Irak

 

iqnewz

 

Sagan í hnotskurn ☼Smellið hér☼
Staðsetning og heiti ☼myndir frá Írak☼

Írak er staðsett í miðaausturlöndunum við Persaflóann, á milli Íran og Sádi Arabíu. Landið á einnig landamæri að Kúveit, Tyrklandi, Sýrlandi og Jórdaníu.
Stærð Íraks er 438,317 ferkílómetrar, og af þeim eru um 950 ferkílómetrar undir vatni.
Langt heiti: Republic of Iraq / Lýðveldið Írak
Stutt heiti: Iraq / Írak
Langt heiti heimamanna: Jumhuriyat al-Iraq
Stutt heiti heimamanna: Al Iraq
Mestur hluti Íraks er umlukinn landi og lítið vatn er að finna þar, en stutt strandlína, um 58 kílómetra löng, er í sunnanverðu landinu. Þessi örlitla strandlengja er við Persaflóann, sem teygir sig úr Indlandshafi.

Hvaðan koma nemendurnir?
Upprunalega frá ☼Bagdad☼
Landsveffang

Landsveffangið er: .iq
Notendur Internetsins: 325.900
Síða á Írösku: ☼http://www.iraqja.iq☼

Höfuðborg  ☼myndir☼

Höfuðborgin heitir: Bagdad
Þjóðhátíðardagur og stjórnarfar

☼hlustaðu á þjóðsönginn☼
Sjálfstæði: 3. Október 1932 frá Þjóðabandalaginu sem var undir breskri forystu.
28. Júní 2004 lét bráðabirgðaríkisstjórn Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra stjórn landsins í hendur ríkisstjórn Íraka.
Stjórnarfar: Þingbundið lýðræði
Þing: 325 fulltrúar kosnir samkvæmt framboðslistum og sitja þeir á þingi í 4 ár í senn.

Næsta sendiráð /ræðismaður
Enginn

Fjöldi íbúa

Íbúafjöldi er: 30.399.572 (júlí 2011)
Aldursdreifing: 0-14 ára: 38% 15-64 ára: 58,9% 65 ára og yfir: 3,1%
Lífslíkur við fæðingu: Konur: 72,02 Karlar:69,15
Frjósemishlutfall: 3,67 börn fædd á hverja konu.
Ungbarnadauði: 41,68 af hverjum 1000 fæddum börnum deyja.

Þjóðernishópar

Arabar: 75-80% Kúrdar: 15-20% Annað: 5%

Trú
Múslimar: 97% (Síta 60-65% og Súnní 32-37%)
Kristnir eða annað: 3%
Þrátt fyrir að mikið hafi verið um flutninga kristinna fjölskyldna til norður-Íraks, sýna nýjar skýrslur að eftir fall Saddam Hussein árið 2003 hefur hlutfall kristinna í landinu hrunið um í kringum 50%, þar sem margir hafa flúið til Sýrlands, Jórdaníu og Líbanon.

Tungumál ☼arabíska☼

Arabíska er opinbert tungumál Írak en kúrdíska er töluð á kúrdískum svæðum í landinu og finna má ýmis önnur tungumál sem töluð eru af fólkinu eins og turkoman og assyríska.

Siðir og venjur ☼upplýsingar um Islam á íslensku☼
Fjölskyldur
Í Írak geta pör oftast valið um að eiga heima með stórfjölskyldu mannsins í sambandinu eða skapa sér heimili sjálf og stofna nýjan kjarna. Vegna efnahagsástands í landinu er algengara að pör flytji inn til stórfjölskyldunnar, og í þeirri fjölskyldu leiðir elsti maðurinn hópinn, tekur ákvarðanir um framtíð hans og sér um allar eignir. Konur axla oftast alla ábyrgð þegar kemur að umönnun barna og umsjá heimilisins, jafnvel þó þær sinni öðru starfi utan heimilisins. Eldri konur sjá um að leiðbeina konum sona sinna og börnum þeirra.
Kynjamisrétti er mikið í landinu og njóta strákar og karlar oftast forréttinda fram yfir konur og stelpur, hvort sem það tengist skóla, vinnu eða daglegu lífi. Karlar erfa einnig tvisvar sinnum meira en konur frá foreldrum eða öðrum ættingjum þegar þeir falla frá.
Stefnumótamenning
Í borgum hafa konur og karlar meiri stjórn á vali á maka heldur en úti á landi, en fyrirfram ákveðin stefnumót eru algeng. Áður fyrr voru fyrirfram ákveðin stefnumót hefðbundin, en ekki lengur. Eftir Persaflóastríðið sendi ríkisstjórnin út tilskipun um að karlar mættu giftast stríðsekkjum. Konur mega ekki giftast útlendum mönnum. Skilnaður er viðurkenndur, en aðeins þegar karlar sækju um hann.

Kveðjur
Karlar heilsast með kossi, og haldast oft í hendur. Það sama á ekki við karla og konur, og konur heilsa ekki með handabandi. Líklegra er að þær heilsist með því að segja Salaam Alaykom (friður veri með þér), eða eitthvað slíkt. Skírnarnöfn eru aðeins notuð þegar fjölskyldumeðlimir eða vinir heilsa hvor öðrum. Ef Íraki snertir ekki manneskju sem hann heilsar þá líkar honum annaðhvort ekki við hana, eða hann reynir að komast hjá snertingu vegna þess að telur að manneskjan sé ekki vön snertingu.
Siðir
Þegar rétta á öðrum hluti er það gert með hægri hönd eða með báðum höndum. Að heilsa með vinstri hönd er talið vera dónaskapur.
Il á fæti má ekki snúa að annarri manneskju.
Að krossleggja fætur er talið vera dónaskapur.
,,Þetta er nóg, takk‘‘ má gefa í skyn með því að klappa nokkrum sinnum á hjartastað.
Hægt er að segja ,,Frábært!‘‘ með höndunum með því að sýna viðkomandi manneskju opna lófa.

Fjölmiðlar
☼abyznewslinks☼ dagblað

☼alsumaria.tv☼ Sjónvarpsstöð

☼iraqhurr.org☼ Útvarp

☼al-bab.com☼ Írösk fréttavefsíða á ensku

☼baghdadbulletin☼ Tímarit

☼al-bayyna.com☼ Dagblað
Tónlist og kvikmyndir
Tónlist í Írak skiptist að mestu eftir þjóðernishópum í landinu, og kallast helstu stefnurnar því einfaldlega arabísk tónlist, assirísk tónlist og kaldnesk tónlist (Chaldean music). Fyrir utan þessar hefðbundnu stefnur má einnig finna nútímalegri tónlist eins og popp, rokk, sálartónlist og þéttbýlistónlist.
Popptónlist í Írak er ekki alveg eins og sú popptónlist sem tíðkast t.d. í Bandaríkjunum, en í Írak er bæði hefðbundnum íröskum textum og hljóðfærum blandað saman við nýrri tónlistaraðferðir. Sem dæmi um þetta má nefna tónlistarmennina Kazem el Saher og Ilham al-Madfai sem nota báðir hefðbundin írösk hljóðfæri og texta í tónlist sinni.

Líf barna

☼myndir af börnum í Írak☼

Skólar
Læsi: Flestir sem komnir eru yfir fimmtán ára aldur geta lesið og skrifað, en um 74,1% þjóðarinnar eru læs.
Karlar: 84,1%
Konur: 64,2% (árið 2000)

Skólakerfið:
Fyrir Persaflóastríðið árið 1991 státaði Írak af einu besta menntakerfi í sínum heimshluta og var skólasókn nálægt 100%, en eftir stríð og innrásir síðustu áratugi hefur kerfið verið á niðurleið. Árið 2003, eftir innrásina í Írak, byrjaði sitjandi ríkisstjórn landsins með mikilli hjálp frá erlendum aðilum að umbreyta skólakerfinu, og voru meðal annars kennaralaun hækkuð umtalsvert og skólabyggingar um landið allt gerðar upp. Sú aðferð sem notuð hafði verið áður, Baathist aðferðin eins og hún heitir á ensku, var lögð niður.
Börn í Írak byrja á því að ganga í grunnskóla í sex ár, og eru að því loknu prófuð til að sjá hvort þau séu tilbúin fyrir framhaldsnám. Í framhaldsskólum læra nemendur í fimm ár áður en þau eru talin tilbúin fyrir háskóla, og verða þau að standast landspróf áður en þau útskrifast úr framhaldsskólanum.
Íþróttir

Írak er ekki þekkt fyrir nein mikil afrek þegar kemur að íþróttum, en vinsælasta íþróttin í landinu er knattspyrna, og hefur hún mikla þýðingu þegar kemur að sameiningu þjóðarinnar á stríðstímum. Írakar hafa unnið einn titil í knattspyrnu, en árið 2007 vannst sigur á Sádi Arabíu, 1-0, í úrslitum Asíukeppninnar í knattspyrnu. Þess má einnig geta að Írak lenti í fjórða sæti á Ólympíuleikunum í Aþenu árið 2004 eftir 0-1 tap á móti Ítalíu, sem urðu svo heimsmeistarar tveimur árum síðar. Aðrar íþróttir sem njóta vinsælda í Írak eru körfubolti, sund, tennis, hnefaleikar og „kick-box”, en írakinn Riyadh Al Azzawi varð heimsmeistari í „kick-boxi” árið 2008 eftir sigur á Tomasz Borowiec í 91 kg flokki karla.
Matargerð Uppskriftir á : ☼íslensku☼ ☼ensku☼
Íbúar Íraks til forna, eða Mesópótamíu eins og það kallaðist þá, ræktuðu hvítlauk, graslauk, vínber, ólífur, hveiti og bygg svo eitthvað sé nefnt. Það sem gerði þeim kleift að stunda ræktunina þrátt fyrir litla úrkomu var frjósöm jörð í nágrenni við árnar sem finnast á svæðinu. Hráefnin voru síðan notuð við matargeð.

Matargerð í Írak hefur orðið fyrir miklum áhrifum frá matargerð í Tyrklandi og Íran, og er Írak því eitt af fáum löndum í Miðausturlöndum sem getur ekki státað af einstakri matargerð. Líkt og Tyrkir gera Írakar mikið af því að blanda grænmeti við uppskriftir sínar, og borða mikið af lambakjöti, hrísgrjónum og jógúrti. Eins og Íranir elda Írakar síðan mikið af ávöxtum með nautakjöti og fuglakjöti.

Tíska ☼fashion-in-iraq☼
Það er ekki mikið um öfgar í klæðaburði í Írak, og klæðist fólk í borgum sem á landi úti hefðbundnum fötum. Konur bera oft klúta eða sjöl, og menn í strjálbýli klæðast skikkjum og hefðbundnum, víðum buxum. Mikið er lagt upp úr hreinlæti, jafnvel þótt aðstæður séu erfiðar.

Listir Listavefur frá Írak ☼iraqi-art.com☼
Af list í Írak má helst nefna fornar Mesópótamískar byggingar og heillandi byggingastíl þeirra sem minnir oft á tíðum á egypskan arkitektúr, Til dæmis hið mikla Ziggúrat af Úr sem staðsett er í suð-austur Írak.
Í Bagdad eru mörg söfn með minjum frá fornum íröskum menningarheimum. Af þessum söfnum er Íraska Þjóðminjasafnið þekktast.
Veðurfar ☼veðrið í Írak í dag☼

Í Írak er aðallega eyðimerkurloftslag, það er að segja þurrt og heitt. Veturnir eru víðast hvar mildir og sumrin eru þurr, heit og skýlaus. Veturnir fyrir norðan geta orðið kaldir, og þá snjóar mikið í fjöllunum við landamæri Íraks að Tyrklandi og Íran. Snjórinn bráðnar síðan og getur valdið flóðum.
Meðalhitastig getur farið upp í 48 gráður í júlí og ágúst en hitastigið fer stundum niður fyrir frostmark í janúar.
Mest rignir frá desember og fram í apríl.
Landslag ☼landslagsmyndir☼

Landslagið í Írak samanstendur af miklum sléttum, stórum fenjum sunnan til þar sem oft flæðir yfir stór svæði, og fjalllendi fyrir austan og norðan.

Hæsti tindur: Ónefndur tindur: 3611m, einnig má nefna Gundah Zhur, sem er 3607m hár.
Lægsti punktur: Persaflói: 0m

Landnýting og náttúruauðlindir

Náttúruauðlindir: Olía, náttúrulegt gas, fosfat og kvikasilfur.
Umhverfismál: Vatnsmiðlunarverkefni ríkisstjórnarinnar hefur valdið því að mestallt vatn í fenjum austan við An Nasiriyah hefur verið þurrkað upp, og hafa því íbúar nærliggjandi bæja þurft að flytja annað.
Eyðilegging náttúrulegra heimkynna dýra er einnig vandamál í Írak, sem og almenn mengun frá iðnaði og farartækjum.
Dýralíf  ☼myndir af dýrum☼
Dýralíf í Írak einkennist bæði af sjaldgæfum og algengum dýr. Þar eru dýr eins og sléttuúlfar, hýenur, gasellur, refir, antílópur, moldvörpur, broddgeltir, eyðimerkurhérar og leðurblökur. Einnig finnast sjaldgæfar tegundir eins og villtir asnar og strútar.
Einnig er fuglalíf í Írak, og má sjá villtar endur, gæsir, gamma og hrafna.

Ógnir náttúrunnar
Ekki er mikið um náttúruhamfarir í Írak en nokkuð er um sandstorma og flóð sumstaðar í landinu.
Atvinnulíf
Landbúnaður: Hveiti, bygg, hrísgrjón, grænmeti, döðlur, bómull, nautgripir, sauðfé og alifuglar.
Iðnaður: Bensín, efnaiðnaður, föt, leður, byggingarefni, matarvinnsla, áburður og járnvinnsla.
Útflutningur: Hráolía, hráefni, matur og lifandi dýr.
Innflutningur: 42,56 milljarðar dollara
Atvinnuleysi: 15,3
Hlutfall undir fátæktarmörkum: 25%
Peningar

Gjaldmiðill: Íraskur dínar