Pakistan

pk

 

Sagan í hnotskurn ☼Smellið hér☼
Staðsetning og heiti ☼myndir frá Pakistan☼
Pakistan er í Suður Asíu og liggur að Arabíuflóa, milli Indlands í austri og Írans og Afganistans í vestri og Kína í norðri.
Landið er 803.940 ferkílómetrar að stærð.
Langt heiti: Íslamska Lýðveldið Pakistan.
Stutt heiti: Pakistan
Áður fyrr hét Pakistan  Vestur-Pakistan
Þjóðerni: nafnorð: Pakistani, lýsingarorð: pakistanskur.

Hvaðan koma börnin?
Dhanak, Sadaf og Muhammad komu frá bænum ☼Lahoré☼

Landsveffang
Landsveffangið er: pk
Notendur Internetsins: 1,5 milljónir (árið 2002)
Vefsíða frá Pakistan á ☼úrdú☼ og á ☼ensku☼
Á ensku fyrir börn ☼islamicity.org/KidsCorner☼
Höfuðborg ☼myndir☼
Islamabad er höfuðborgin. Karachi er stærsta borgin.
Þjóðhátíðardagur og stjórnarfar
☼hlustaðu á þjóðsönginn☼
Sjálfstæði: 14. ágúst 1947 (frá Bretlandi)
Þjóðhátíðardagur: Lýðveldisdagur, 23. mars (1956)
Stjórnarfar: Sambandslýðveldi
Sendiráð /ræðismaður Pakistans á Íslandi?
Nei

Fjöldi íbúa (2004)
Íbúafjöldi er:  159,196,336
Aldursdreifing: 0-14 ára: 40,2%; 15-64 ára: 55,8%; 65 ára og yfir: 4,1%.
Lífslíkur við fæðingu:konur 62,32 ár; karlar 61,69 ár.
Frjósemishlutfall er 4,29 börn fædd á hverja konu.
Ungbarnadauði: 74,4 börn deyja fyrir hver 1000 fædd.
Þjóðernishópar
Þjóðernisleg samsetning Pakistana er óhemju fjölbreytt, einkum vegna þess að landið er á svæði sem hefur orðið fyrir stöðugum innrásum í aldanna rás.
Þjóðernishópar: Punjabmenn, Sindhi, Pashtúnar (Pathan), Baloch, Muhajir (innflytjendur frá Indlandi frá aðskilnaðinum og afkomendur þeirra)
Trú
Helsta trú í Pakistan er Íslam, sem er trú um það bil 97% þjóðarinnar (Súnní 77%, Sjítar 20%). Hindúismi og Kristni eru helstu minnihlutatrúarbrögðin; aðrir trúarhópar eru sikhar, parsar og fámennur hópur búddista.
Stjórnarskráin skilgreinir Pakistan sem íslamska þjóð en ábyrgist trúfrelsi.
Tungumál ☼Urdu☼
Hið opinbera tungumál í Pakistan er úrdú, en innan við tíundi hluti þjóðarinnar nota það sem fyrsta tungumál.
Punjabi 48%, sindhi 12%, siraiki (afbrigði af punjabi) 10%, pashto 8%, urdu (opinbert) 8%, balochi 3%, hindko 2%, brahui 1%, burushaski og önnur mál 8%, enska (opinbert mál og samskiptamál heldra fólks í Pakistan og flestra ráðuneyta)
Siðir og venjur
Fjölskyldubönd Pakistana eru mjög sterk. Hinir eldri búa oft með börnum sínum og komið er fram við þá af mikilli virðingu. Mikilvægum viðburðum í lífi fjölskyldunnar er fagnað í hópi ættingja og vina.
Pakistanskar fjölskyldur eru yfirleitt stórar því litið er á börn sem gjöf frá guði eða Allah. Eitt mikilvægasta atriði fjölskyldulífsins er að kenna börnunum íslamska trú.

Fjölmiðlar
Dagblað á úrdú  ☼pakistanlink.com/urdu☼
Dagblað, það stærsta á úrdú ☼jang-group☼
Útvarp Pakistan  ☼fm100pakistan.com/fm100/☼ á netinu.
Sjónvarp Pakistan á úrdú  ☼ptvnews.com.pk/urduindex☼ á netinu

Tónlist
Tónlistarvefur ☼Broadway☼
Líf barna.
Hér má skoða myndir af börnum í Pakistan ☼myndir☼

Dhanak 11 ára í móttökudeildinni (árið 2002) benti á tvær pakistanskar vefsíður fyrir börn á urdu: ☼www.urdupoint.com/children/home☼ og
☼www.jang.com.pk/jang/weekly-indexes/index-child.html☼
Einnig benti hún á barnavefsíðu á ensku og 8 tungumálum sem eru skyld urdu. Dhanak segist geta skilið sum þeirra, m.a. hindí.  ☼http://hindi.babloo.com/☼
Skólar
Læsi: 45,7% íbúa sem eru 15 ára eða eldri geta lesið og skrifað. Kynjaskipting: læsi hjá konum 30,6%; læsi hjá körlum 59,8%  (2003)
Skólakerfið: enska er mál hinna menntuðu. Ekki er skólaskylda hjá börnum í Pakistan. Skólakennsla hefur aukist en samt er lestrar- og skriftarkunnátta minni en í flestum nágrannalöndunum. Í borgunum er ætlast til þess af sumum börnum að þau finni sér vinnu til þess að styðja við afkomu fjölskyldunnar. Stjórnvöld hvetja fjölskyldur til að senda börn sín í skóla með því að styðja þau fjárhagslega. Í borgunum fara börn í einkaskóla sem er talið að veiti betri menntun. Börnin læra grundvallaratriði í íslamskri trú og sögu samhliða venjulegum námsgreinum.

Íþróttir ☼cricket.org☼
Hokkí er þjóðaríþrótt Pakistana. Kappreiðar fara fram á veturna í Karachi og Lahorè.
Skíðasvæði er Malam Jabba á Karakoram svæðinu.
Matargerð
Uppskriftir á ☼íslensku☼ ☼ensku☼
Matargerð í Pakistan er blanda af arabískum, tyrkneskum, persneskum og indverskum áhrifum. Roti (brauð), chawal (hrísgrjón), sabzi (grænmeti) og gosht (kjöt) eru hinir fjórir grunnþættir í pakistanskri máltíð. Naan er algengasta tegundin af brauði og er borðað nánast með hverri máltíð. Það er flatt súrdeigsbrauð bakað í tandoor eða leirofni og er yfirleitt keypt til að bæta við heimagerða máltíð. Parathas og chapatis eru kringlótt brauð sem einnig eru vinsæl.
Hrísgrjón eru oft borðuð og yfirleitt soðin á einfaldan hátt. Við sérstök tækifæri er biryani búið til með því að sjóða hrísgrjón í jógúrt og kjötsósu og borið fram með saffran. Kheer, matarmeiri og blautari útgáfa af hrísgrjónabúðingnum, eru soðin með kardimommu, negul og kanel.
Múslímar borða ekkert svínakjöt. Flestir Pakistanar fara stranglega eftir þeirri reglu og forðast jafnvel mat sem eldaður er með svínafeiti. Kjúklingur, geitakjöt og nautakjöt er vinsælt, annaðhvort í karrý eða grillað í tandoor. Meðal sérstakra rétta eru kebab, tikka (kryddaður grillkjúklingur), korma (kjöt í karrý) og pulao (hrísgrjón soðin með mat).
Chai, eða te er mjög vinsæll drykkur á öllum árstíðum, í steikjandi hita eða í svalari mánuðum. Gestum er boðið chai og það er yfirleitt soðið með mjólk, kardimommu, múskati og sykri.
Tíska
Pakistanskt tískutímarit ☼visagepk.com☼ á netinu.
Listir
Listaverkavefur ☼Shahzia Sikander☼. Shahzia Sikander hefur tileinkað sér hefðbundna smámyndagerð Pakistans. Hún er frumherji í því að tengja hefðbundið myndefni og tækni við sína eigin persónulegu sýn, pólitík og kynferði. Hin blandaða útkoma er eins konar súrrealismi.

Veðurfar ☼Veðrið í Pakistan í dag☼
Í suðurhluta landsins eru sumar af heitustu eyðimörkum heims þar sem hitinn getur farið yfir 50°C. Norðan til eru nokkur af hæstu fjöllum heims, snævi þakin árið um kring.
Pakistan er í tempraða hitabeltinu. Sumur eru heit og þurr og vetur svalir. Norðan til getur snjóað og hitastig farið undir frostmark.
Pakistan hefur þrjár árstíðir: vetur (nóvember-mars); sumarið (apríl-júlí), sem er mjög heitt, og monsoontíminn (júlí-september).

Landslag ☼landslagsmyndir☼
Landslag: Flöt Indussléttan í austri, fjöll í norðri og norðvestri, Balochistan hásléttan í vestri.
Hæsti tindur: K2 (Godwin-Austenfjall) 8.611 m
Landnýting og náttúruauðlindir
Náttúruauðlindir í Pakistan eru miklar gasuppsprettur, takmörkuð olía, léleg kol, járngrýti, kopar, salt, kalksteinn.
Landnotkun:
ræktanlegt land: 27,9%
varanleg uppskera: 0,87%
annað: 71,26% (tölur frá 2001)

Dýralíf ☼ljósmyndir af villtum dýrum☼
Ógnir náttúrunnar
Tíðir jarðskjálftar, stundum alvarlegir, einkum í norðri og vestri; flóð í Indus eftir miklar rigningar (í júlí og ágúst).

Atvinnulíf
Iðnaðarvörur: vefjarefni, matvæli, drykkjarvörur, byggingarefni, klæðnaður, pappírsvörur, rækjur.
Landbúnaður, helstu afurðir: baðmull, hveiti, hrísgrjón, sykurreyr, ávextir, grænmeti, mjólk, nautakjöt, kindakjöt og egg.
Útflutningsvörur: vefjarefni (klæðnaður, baðmullardúkar og garn), hrísgrjón, aðrar landbúnaðarafurðir.
Atvinnuleysi í Pakistan er 7,7%. (2003)
Íbúar undir fátæktarmörkum eru 35%. (2001)
Peningar
Gjaldmiðill: Pakistönsk rúpía (PKR)
Fjárhagsár: 1. júlí-30. júní. (ekki almanaksárið eins og í mörgum löndum.)