfstæði frá Bandaríkjunum.
Stjórnarfar: lýðveldi.
Löggjöf: byggð á spænskri og ensk- amerískri löggjöf.
Sendiráð /ræðismaður Filippseyja á Íslandi?
Nei

Fjöldi íbúa (2004)
Íbúafjöldi:
Lífslíkur við fæðingu: konur;72,61 ár; karlar 66,74 ár
Frjósemishlutfall er 3,22 börn fædd á hverja konu
Ungbarnadauði: 24,2 deyja af hverjum 1000 fæddum Aldursdreifing: 0-14 ára: 35,8% 15-64 ára: 60,2%: 65 ára og eldri: 3,9%.
Þjóðflokkar
Meirihluti Filippseyinga er afkomendur Malayanna. Flestir þeirra geta rakið ættir sínar til blöndu af kínversku, amerísku og spænsku blóði. Um 10% Filippseyinga, sem einnig eru þekktir undir heitinu ættbálkafilippseyingar, halda við hefðbundnum menningararfi. Það eru um 60 þjóðflokkar sem ná frá Badjao fólki á Sulu eyjaklasanum sem eru sjávarsígaunar til hausaveiðaranna Kalinga norðantil í Bontoc.
Kristnir Malayar 91.5%, múslímskir Malayar 4%, kínverskir 1.5%, aðrir 3%
Trú
Filippseyjar eru eina kristna landið í Asíu. Meira en 90% þjóðarinnar er kristin og eru flestir þeirra kaþólskir en fáeinir mótmælendur. Stærsti trúarhópurinn í minnihluta er múslímar sem búa einkum á Mindanao og á Sulu eyjaklasanum.
Rómversk kaþólskir 83%, mótmælendur 9%, múslímar 5%, búddistar og aðrir 3%
Tungumál ☼tagalog☼
Tvö opinber tungumál: Enska og filippínska sem er þjóðtungan, einnig þekkt undir heitinu tagalog. Auk þess eru átta meginmállýskur: cebuano, ilocan, hiligaynon eða ilonggo, bicol, waray, pampango, pangasinense og maranao. Á Filippseyjum eru um 70 minnihlutatungumál.
Filippseyingar eru þriðja stærsta enskumælandi þjóð veraldar á eftir Bandaríkjunum og Bretlandi. Enska er tungumál verslunar, stjórnmála og menntunar á Filippseyjum og er töluð og skilin um landið allt á ýmsum sviðum. Spænska, arabíska og kínverska eru talaðar af litlum minnihlutahópum. Algengt er að heyra Filippseyinga í hversdagssamræðum nota blöndu af ensku og filippseysku í orðum og setningum sem þekkt er sem „Taglish“ (blanda af ensku og tagalog). Stöðugt minnkandi minnihluti talar enn spænsku sem eitt sinn var opinbert tungumál.

Siðir og venjur
Tryggð við fjölskylduna er mjög einkennandi hefð í filippínsku samfélagi. Þessi fjölskyldutryggð sést best á þeirri staðreynd að elliheimili og munaðarleysingjaheimili eru ekki mjög algeng á Filippseyjum.
Á Filippseyjum er einnig mikilvægt að koma fram við hina eldri (jafnvel þó þeir séu aðeins ári eldri) með þeirri virðingu og tillitsemi sem þeir verðskulda og ætlast til. Hægt er að sýna manneskju virðingu á
margvíslegan hátt, hvort sem það er með handahreyfingum eða að tala á þann hátt að virðing sé gefin í skyn. Eins og í mörgum Asíulöndum er það venja að fara úr skónum þegar komið er inn á heimili. Með því að gera það sýnir gesturinn fjölskyldunni og heimili hennar virðingu og kurteisi.
Ólíkt öðrum löndum þar sem konur eru mun lægra settar, hafa konur á Filippseyjum verið hátt settar í samfélaginu frá því fyrir nýlendutímann. Þar sem jafnrétti kynjanna ríkir eru fyrirtæki móttækilegri fyrir konur í viðskiptum. Þessi afstaða er augljós af forsetaembættinu í dag. Gloria Macapagal-Arroyo forseti er önnur í röð kvenna til að gegna þeirri virðingarstöðu. Corazon Aquino var fyrsti kvenforsetinn og var í embætti 1986-1992.

Fjölmiðlar

Dagblað á ensku ☼filipinoexpress.com☼
Dagblað á ensku ☼philstar.com☼ og á tagalog☼philstar/pinoy☼
☼philnews.com☼
Tónlist
Tónlistar-og kvikmyndarás
☼abs-cbn.com/htdocs☼
Menningarmiðstöð Filippseyja er mikilvægasti staðurinn fyrir listræna starfsemi. Þar koma fram innlendir jafnt sem alþjóðlegir gestalistamenn á heimsmælikvarða.
Kundiman þjóðlagatónlistin er vinsæl tónlistartegund sem er einkennandi fyrir Filippseyjar. Hún er samþætting orða og tónlistar. Þjóðdansar eru einnig vinsælir á Filippseyjum. Mörg afbrigði eru til af dansi, bæði hefðbundin og í líki helgisiða, sem eru iðkaðir við mismunandi tækifæri.
Hefðbundin tónlist ☼þjóðernislegra minnihlutahópa☼ á Filippseyjum.

Líf barna
Hér má skoða myndir af börnum frá Filippseyjum ☼myndir☼
Skólar
Læsi: 95,9% íbúa sem eru 15 ára eða eldri geta lesið og skrifað.
Kynjaskipting: læsi hjá konum 95,8%; læsi hjá körlum 96%. (tölur frá 2003)
Skólakerfið: Menntun er skyldubundin og ókeypis fyrir börn frá 7 til 12 ára. Þótt sumar fjölskyldur sendi börn sín í einkaskóla fara flest börn í opinbera skóla. Menntakerfið á Filippseyjum er líkt hinu ameríska nema að í Ameríku byrja skólar í ágúst eða september og eru þangað til í maí eða júní en á Filippseyjum byrja skólar í júní og þeim lýkur í mars. Enska er aðalkennslumál í skólunum þótt filippínska og mállýskur séu líka notaðar, einkum í neðri bekkjum.

Íþróttir
Körfuknattleikur er helsta íþróttagrein landsins. Ein helsta dægradvöl Filippseyinga er hanaat, einkum á landsbyggðinni. Hanaat er haldið á hverjum sunnudegi í nokkrum hanaatsgryfjum í kringum Manila og út um allt á landsbyggðinni.
Filippseyjaklasinn er þekktur fyrir að þar eru fleiri staðir til tækjaköfunar en í nokkru öðru landi í heiminum.
Sportveiðar hafa orðið afar vinsælar í sjónum umhverfis Filippseyjar.

Matargerð Uppskriftir á ☼íslensku☼ á ☼ ensku☼
Filippseysk matargerð hefur orðið fyrir áhrifum frá mörgum menningarsvæðum. Spænsk áhrif eru sterkust, (sjá sögu Filippseyja).
Tegund og bragð matar er breytilegt eftir svæðum. Grunnfæðan á sumum svæðum er hrísgrjón meðan það getur verið kassavamjöl annarsstaðar þótt hrísgrjón séu fáanleg með öllum filippseyskum máltíðum.
Algengasta kjöt á Filippseyjum er svínakjöt, en þar á eftir kemur nautakjöt og kjúklingur. Á svæðum þar sem mikið eru um íslamstrú er nautakjöt borðað í staðinn fyrir svínakjöt sem er bannað. Meðal Tagalog og Pampanqueno fólks eru froskar taldir lostæti þótt þeir séu yfirleitt ekki borðaðir á Filippseyjum.
Áður en áhrif bárust utan frá borðuðu Filippseyingar með höndunum en með vestrænum áhrifum tóku þeir upp hnífa, gaffla og skeiðar með sínu lagi. Gaffallinn og skeiðin eru aðalverkfærin og skeiðin notuð til að skera matinn í smærri bita.

Tíska

☼penshoppe.com/☼ tískuvefur á Filippseyjum.
Listir ☼vefsíða☼
Veðurfar ☼veðrið á Filippseyjum í dag☼
Filippseyjar eru í hitabeltinu og þar er strandloftslag og rakt árið um kring, milt hitastig og mikil úrkoma. Það eru þrjár meginárstíðir, vætutíðin (júní – október), svöl og þurr tíð (nóvember – febrúar) og heit og þurr tíð (mars – maí).
Meðalárshitinn er 25°C. Norðaustan monsúnvindur er frá nóvember til apríl en suðvestan monsúnvindur er frá maí til október.

 

Landslag ☼landslagsmyndir☼
Landslag: mest fjalllendi og misvíðlent láglendi með ströndum fram.
Hæsta fjall: Apo fjall 2,954 m.
Landnýting og náttúruauðlindir
Náttúruauðlindir; timbur, olía, nikkel, kóbalt, silfur, gull, salt, kopar.
Landnýting:
ræktanlegt land: 19%
varanleg uppskera: 14%
annað: 66.79% (tölur frá 1998)

Dýralíf ☼ljósmyndir af villtum dýrum☼
Ekki er mörg spendýr að finna á Filippseyjum. Vatnabuffall sem hefur verið taminn sem húsdýr, svín (bæði villt og tamin), mongús (lítil ránkattategund), nokkrar dádýrategundir og ýmsar tegundir hnúðnautgripa eru mikilvægustu dýrategundirnar á Filippseyjum. Þar eru margar eðlutegundir og um 760 tegundir fugla, meðal þeirra er páfagaukur.

Ógnir náttúrunnar
Klofið fellibyljabelti liggur yfir eyjarnar og þær verða fyrir fimm til sex byljum á ári; skriðuföll. Þá má nefna virk eldfjöll, mannskæða jarðskjálfta og flóðbylgjur vegna neðansjávarumbrota.

Atvinnulíf
Landbúnaður, helstu afurðir eru: hrísgrjón, kókoshnetur, maís, sykurreyr, bananar, ananas, mangó. svínakjöt, egg, nautakjöt, fiskur.
Iðnaður: vefjarefni, lyf, efnavörur, timburafurðir, matvæli, samsetning á rafmagnsvörum, olíuhreinsun og fiskiðnaður.
Útflutningsvörur: raftæki, vélar og samgöngutæki, fatnaður, kókoshnetuafurðir.
Atvinnuleysi á Filippseyjum er 11,4% (árið 2003)
Íbúar undir fátækramörkum eru 40% (árið 2001)

Peningar
Gjaldmiðill: Filippínskur peso (PHP)
Fjárhagsár: almanaksárið.