Mango ís
Frábær eftirréttur sem mjög auðvelt er að gera. Hægt er að nota hvaða ávaxtamauk sem er í staðinn fyrir mango maukið.
Innihald
1 dós niðursoðin mjólk
12 únsur þeyttur rjómi
1 dós Mango mauk (Alphonso)
Blandið öllu maukinu, niðursoðnu mjólkinni og þeytta rjómanum í skál. Setjið í frystinn í um 8 klst.

Naan brauð

6 bollar maida (hvítt hveiti)
6 tsk. mjólkurduft
200 g. olía eða smjörlíki
1 bolli dósamjólk
6 tsk. sykur
2 tsk. lyftiduft
1 egg
3 tsk. ger

Blandið öllu saman og hnoðið í deig.
Setjið rakan klút yfir og látið standa við stofuhita í 2-3 klst.
Skiptið deiginu í 12 jafna hluta.
Breiðið út í flatar chapati álíka þykkar og pizzubotna.
Bakið í ofni við 350’F þangað til brauðið er ljósbrúnt.
Má einnig frysta eftir bakstur til notkunar síðar.