Hér má kynna sér meira um sögu Nepals á ensku ☼http://www.emulateme.com/history/nepahist.htm☼
563 f. Kr. Búdda fæðist í Tarai héraðinu í Nepal.
268-231 f. Kr. Ashoka stofnar keisaradæmi í norður Indlandi.
Um 353-373 e. Kr. Samudragupta stofnar keisaradæmi í norður Indlandi.
400-750. Licchavi konungdæmið við völd í Katmandu dalnum.
750-1200. „Millibils“konungdæmi við völd í Katmandu dal.
1100-1484. Khasa Malla konungarnir ríkja í vestur Nepal.
1200-1216. Arimalla, fyrsti konungurinn af Malla konungsættinni ríkir í Katmandu dal.
1312. Khasa konungur Ripumalla stjórnar ránsferðum í Katmandu dal.
1345-1346. Shams ud-din Ilyas, sultan af Bengal stjórnar ránsferðum í Katmandu dal.
1382-1395. Jayasthitimalla ríkir sem konungur hins sameinaða Malla konungdæmis Katmandu dals.
1428-1482. Ríkisár Yakshamalla – hátindur hins sameinaða Malla konungdæmis.
1484. Malla konungdæminu skipt. Konungdæmin Katmandu, Bhadgaon, og Patan stækka.
1526. Mughal konungdæmið stofnað á norður Indlandi.
1559. Gorkha konungdæmið stofnað.
1606-1633. Ram Shah ríkir í Gorkha. Gorkha konungdæmið stækkar í fyrsta sinn.
1728. Kínverjar ná áhrifum í Tíbet.
1743. Prithvi Narayan Shah verður konungur Gorkha.
1764. Breska Austur Indíafélagið nær stjórn yfir Bengal.
1768-1790. Gorkha leggur undir sig Katmandu og Patan, austur og vestur Nepal.
1775. Prithvi Narayan Shah deyr, fyrsti konungur sameinaðs Nepal.
1791-1792. Kínverjar sigra Nepal í stríði.
1806. Bhimsen Tapa verður forsætisráðherra.
1809. Nepalskar hersveitir setjast um Kangra, sem liggur fjærst í Horkha konungdæminu.
1814-1816. Stríð Englands og Nepals sem beið ósigur.
1837. Bhimsen Tapa fellur. Óstöðugt tímabil hefst í stjórnmálum hirðarinnar.
1846. Fjöldamorð í Kot. Jang Bahadur verður forsætisráðherra.
1855-1856. Stríð við Kína.
1856. Með konunglegri tilskipun fá forsætisráðherrann og fjölskylda hans alræðisvald.
1857-1858. Sepoy uppreisnin gegn Bretum í norður Indlandi. Nepal styður Breta.
1858. Jang Bahadur fær titilinn Rana.
1877. Jang Bahadur Rana deyr.
1885. Ranoddip Singh Rana myrtur. Bir Shamser Rana verður forsætisráðherra.
1901. Dev Shamser Rana neyddur til að afsala sér tign. Chandra Samser Rana verður forsætisráðherra.
1914-1918. Þúsundir nepalskra borgara berjast fyrir Breta í fyrri heimsstyrjöldinni.
1923. Vináttusamningur við Breta staðfestir sjálfstæði Nepal og sérstök tengsl við Breska heimsveldið.
1935. Praja Parishad, fyrsti pólitíski flokkurinn í Nepal stofnaður.
1939-1945. Tugþúsundir Nepala berjast fyrir Breta í síðari heimsstyrjöldinni.
1947. Þjóðþing Nepals stofnað við sameiningu Alindveska Nepalþingsins, Nepalfélagsins í Banaras og Gorkha þingsins í Kalkútta.
1948. Padma Shamser Rana forsætisráðherra kynnir fyrstu stjórnarskrá Nepal og segir síðan af sér. Arftaki hans, Mohan Shamster Rana bælir niður stjórnarandstöðuna.
1950. Nepalski þjóðarflokkurinn yfirtekur Nepalska lýðræðisflokkinn og verður Nepalski kongressflokkurinn.
1950-1951. Rana fellur. Tribhuvan nær aftur völdum yfir her og stjórnkerfi. Bráðabirgðastjórnarskrá tekin upp.
1952. Mahendra Bir Bikram Shah Dev konungur kemst til valda.
1955. Nepal gengur í Sameinuðu þjóðirnar.
1956. Fyrsta fimm ára áætlun um efnahagsþróun gengur í gildi.
1959. Mahendra konungur tekur upp nýja stjórnarskrá. Fyrstu almennu kosningarnar í Nepal leiða Nepalska kongressflokkinn til valda og B. P. Koirala verður forsætisráðherra.
1960. Mahendra konungur leysir upp lýðræðislega kjörið þingið og hneppir B. P. Koirala og aðra leiðtoga í fangelsi.
1962. Stríð milli Indlands og Kína. ný stjórnarskrá kemur á panchayat-kerfinu.
1963. Fyrstu kosningar haldnar fyrir panchayat-þing þjóðarinnar.
1972. Birendra Bir Bikram Shah Dev konungur kemst til valda.
1980. Þjóðaratkvæðagreiðsla styður panchayat-kerfið.
1982. B. P. Koirala, leiðtogi Nepalska kongressflokksins, deyr.
1986. Aðrar kosningarnar í fyrir Þjóðarpanchayatið.
1989. Mistekst að endursemja um verslunar- og ferðasamkomulag við Indland og það skaðar efnahaginn.
1990. Ný stjórnarskrá kunngerð eftir árangursríka baráttu Samtaka um endurreisn lýðræðis.
1991. Þingkosningar haldnar. Fyrsta fjölflokkaþingið í 32 ár.
1993. Dieselolíuknúin þríhjól bönnuð í Katmandu vegna mengunarþoku. Það varð til þess að þróuð voru rafknúin þríhjól.
1994. Sameinaða þjóðarfylkingin hunsar kosningar eftir árekstur við Nepalska þjóðarflokkinn sem var við völd.
1995. Miðflokka- og hægristjórn kemst til valda.
1996. Kommúnistar hefja aðgerðir gegn stjórnvöldum.
1997. Lokendra Bahadur Chand verður forsætisráðherra með stuðningi kommúnista.
1999. Uppreisnarmenn Maóista stofna til mannskæðra óeirða í kringum kosningar.
2000. Maóistar stofna til margvíslegra óeirða.
2001. Stjórnarandstöðuflokkarnir efna til þriggja daga verkfalls í maí og krefjast þess að Girija Prasad Koirala forsætisráðherra segi af sér vegna mútuþægni við flugvélakaup. Í júní drap Dipendra krónprins að minnsta kosti 8 manns úr konungsfjölskyldunni áður en hann stytti sér aldur. Gyanendra prins var útnefndur konungur. Dipendra prins hafði drukkið mikið viský og reykt hass áður en harmleikurinn hófst. Girija Prasad Koirala forsætisráðherra sagði af sér og Sher Bahadur Deuba tók við embættinu. Í kjölfarið lýsti stjórnin yfir einhliða vopnahléi og kallaði á uppreisnarmenn Maóísta til friðarviðræðna. Hinir lægst settu fengu aukin réttindi en Maóistar drógu sig út úr friðarviðræðum nokkrum mánuðum síðar. Neyðarástand varð vegna endurtekinna árása Maóista.
2002. Verkföll og áframhaldandi stríðsástand Um 5000 manns hafa fallið frá því uppreisn Maóista hófst fyrir 6 árum. 4. október lýsti Gyanendra konungur yfir því að hann hefði rekið Sher Bahadur Deuba forsætisráðherra frá völdum, frestað kosningum sem áttu að vera í nóvember tekið sér einræðisvald í fyrsta sinn frá því einræði var afnumið árið 1990. Bardagar og árásir Maóista héldu samt áfram út árið
2003. Hundruð manna deyja í miklum kuldaáhlaupum í Nepal, norður Indlandi og Bangladesh. Í mars var ákveðið að sleppa öllum stríðsföngum og hefja friðarviðræður við Maóista.