pancitcanton3a

Pancit – handa sex
Innihald:
1 pund kjúklingur
1 pund fituhreinsað svínakjöt
1 matskeið smjör eða smjörlíki
1 marinn hvítlauksgeiri
1/4 laukur skorinn í smáferninga
1 niðurskorið sellerý
1/4 niðurskorið kálhöfuð
1 flysjuð og niðurskorin gulrót
8 únsur vermicelli stangir
Blanda eftir smekk
salt og pipar eftir smekk

Fullsjóðið kjúklinginn og svínakjötið í litlu vatni. Takið kjúklingakjötið af beinunum og skerið í 1/2-þumlungs teninga. Skerið svínakjötið í 1/2-þumlungs bita. Geymið soðið af kjötinu. Snöggsteikið hvítlaukinn og laukinn í smjöri þangað til laukurinn er mjúkur. Bætið kjötinu á pönnuna. Bætið dálitlu af soði og krafti og látið suðuna koma upp. Minnkið hitann og sjóðið hægt og bætið gulrótum í. Sjóðið í 5 mínútur og bætið við sellerý og káli. Sjóðið í 5 mínútur í viðbót þangað til grænmetið er orðið mjúkt. Sjóðið vatn fyrir vermicellið. Sjóðið eftir leiðbeiningum á pakka og bætið svo við blönduna á pönnunni. Bætið meira soði við blönduna ef þörf krefur og sjóðið þangað til blandan er heit í gegn. Kryddið eftir smekk. Hægt er að nota aðrar núðlur en vermicelli.

hqdefault

Ginataang Talong
Innihald:
1 laukur
1 bolli kókoshneturjómi
salt og pipar eftir smekk
talong – eggaldin
Steikið eggaldin í ofni eða yfir gasloga. Afhýðið og skerið smátt niður. Flysjið laukinn og sneiðið þversum og langsum mjög smátt. Hitið olíuna á pönnunni, bætið lauknum á og steikið þangað til hann er hálfgegnsær. Bætið við eggaldinum og hrærið í tvær mínútur. Kryddið með salti og pipar. Takið af eldavélinni, bætið kókoshneturjóma í og látið standa í nokkrar mínútur til að láta bragðið mótast.