Nepal

 

nepal_3

 
Sagan í hnotskurn ☼Smellið hér☼

Staðsetning og heiti ☼myndir-Nepal☼
Nepal er í Himalayafjöllum í Suður Asíu, milli Kína og Indlands og nær hvergi að hafi. Þar eru átta af tíu hæstu tindum jarðar.
Landið er 140.800 ferkílómetrar að stærð.
Langt heiti: Konungdæmið Nepal.
Stutt heiti: Nepal.

Hvaðan koma börnin?
Kushu, Rashmi og Raj, Nabin og Prabin, Deenanak og Kushal komu frá   ☼Kathmandu☼

Landsveffang
Landsveffangið er: .np
Notendur Internetsins: 80.000 (2002)
☼zama.com/aveilintime☼ Vefur á ensku um Nepal
☼nepalhomepage.com/firstpage☼

Höfuðborg  ☼myndir☼
Höfuðborgin heitir Kathmandu

Þjóðhátíðardagur og stjórnarfar ☼hlustaðu á þjóðsönginn☼
Sjálfstæði: 1768 var landið sameinað af Prithvi Narayan Shah.
Þjóðhátíðardagur: 7. júlí, afmælisdagur Gyanendra konungs (1946).
Stjórnarfar: þingbundið lýðræði og stjórnarskrárbundið konungsríki.
Löggjöf: byggð á hindúískum lagahugmyndum og enskum borgararétti.

Sendiráð /ræðismaður Nepal á Íslandi?
Nei.
Fjöldi íbúa (2004)
Íbúafjöldi er: 27.070.666
Flestir íbúanna búa á Kathmandu og Terai svæðunum. Fjallasvæðin í norðri eru strjálbyggð.
Lífslíkur við fæðingu: Karlar 59,73 ár;
konur 59,06 ár.
Ungbarnadauði: 68,77 börn deyja af 1000 fæddum.
Frjósemishlutfall: 4,29 börn fædd á hverja konu.
Aldursdreifing: 0-14 ára 39,4%; 15-64 ára 57%; 65 ára og eldri 3,6%.
Þjóðernishópar
Tveir helstu þjóðernishópar í Nepal eru Tibeto-Burmanar eða Mongólar í norðri og Indo-Aríar í suðri. Siðir hafa gengið í arf á báða bóga og þróast undir áhrifum frá landi, loftslagi og náttúruauðlindum.
Skipting stærstu þjóðernishópanna fer eftir staðsetningu og hæð.
Helstu þjóðernishóparnir eru Brahmanar, Chetri, Newar, Gurkhar, Magar, Tamang, Rai, Limbu, Sherpar, Tharu og fleiri.
Í allt eru þeir vel yfir þrjátíu og eru Gurkhar og Sherpar þekktastir.
Trú
Hindúatrú 86,2% búddatrú 7,8%, múslímar 3,8%, aðrir 2,2. Nepal er eina opinbera hindúaríkið í heiminum.
Trúin skiptir Nepali öllu. Opinberlega ríkir hindúatrú en trúargbrögðin eru blanda af hindúatrú og Búddatrú og þar við tengjast svo tantrískir guðir. Þeir sem ekki aðhyllast hindúa- eða Búddatrú eru múslímar, kristnir eða seiðmenn.
Musteri eru um allt, sama hvert litið er.
Nepal er fæðingarstaður meistara Búdda.

Tungumál
Nepalska (opinbert mál), talað af 90% íbúa. Einnig er töluð tylft annarra tungumála og um 30 mállýskur. Um hálf þjóðin talar upprunatungu sína sem fyrsta tungumál. Nepalska er sprottin af sanskrít og skyld indverska málinu hindí og um 90% landsmanna talar málið.
Enska er töluð í viðskiptaheiminum og ferðaiðnaði.

Siðir og venjur
COURTESY OF FRAN TAFFER
☼time.com/time/2001/collegecenter/there_abroad.html☼
Vefsíðan hér að ofan segir frá reynslu Fran Taffer mannfræðinema sem var eitt haust á Himalayasvæðinu. Þar segir hún segir m.a.
Það albesta við Nepal var sjálft fólkið. Ég var svo hissa á því hvað margir Nepalar kunnu að meta hve dýrmætt hvert augnablik getur verið. Bros þeirra, hlátur og örlæti smitaði mig svo ég varð að svara í sömu mynt. Ég er orðin meðvitaðri um þann mátt sem fylgir brosinu.
Nepal er eitt fárra landa í heiminum sem er enn ósnortið af efnahagslegri hnattvæðingu heimsins. Þar eru lífshættir og samfélagsskipan enn í samræmi við forna hrynjandi sjálfsþurftabúskapar og trúarbragða.

Fjöldi þjóðflokka endurspeglast í menningunni sem er svo fjölbreytt að sjá má hverskonar lífshætti, frá steinöld uppi í fjallahlíðum til þotualdar í Kathmandu.

Orðið nei er ekki til í Nepal. Þeir nota undarlega höfuðhreyfingu í staðinn sem kemur sér vel að kunna. Þetta er forvitnilegt í viðskiptum og stjórnmálum. Menn þurfa alltaf að gæta þess að það þarf að læra að lesa fólk. Vesturlandabúar komast að því þegar þeir koma til Nepal.

Farið er úr skóm þegar gengið er inn í hús eða helgidóm. Það á líka við eldhús og staði þar sem matast er því hjarta heimilisins er heilagt.
Fjölmiðlar

☼nepalnews.com☼ nepalskt dagblað á ensku

☼kantipuronline.com☼ dagblað á nepölsku

☼nepalnews.com.np/gorkhapatra☼ ríkisdagblað á nepölsku

☼dagblað á ensku☼

☼wavemag.com.np☼ Veftímarit á nepölsku og ensku

☼catmando.com/radionepal☼ útvarp á nepölsku og ensku
Tónlist og kvikmyndir
☼nepalimusik/☼ Vinsæl popptónlist í Nepal

☼fjölbreyttur tónlistarvefur☼ á nepölsku og ensku

Þjóðlagatónlist ☼nepalforum.com/music☼

Í Kathmandu eru fáein bíó sem sýna aðallega indverskar myndir. Nepalskar myndir og ☼indverskar☼ hindúamyndir eru vinsælastar.
☼cinemaphulchoki☼ vefur um  kvikmyndaframleiðslu nepalska fyrirtækisins „Phulchoki Cinema“

Á þessum vef má sjá hvað verið er að sýna í bíóhúsum í Nepal ☼gopikrishna.com.np☼

Um kvikmyndir ☼nepalnews.com.np/kamana☼ á nepölsku
☼himalaya-fr.com☼ Himalaya, fræg mynd eftir Eric Valli. Gaman að skoða þótt maður skilji ekki frönsku. Mjög flottur vefur.
Líf barna ☼myndir☼ af börnum í Nepal.
Barnatímarit á nepölsku sem heitir ☼Muna☼
☼Youngherald.com☼Tímarit á ensku fyrir börn

Unglingavefur ☼Nepalteen.com☼ á ensku

Lýsing 11 ára stelpu á Nepal ☼southwest.com.au☼
Skólar
Læsi, miðað við íbúa 15 ára og eldri: 59,4%.
Læsi er hvergi minna í heiminum.
Karlar 62,7%; konur 27,6%. (ár 2003)
Skólakerfið: 85% barna ganga í grunnskóla en aðeins 46% drengja og 23% stúlkna halda áfram í framhaldsskóla.
Skólaskylda er á aldrinum 6 til 10 ára. Miklu fleiri drengir en stúlkur ganga í skóla. Framfarir hafa orðið í félags- og skólamálum en samt er ástandið mun verra en annarsstaðar í suðaustur Asíu.

„Menntið börnin“ er lítil grasrótarhreyfing sem stofnuð var árið 1990 og vinnur að menntunarverkefnum í Nepal.
☼etc-nepal.org☼
Íþróttir
Nepalar hafa komið til Íslands til að kenna Íslendingum „River rafting“ en það er vinsæl íþrótt í Nepal.
☼raftnepal.org☼ „River rafting“

☼nma.com.np☼ Vefur um fjallaferðir í Himalayafjöllum
☼socceragenepal☼ Fótboltafréttir

Matargerð
Uppskriftir á : ☼íslensku☼ ☼nepölsku☼ ☼ensku☼

Þrátt fyrir einangrun og fjölbreytta matvæalaframleiðslu hefur ekki þróast í Nepal sérstakur stíll í matargerð. Oftast eru snæddar Dal Bhat linsubaunir og hrísgrjón. Undantekning er Newar matargerðin sem getur verið mjög góð og sterkkrydduð.
Dal-Lentil súpan er borðuð með óbreyttum hrísgrjónum og þriðjungi af hinni frægu dal-bhat-tarkari samsetningu.
Fyrsti hlutinn, linsubaunirnar eru ýmist svartar, grænar eða gular.
Bhat (Plain Rice) – Gamaldags soðin hrísgrjón, undirstöðumatur í Nepal og meginhluti réttarins.
Tarkari – grænmetiskarrí í vel heitu soði er þriðji hlutinn.

Þjóðardrykkurinn er chiya (te soðið með mjólk, sykri og kryddi. Upp til fjalla er það saltað með yaksmjöri).
Tíska í Nepal
☼profiles/boutiques/photoinv☼

Athyglisverður vefur um silki ☼silkroads.com☼
☼missnepal.com.np☼ Vefur um ungfrú Nepal
Listir
Nepalar eru mjög stoltir af menningararfi sínum, einkum framlagi Newar í Kathmandudalnum til höggmyndalistar, málaralistar og húsagerðarlistar. Newarlistamenn eru innblásnir af trúargildum hindúa og búddatrúarmanna. Nepalar stunda mikið tónlist og dans. Við trúarathafnir eru trommur og forn blásturshljóðfæri notuð.
☼bremen.de☼ Málaralist Thangka

Fram að þessu hefur heimurinn ekki fengið að kynnast bókmenntum Nepala en þeir eiga marga hæfileikamenn á því sviði.

☼thopathopa.com☼  Smásögur á nepölsku
☼nepaliliterature☼ Bókmenntir á nepölsku.
☼sahitya101☼ Neplaskar bókmenntir

Veðurfar ☼veðrið í Nepal í dag☼
Í norðri eru svöl sumur og harðir vetur en í suðri er heittemprað loftslag og mildir vetur.

Árstíðir: vetur (desember-febrúar), sumar (mars-maí), monsúntíminn (júní-ágúst), haust (september-nóvember). Á monsúntímanum rignir mest á nóttunni og því er ferskt hreinviðri dagana á eftir.
„Við erum í Kathmandu sem er í dalnum inni í miðju landi. Hitastigið fór niður að frostmarki eina nóttina nýlega (15. des.) en það er ekki óvanalegt. Það er enginn snjór í Kathmandu en það snjóar á hverju ári efst á hæðirnar sem eru klukkustundar akstur fyrir utan borgina.“ Vitnað í einhvern sem hefur verið í Nepal
Landslag ☼landslagsmyndir☼
Í suðri eru flatar sléttur Gangesdalsins, hæðótt er um miðbik landsins og hrikaleg Himalayafjöllin í norðri.
Hæsti tindur: Evrestfjall 8.850 m.
Allmikið er um heitar laugar í Nepal. Þær eru kallaðar tatopani sem þýðir „heitt vatn“’.
Landnýting og auðlindir
Náttúruauðlindir: kvars, vatn, timbur, rafmagn, náttúrufegurð, lítið eitt af brúnkolum, kopar, kóbalt, járngrýti.
ræktanlegt land: 21,68%
varanleg uppskera: 0,64%
annað: 77,68% (2001)
Umhverfismál: eyðing skóga (ofnotkun á eldiviði vegna skorts á öðru eldsneyti) , mengað vatn vegna úrgangsefna, verndun villtra dýra, útblástur ökutækja.
Dýralíf ☼myndir☼
Á Teraisvæðinu eru tígrisdýr, hlébarðar, dádýr, buffalar og fílar sem hafast við á rökum svæðum. Villigeitur, villikindur og úlfar hafast við ofar. Skepna sem kölluð er yeti, eða snjómaðurinn hræðilegi, er talinn reika uppi um fjallatindana.

Ógnir náttúrunnar
Mikil þrumuveður, flóð, skriðuföll, þurrkar, og hallæri sem fara eftir tíma, styrk og lengd monsúnvindanna

Atvinnulíf
Landbúnaður: hrísgrjón, maís, hveiti, sykurreyr, rótarávextir, mjólk, vatnavísundakjöt.
Iðnaður: ferðamennska, teppi, vefjarefni, smáhrísgrjón, sykur, olíufræ, sígarettur, sements- og múrsteinaframleiðsla.
Atvinnuleysi í Nepal er 47%. (2001)
Íbúar undir fátæktarmörkum eru 42%. (1995-96)

Peningar
Gjaldmiðill: Nepalskar rúpíur NPR
Fjárhagsár: 16. júlí – 15. júlí.