Japon

jpnewz

Sagan í hnotskurnSmellið hér

Staðsetning myndir frá Japan
Stærð: 377,915
Löndin sem liggja næst Japan eru Norður- og Suður Kórea, Rússland og Kína fyrir norðan og svo aðeins lengra fyrir sunnan eru Taiwan og Filipseyjar.

Japan er eyjaklasi staðsettur í austanverðri Asíu, austan við Kóreuskagann. Eyjurnar liggja á milli Japanshafsins og Kyrrahafsins.
90% af landmassa eyjaklasans samanstendur af eyjunum Honshu, Hokkaido, Kyushu og Shikoku, en fyrir utan þær eru um 6800 eyjur sem finna má á svæðinu.

Hvaðan koma nemendurnir?
Frá Tokyo

Landsveffang
Landsveffangið er: .jp
Notendur Internetsins: 99 milljónir
☼Japönsk vefsíða á nokkrum tungumálum☼
Höfuðborg ☼myndir☼
Höfuðborgin heitir Tokyo.
Þjóðhátíðardagur og stjórnarfar ☼hlustaðu á þjóðsönginn☼
Sjálfstæði: 3. Maí 1947 eftir seinni heimstyrjöldina þegar núverandi stjórnarskrá var breytt með gömlu Meiji stjórnarskránna að leiðarljósi.
Þjóðhátíðardagur:
Stjórnarfar: Þingbundið lýðræði ásamt stjórnarskrárbundnu konungsdæmi
Þing: Samanstendur af Sangi-in
Næsta sendiráð /ræðismaður
Sendiráð: Laugavegur 182, 6th floor
IS-105 Reykjavík
Sími:
Netfang: japan@itn.is

Sendiherra:
His Excellency Mr. Akio Shirota
2010

Chargé d’Affaires a.i.:
Hr. Masayuki Takashima

Third Secretary:
Hr. Mitsuru Oshima
Íbúar
Íbúafjöldi er: 126.475.664
Aldursdreifing: 0-14 ára: 13,1% 15-64 ára: 64% 65 ára og yfir: 22,9%
Lífslíkur við fæðingu: Konur: 85,72 ár Karlar: 78,96 ár
Frjósemishlutfall: 1,21 barn fætt á hverja konu.
Ungbarnadauði: 2,78 af hverjum 1000 nýfæddum börnum deyja.

Þjóðernishópar
Japanir: 98,5% Kóreumenn: 0,5% Kínverjar: 0,4% Aðrir:0,6%

Trú
Sjintóismi: 83,9% Búddismi: 71,4% Kristni: 2% Önnur: 7,8%
Prósentan fer yfir 100% vegna þess að margir fylgja bæði Sjintóisma og Búddisma.

Tungumál ☼japanska☼
Yfir 99% íbúa Japan tala Japönsku sem fyrsta tungumál. Það sem er einkennandi við Japönsku eru titlakerfið sem notað er í daglegu tali, og eru sérstök sagnaform og orðaforði notaður til að ávarpa fólk eftir stöðu þeirra í samfélaginu.

Siðir og venjur
Í Japan er fjölskyldan grunneining samfélagsins, og eru orðspor hennar og ábyrgðir mikilvægir þættir í japönsku samfélagi. Móðirin í fjölskyldunni ber ábyrgð á öllu sem tengist heimilinu, þ.e. matargerð, umönnun barna, þrif o.s.frv. Faðirinn er hins vegar talinn höfuð heimilisins. Í gegnum sögu Japan var það talið óviðeigandi ef kona sinnti vinnu utan heimilisins, en nú á dögum er það ósköp eðlilegt fyrir konur að vera í vinnu. Þó að fjölskyldumynstrið breytist er enn nokkuð um að foreldrar eigi heima hjá giftum börnum sínum.

Flestir Japanir lifa í stórborgum, flestir í litlum íbúðum í stórum íbúðarhúsum. Þegar gengið er inn í hús í Japan er mikilvægt að taka af sér skóna, en það er vegna þess að flest gólf í húsum landsins eru þakin tatami mottum, sem eru búnar til úr vöfnu grasi sem rifnar auðveldlega. Hjá mörgum tíðkast það að sitja á púðum við lág borð þegar borðað er, og þegar komið er kvöld sofa margir á svokölluðum futon dýnum, en það eru þunnar dýnur sem hægt er að rúlla upp auðveldlega.

Stefnumótamenning
Unglingar í Japan byrja oft að snúa huganum að stefnumótum við hitt kynið í kringum fimmtán ára aldur. Algengt er að pör fari saman í bíó, út að dansa eða borða eða fari eitthvert að versla. Vestræn tónlist er vinsæl og ekki er óalgengt að sjá tísku og stefnur frá vestrænum löndum hjá unga fólkinu.
Giftingar í Japan og umfang þeirra fara mikið eftir fjárhagslegri stöðu fjölskyldna parsins. Giftingaveislur fara oft fram á hótelum, og gestir sem boðið er í veisluna koma með gjafir eða peninga handa parinu, og fá jafnvel gjafir til baka.

Í Japan er það talin almenn kurteisi að hneigja sig þegar heilsast er. Manneskja sem vill sýna annarri manneskju virðingu hneigir sig lægra en sú manneskja. Ef heilsa á einhverjum sem ekki er frá Japan er oftast notast við handaband. Skírnarnafn er notað þegar ávarpa á einhvern úr fjölskyldu eða úr vinahóp, og fer orðaval við kveðjur eftir sambandi fólks. Verkamaður myndi þá heilsa yfirmanni sínum með ,,Ohayogozaimasu‘‘ (góðan daginn) og myndi hann þá svara með ,,Irasshaimase‘‘ eða velkominn, á íslensku.

Aðrir siðir
Það er talin ókurteisi að geispa innan um annað fólk.
Krossleggja má fætur við ökkla eða hné, en það er talið óviðeigandi að krossleggja ökkla yfir hné.
Manneskja vísar í sjálfan sig með því að benda á nef sitt með fingri.
Þegar barn missir tönn í Japan er siður að annað hvort henda tönninni yfir þak húss eða að koma henni fyrir undir gólffjölum. Þetta er gert til þess að auka líkurnar á því að tönnin vaxi á réttan hátt, en ef tönnin er úr efri gómnum þá er hún sett undir gólf, en ef hún er úr neðri góm þá er henni hent yfir þak, það fer semsagt eftir því hvort tönnin vex upp á við eða niður á við.
Fjölmiðlar
☼nhk.or.jp/nhkworld☼ – Ríkisútvarpið í Japan

☼ntv.co.jp☼ – Sjónvarpsstöð – vefsíða á japönsku og ensku

☼fujitv.co.jp/en☼ – Sjónvarpsstöð – vefsíða

☼yomiuri.co.jp/dy☼ – Dagblað – það stærsta í Japan
Tónlist og kvikmyndir
Elsta form hefðbundrar japanskrar tónlistar er kyrjur Búddamunka frá um 750 f.Kr.
Japönsk tónlist er mjög fjölbreytt og koma mörg hljóðfæri við sögu í hefðbundinni tónlist japana. Hljóðfæri eins og koto og shamisen eru einkennandi fyrir þessa tegund tónlistar.

Kvikmyndir í Japan hafa verið framleiðddar í meira en hundrað ár, og er kvikmyndaiðnaður í Japan með þeim stærri í heiminum. Tegundir japanskra mynda eru margar, allt frá teiknimyndum til heimildamynda. Af þekktum japönskum kvikmyndum má nefna Godzilla, Seven Samurai, Oldboy og Spirited Away, en sú sem nefnd var síðast er teiknimynd eftir Hayao Miyazaki, sem framleitt hefur fjöldan allan af þekktum teiknimyndum á borð við Princess Mononoke, Howl‘s Moving Castle auk Spirited Away, sem hlaut Óskarsverðlaun fyrir bestu teiknimynd.
Líf barna ☼myndir af börnum í Japan☼
Börn vakna nokkuð snemma, eða í kringum hálf sjö á morgnanna. Eftir sturtu klæða þau sig og borða morgunverð. Líklegra er að börn borði hefðbundinn japanskan morgunverð heldur en foreldrar þeirra, sem borða hraðar og þá oftast morgunverð sem er tengdur við vestræna menningu.
Börnin fara síðan í skólann, gangandi, hjólandi, með bíl eða með almenningsfarartækjum, en það fer eftir lengdinni sem barnið þarf að fara í skólann.

Flestir nemendur klæðast skólabúning í skólanum, sem samanstendur oftast af svörtum eða bláum jakka og samlitum stuttbuxum fyrir stráka og pilsum fyrir stelpur.

Skólinn byrjar klukkan hálf níu, og er búinn í kringum þrjú. Ekki er óalgengt að nemendur séu í skólanum til fimm eða sex til að taka þátt í íþróttum eða öðrum viðburðum. Þetta þýðir að flestir nemendur koma heim í kringum sólarlag, og þá eiga þau enn eftir að borða kvöldverð og vinna heimanám. Börnin fara í skólann fimm daga vikunnar, og tvisvar sinnum í mánuði þurfa þau að mæta í hann á laugardegi.

Í skólanum læra börnin meðal annars að vinna saman, og er það gert með því að fá þau til að taka til í skólanum.
Eftir skólann er eins og áður sagði algengt að börn taki þátt í íþróttum eða leiki sér með vinum sínum. Helstu íþróttagreinarnar eru sund, hlaup, hafnabolti, bardagaíþróttir eða fótbolti, svo eitthvað sé nefnt.
Tíminn sem börnin eyða í skólanum hefur mikil áhrif á það sem þau gera í frítíma sínum. Til dæmis eyða 70% fimmtu og sjöttubekkinga fríum sínum í það að læra, og þá sérstaklega á morgnana og kvöldin. Flest börn segja að þau vildu frekar eyða meiri tíma í leiki og slíkt, en þeim finnst þau vera skyldug til að eyða tíma sínum í eitthvað sem nýtist þeim í framtíðinni.
Skólar
Læsi, miðað við 9 ára og eldri, Konur: ; karlar
Skólakerfið:
Læsi: Flestir sem komnir eru yfir fimmtán ára aldur geta lesið og skrifað, en um 74,1% þjóðarinnar er læs.
Karlar: 84,1%
Konur: 64,2% (árið 2000)

Skólakerfið
Síðan árið 1947 hefur skólaskylda japanska barna samanstaðið af grunnskóla og miðskóla, sem saman eru níu ár, eða frá sex til fimmtán ára aldurs. Næstum öll börn fara síðan í framhaldsskóla sem er í þrjú ár, samkvæmt upplýsingum frá menntamálaráðuneyti Japans fara um 75,9% nemenda í nám eftir framhaldsskóla.

Íþróttir
Þegar hugsað er um japanskar íþróttir dettur manni oft í hug súmóglíman, sem er aldagömul bardagaíþrótt sem er enn vinsæl í Japan. Efnilegir súmóglímumenn byrja æfingar um fimmtán ára aldur. Þer lifa og æfa í súmóglímuskólum þar sem þeir eru hvattir til þess að safna á sig fitu, og gera þeir það með því að borða einkar fitandi kássu. Súmóglímuleikar fara fram á hringlaga velli sem kallast dohyo. Í súmóglímu eigast við tveir kappar og reyna þeir að þvinga mótherjann út úr hringnum sem keppt er í, eða láta hann snerta jörðina með einhverju öðru en iljum fótanna.

Súmóglíma er ekki eina bardagaíþróttin sem er vinsæl í Japan, en íþróttir eins og júdó, karate og aikido eru einnig vinsælar.
Fyrir utan bardagaíþróttir má nefna hafnabolta, fótbolta, golf og kappakstur.
Atvinnuhafnaboltalið hafa verið til í Japan síðan á fjórða áratug seinustu aldar. Framhaldsskólar taka einnig þátt í hafnaboltamótum og keppa á móti öðrum skólum. Reglurnar eru byggðar á sömu reglum og í bandarískum hafnabolta, en japanir hafa breytt ímynd leiksins þannig að meiri áhersla er lögð á liðsheild heldur en á afrek einstaka leikmanna.
Matargerð Uppskriftir á : ☼íslensku☼ ☼ensku☼
Í Japan er mikil hefð fyrir matargerð og hafa flestir eflaust borðað hrísgrjón eða jafnvel sushi, en hrísgrjón er undirstaða margra japanskra rétta, þar á meðal sushi.

Japanir borða oftast úr skál sem þeir halda uppi við bringuna í stað þess að hafa hana á borði. Prjónar eru notaðir til að borða flestar máltíðir en vestrænn matur er oft borðaður með hnífapörum.
Aðalmáltíðin er borðuð á kvöldin, og þá ekkert endilega í heimahúsum, en margir fullorðnir vinna lengi og borða þá á vinnustað eða á leiðinni heim. Mataræði japana samanstendur hjá flestum af hrísgrjónum, grænmeti, sjávarfangi, ávöxtum og litlum skömmtum af kjóti. Hrísgrjón og te eru partur af nánast öllum máltíðum.
Tíska ☼fashioninjapan.com☼
Flestir fullorðnir japanir klæða sig svipað, og þá hversdagslegum fötum. Viðskiptamenn klæðast jakkafötum með bindi, fiskimenn klæðast vatnsheldum fötum o.s.frv.
Unglingar eiga það hinsvegar til að klæða sig frábrugðið flestum öðrum, hvort sem það eru nýjustu tískubylgjur vesturlandanna eða einhverjir furðulegir teiknimyndakenndir fatastílar sem tengja má við manga teiknimyndasögur.
Af hefðbundnum japönskum klæðnaði má nefna Kimonokjóla, eða wafuku. Kjólar þessir eru ökklasíðir og ermalangir. Japanir klæðast Kimonokjólum aðallega við sérstök tilefni.
Listir
Japanskur arkitektúr er mjög auðþekkjanlegur, en auðvelt er að greina byggingastíl gamalla japanska bygginga, og þá sérstaklega á þökunum. Frumgerð þessarar tegunda bygginga er sögð vera Iseskrínin sem finna má í Iseborg. Annað sem er einkennandi fyrir japanskan arkitektúr er til dæmis rennihurðirnar sem margir kannast eflaust við, og tatami mottur sem lagðar eru á gólf í flestum japönskum húsum.
Elstu listform Japan eru höggmyndalist og málaralist, en elstu japönsku málverkin eru frá um 300 fyrir Krist.
Frægir listamenn sem stunduðu svokallað ukiyo-e, japanskt listform sem byggðist á málun og tréblokkaprenti, eru til dæmis Hokusai og Hiroshige. Samruni tréblokkaprentlistar og vestrænnar listar ól síðan af sér manga, sem er vinsælt myndasöguform innan sem utan Japan.
Veðurfar ☼veðrið í Japan í dag☼
Vegna lengdar landsins frá norðurs til suðurs er nokkur munur á veðurfari landshluta. Í norðanverðu landinu, í Sapporo, eru löng og heit sumur, en aftur á móti eru veturnir kaldir með mikilli snjókomu. Við miðju landsins, þar sem höfuðborgin Tókýó liggur, eru veturnir mildir með litlum snjó og sumrin rök. Í sunnanverðu landinu er veturinn síðan mildur og sumarið stutt.
Landslag ☼landslagsmyndir☼
Landslagið í Japan er aðallega hrjóstrugt og fjalllent, og er um 73% af landsins ónothæf fyrir landbúnað, iðnað eða búsetu.

Hæsti tindur: Fujiyama: 3.776 metrar
Lægsti punktur: Hachiro-Gata: -4 metrar.
Landnýting og náttúruauðlindir
Hverfandi steinefnaauðlindir, fiskur
Umhverfismál: Loftmengun frá orkuverum myndar súrt regn, og því skemmir súrnun vatna gæði drykkjarvatns og og eyðir lífi í vötnum og stuðlar að eyðingu skóga og fiskauðlinda.
Dýralíf ☼myndir af dýrum☼
Finna má fjölbreytt dýralíf í Japan, allt frá smáum spendýrum til stórra skriðdýra.
Af spendýrum má nefna skógarbirni, refi, hreysiketti, hlébarða og jafnvel sækýr. Einnig má finna apa og villisvín, en um 180 tegundir spendýra lifa í Japan.

Af fuglum í Japan má nefna spætur og fasana, en græni fasaninn svokallaði er þjóðarfugl Japans. Yfir 600 fuglategundir hafa fundist í Japan og af þeim fjölga sér um 250 þeirra.
Nóg er af skriðdýrum í Japan og finnast um 73 tegundir þar. Þekktast þeirra er líklega Japanska risasalamandran, sem getur orðið um 150 sm að lengd. Annars er hægt að finna allt frá sæsnákum til lítilla eðla.
Japan er mikil fiskveiðiþjóð og um 3000 fisktegundir finnast í vötnum og við strendur landsins, og er koifiskurinn líklega þekktastur þeirra.
Ógnir náttúrunnar
Gríðarlega mörg virk eldfjöll, um 1500 jarðskjálftar árlega, flóðbylgjur og skýstrókar.
Atvinnulíf
Landbúnaður: Hrísgrjón, sykurrófur, grænmeti, ávextir, svínakjöt, alifuglakjöt, mjólkurvörur, egg, fiskur
Iðnaður: Bílar, bifhjól, rafmagnstæki, vélræn verkfæri, málmar, skip, efnaiðnaður, vefnaðarvörur, unnin matvæli.
Útflutningur: Aðallega farartæki og tilheyrandi tækni, rafræn tæki og afurðir efnaiðnaðar.
Innflutningur: 636,8 Milljarðir
Atvinnuleysi: 5,1% (2010)
Hlutfall undir fátæktarmörkum: 15,7% (2007)
Gjaldmiðill: Japanskt Yen