Þrátt fyrir að lýðveldið Írak sé tiltölulega ungt ríki, þá nær saga þessa landsvæðis og íbúa þess aftur um 5000 ár.
Írak hlaut sjálfstæði frá Bretlandi árið 1932, og varð að lýðveldi árið 1958 eftir valdatíð Faisals II, en löngu áður en það gerðist var landið byggt af Súmerum í Mesopótamíu, eða Landinu á milli ánna. Árnar sem talað er um í nafninu heita Efrat og Tígris, og hefur byggð á svæðinu myndast og lagast að rennsli þeirra beggja, en jarðvegurinn í kringum þær er víða gríðarlega frjósamur.
Á sama hátt og árnar mynda líf og hjálpa því að dafna, taka þær einnig á tímum líf með flóðum.
Frjósami jarðvegurinn í kringum árnar var meðal annars ástæðan fyrir þeim mörgu stórborgum sem mynduðust á svæðinu í fornöld, en leiðtogar eins og Hammúrabí, Kyrus, Daríus og Alexander mikli sátu allir í hásæti í borgum eins og Súmeru, Babýlon og Assyríu. Allar þessar borgir voru staðsettar þar sem nú er Írak.
Ef við förum aðeins fram í tímann má sjá mikil pólitísk átök á milli þjóð- og ættflokka í Írak, og þá sérstaklega á árunum 1300 til 1900. Átökin snerust aðallega um árdalina og þá miklu matarframleiðslu sem þar fór fram. Afleiðingar þessarar miklu átaka í Írak urðu þær að sjálfstæðir hópar í landinu, hvort sem þeir mynduðust út frá þjóðernisskiptingu, trú eða ættflokkaskiptingu neituðu að sýna ríkisstjórn landsins hollustu.
Með tuttugustu öldinni byrjaði ættflokkaskiptingin að minnka vegna mikilla fólksflutninga utan af landi í borgir. Þessir flutningar stöfuðu meðal annars af vexti olíuiðnaðarins, auknum mætti ríkisstjórnarinnar og fjölgun tækifæra til náms. Þessi mikla breyting á lífi íbúa Írak var oft kveikja að uppreisnum ættbálka og mótmælum borgarbúa í landinu.
Snemma á tuttugustu öld var mikil ólga í þjóðfélaginu og á sama tíma var mikið vantraust á þáverandi ríkisstjórn meðal íbúa landsins vegna hennar tengslahennar við útlönd, aðallega Bretland.
Á milli 1918 og 1958 mátti vel sjá áhrif breskrar valdastefnu í Írak, en fæstir landsmenn tengdust þessum stjórnmálaátökum í landinu, og illa gekk að leysa deilur í landinu með friðsamlegum aðferðum.
Árið 1958 tókst íröskum frelsisherjum að steypa ríkisstjórninni af stóli sem ríkt hafði með stuðningi Breta, og voru árin frá 1958 til 1975 ár mikilla samsæra, lyga og uppreisna. Á áttunda áratugnum komst Saddam Hussein til valda í Írak og hrinti hann af stað miklum breytingum á stjórn landsins, meðal annars skrifaði hann undir sáttmála þar sem Íranir sættust á að hætta að veita Kúrdum hernaðarlega hjálp í Írak, en þeir höfðu borið ábyrgð á ótal uppreisnum í landinu á áttunda áratugnum.
Saddam Hussein tókst koma á stöðugleika í Írak sem ekki haðfi sést þar áður, með bótum á efnahags- og heilbrigðiskerfi landsins svo eitthvað sé nefnt.
Afrek Saddams og velmegun landsins entist þó ekki lengi, því árið 1980 marseruðu íraskir hermenn yfir landamæri Íran, og steyptu landinu þannig í dýrkeypt stríð.
Árið 1990 fyrirskipaði Saddam innrás Íraskra herja inn í Kúveit, og úr varð Persaflóastríðið, þar sem þrjátíu og fjögur lönd, undir forystu Bandaríkjanna börðust gegn innrásinni. Stríðinu lauk með tapi Íraka, og voru herir þeirra reknir úr landinu 23. Febrúar 1991.
Tólf árum síðar, árið 2003, réðust Bandaríkjamenn inn í Írak á þeim forsendum að Írak hefði ekki hætt við kjarnorku- og efnavopnaframleiðslu sína og væru þar með að brjóta skilmála sameinuðu þjóðanna. 30. Desember árið 2006 var Saddam Hussein síðan hengdur fyrir morð á 148 íröskum Sítum. Enn þann dag í dag eru bandarískir hermenn og bandamenn þeirra í landinu, og er ríkjandi stjórn sú sem var kosin árið 2005 eftir að tvær tímabundnar ríkisstjórnir höfðu setið frá árinu 2003.