Thailande

 

kort

 

Sagan í hnotskurn ☼Smellið hér☼

Staðsetning og heiti
☼myndir frá Thailandi☼
Landið er í Suðaustur Asíu og liggur að Andamanhafi og Thailandsflóa, suðaustan við Burma. Austan við Thailand er Laos, þar sunnan við Kambódía. Sunnan við Thailand er Malaysía.
Stærð: 514,000 ferkílómetrar
Langt heiti: Kingdom of Thailand / Konungdæmið Thailand.
Stutt heiti:  Thailand (fyrir 1949: Síam).
Þjóðerni: nafnorð: Thai, lýsingarorð: thai.

Hvaðan koma börnin?
Nemendur hafa komið frá   ☼Bangkok☼

Hér geta nemendur talað við jafnaldra sína á spjallrás á thailensku og ensku á ☼thaichatbox.com/☼

Aragrúi af vefsíðum á Thailensku ☼สวัสดี☼
Til að breyta táknum í taílensk tákn er farið í view á stikunni efst á vefsíðunni. Þar er smellt á encoding og more ef yfirlitið birtist ekki í heild sinni. Þar er hægt að breyta táknum eftir tungumálum og er taílenska neðarlega. Smellið á thai og þá breytast táknin sjálfkrafa ef um taílenska vefsíðu er að ræða.

Landsveffang
Landsveffangið er: .th
Notendur Internetsins: 6,031,300 milljónir (2003)

☼seasite.niu.edu/Thai/☼  Hér er hægt að skoða thailenska vefsíðu á ensku

☼sanook.com/☼ Vefur á thailensku
☼boonnart/☼ Vefur á thailensku og ensku
☼tourismthailand.org/☼ Vefur ferðamála í Thailandi
Athyglisverð ☼videosýning☼ um Thailand.
Höfuðborg  ☼myndir☼
Höfuðborgin heitir Bangkok.
Þjóðhátíðardagur og stjórnarfar
☼hlustaðu á þjóðsönginn☼
Sjálfstæði: 1238 (stofnár ríkisins)
Þjóðhátíðardagur: 5. desember. Afmælisdagur Phumiphon konungs (1927).
Stjórnarfar: stjórnarskrárbundið konungdæmi.
Löggjöf: byggð á borgararétti með áhrifum frá fordæmisrétti.
Sendiráð/ræðismaður á Íslandi?
Nei
Thaílenska sendiráðið í Kaupmannahöfn annast sendiráðsstörfin.

Norgesmindevej 18
2900 Hellerup, Copenhagen
Opið 09:00 – 12:00 og 13:00 – 16:00 mán. – fös.
Sími: 45-39 62 50 10

Fjöldi íbúa (2004)
Íbúafjöldi: 64.865.523.
Lífslíkur við fæðingu:konur 73,71 ár/karlar 69,23 ár
Aldursdreifing: 0-14 ára: 24,1% – 15-64 ára: 68,7% 65 ára og eldri: 7,3%
Frjósemishlutfall er 1,89 börn fædd á hverja konu.
Ungbarnadauði: 21,14 börn deyja af 1000 fæddum.
Þjóðernishópar
Thailendingar 75%, Kínverjar 14%, aðrir 11%
Thailenska þjóðin er tiltölulega einsleit. Meira en 85% hennar tala thai mállýskuna og eiga sameiginlega menningu. Þessi meginhluti landsmanna samanstendur af mið-thai (36% þjóðarinnar), thai-lao (32%), norður-thai (8%) og suður thai (8%).

Trú
Búddistar 95%, múslímar 3.8%, kristnir 0.5%, hindúar 0.1%, aðrir 0.6% (1991)
Meira en 90% Thailendinga aðhyllast theravada búddisma og búddismi er sterkasta aflið í menningu þjóðarinnar.
Lótusblómið er tákn búddatrúar fyrir gæsku, hreinleika og visku. Það vex í fenjum með rætur í leðjunni en hið fagra blóm snýr að sólinni. Búddistar trúa því að lótusblómið sé eins og manneskja sem reynir að vera góð, mitt í illsku og þjáningum heimsins.
Thailendingar eru friðelskandi og umburðarlynd þjóð og það eru engin átök milli trúarbragða.

Tungumál ☼thailenska☼
Thai eða  Phasa Thai og enska (annað tungumál hástéttanna og helsta viðskiptamál), svæðisbundnar mállýskur og mál þjóðernishópa.
Tunga mið-thai er kennd í skólum, notuð af stjórnvöldum og er því opinbert tungumál Thailands.
Thailendingar eru stoltir af tungumáli sínu. Það ber uppi menninguna og er tákn um aldalangt sjálfstæði Thailendinga.
Orð samanstanda af einu atkvæði og eru töluð í tóntegundum – lágum, mið, háum, rísandi eða hnígandi. Eitt orð getur haft ýmsar merkingar allt eftir framburði.
Thai er skrifað frá vinstri til hægri en án greinarmerkja og upphafsstafa. Í Thai er ekkert autt bil á milli orða. Stafrófið er ættað frá Indlandi og svipað stafrófi Burma.

Það var búið til af Ramkhamhaeng konungi hinum mikla árið 1283, byggt á fornu sanskrít stafrófi Indverja og Pali og með því að nota gömlu Khmer stafina.

Siðir og venjur

Hið fræga Thai bros er ytri staðfesting á eðlislægri tilhneigingu Thailendinga til að vera vinsamlegir friðflytjendur.
Það er mikilvægt í thailenskri menningu að komast hjá átökum.
Thai brosið hefur ýmsar merkingar, frá því að vera kveðjur, þakkir, svar við kveðju, aðferð til að afsaka sig, aðferð til að komast hjá því að svara og svo mætti lengi telja. Ef falleg Thaistúlka brosir til manns þýðir það ekki að hún sé hrifin af honum. Hún gæti verið að furða sig á fötunum, ljósu hárinu eða bara göngulaginu.

Það er ekki mikils metið í Thailensku samfélagi að láta í ljós tilfinningar gagnvart öðrum, hvorki með reiði né hlátri. Það á sérstaklega við um konur. Yfirleitt setja þær höndina fyrir munninn þegar þær hlæja.
Ekki eru sýnd nein ytri merki um reiði. Hún er byrgð inni. En menn geta sýnt það á fíngerðari hátt með því að neita eða forðast bein samskipti við viðkomandi persónu.
Mikilvægt atriði í daglega lífinu er „SANUK“. Thai fólk hefur mikla ánægju af því að skemmta sér saman. „SANUK“ getur þýtt margt: að borða saman, að vera með vinum og spjalla, að fara út með vinum. Hjá Thai fólki gerist „SANUK“ með hópi fólks.

Það er ekki vinsælt að gagnrýna í samfélagi Thai. Það er byggt á samræmi og samkomulagi. Í verksmiðju á yfirmaðurinn ekki að gagnrýna einn starfsmann fyrir framan alla hina. Það verður að gerast með háttvísi og ekki beinni gagnrýni. Til dæmis eru kennarar aldrei gagnrýndir vegna þess að þeir eru fulltrúar þekkingarinnar.

Þegar farið er í sturtu notar Thai fólkið ekki sama handklæðið fyrir allan líkamann. Það á að nota eitt fyrir höfuðið og efri hlutann og annað fyrir neðri hlutann.
Thai fólk sést sjaldan í sundfötum en syndir frekar í stuttbuxum og bol. Húðin á ekki að verða dökk. Thai fólk kann ekki að meta sólbrúna húð því það er tákn smábóndans. Hafi maður dökka húð þýðir það að maður vinni utandyra. Hið hvíta er tákn fegurðar. Því eltast ferðamenn í Thailandi við sólina til að verða brúnir en heimamenn forðast hana!

Thai samfélagið er enn samfélag fyrir karla. Í skilningi Búddista er það minna metið að vera kona en karl. Konur hafa enn ekki sömu réttindi í samfélaginu og karlar. Fyrir fáeinum árum gátu karlar farið fram á skilnað ef konurnar voru þeim ótrúar en ekki á hinn veginn. Árið 2003 þurfa Thai konur ekki lengur að taka upp ættarnafn eiginmannsins þegar þær giftast. Hlutirnir breytast, en hægt. Thai konur hafa ekki völd en þær eru alltaf höfuð fjölskyldunnar og sjá um börnin og fjármálin.

Grunnurinn að siðvenjum og hefðum Thai fólksins er í fjölskyldunni en uppruni hennar er af tvíhliða uppruna. Eins og hjá Kínverjum og sumum öðrum Asíubúum er hinum ungu skylt að virða hina eldri og og taka umvöndunum foreldra, kennara og búddamunka sem fyrr á tímum voru hámenntuð stétt.

Í Thailandi eru engin eftirlaun þegar fólk hættir störfum. Því eru börnin eini stuðningurinn sem hinir eldri hafa.

Fjölmiðlar
Thailenskt dagblað á ensku ☼Bangkokpost☼ á netinu.
Dagblað á Thailensku ☼dailynews☼ á netinu.

Dagblað í Bangkok á Thailensku ☼thairath☼

Fréttir á thailensku ☼mcot.or.th☼

Útvarp Thailand á ☼ensku☼

Úvarp Bangkok á ensku og thailensku ☼bangkokfm☼

sjónvarp, útvarp ☼radio.iirt.net☼  á thailensku og ensku.
Tónlist og kvikmyndir
Um aldir hefur thai tónlist orðið fyrir áhrifum frá indverskum, kínverskum og khmerískum tónlistarstíl, og hefur mótað sinn eigin hljóm með ljúfum laglínum. Helstu hljóðfæri eru tréblásturshljóðfærið pi, nokkur tekk- og stáltæki eins og ranad ek og ranad thum sem líkjast víbrafón, og gong wong lek, sem eru hljómklukkur.
Thai þjóðlagatónlist er til dæmis lam wong (með léttum upptakti sem fær fólk til að dansa), luk krung (hægari ballöður) og mo’lam (stíll sem er vinsæll norðaustantil í landinu, svipaður rappi).
Hér er hægt að hlusta á thailenska tónlist bæði dægurlaga- og sígilda ☼thai/music☼

☼konungleg tónlist☼

Konungsfjölskyldan er mjög miðlæg í nútímasamfélagi Thai. Konungurinn er tákn þjóðareiningar og verndari velferðar og hefða þjóðarinnar og því er mynd hans uppi á hverju heimili og fyrirtæki um allt land.
☼thaimuzic☼ Vinsæll dægurlagavefur

☼thailandstar☼Vinsælustu stjörnurnar í Thailandi

Það er ódýrt í bíó í Thailandi. Við upphaf hverrar sýningar er þjóðsöngurinn leikinn og allir eiga að standa upp.

☼thaistudents.com☼Kynning á thailenskri kvikmyndagerð

Líf barna
Hér má sjá ☼myndir☼ af börnum í Thailandi.
☼mugglethai.com☼ Harry Potter á thailensku og ensku.
Hér má lesa ævintýri frá Thailandi fyrir börn á thailensku og ensku. Falleg tónlist fylgir sögunum. ☼siamweb.org/thailand/children/☼

Vefsíða sem sýnir myndir af börnum í leik, texti er á thailensku.☼thaiplay☼
Thailenskur unglingur hefur gert síðu fyrir ykkur sem viljið kynnast lífi unglinga í Thailandi ☼http://www.thailandlife.com/☼

☼Leikjavefur☼ fyrir börn á Thailensku

Börn eru mikils metin í Thailandi. Í almenningsvögnum standa fullorðnir oft upp fyrir börnum en ekki fyrir eldra fólki.

Barnadagurinn er haldinn hátíðlegur annan laugardag í júlí. Þá fara börnin út að taka þátt í sérstökum atriðum. Í mörgum kvikmyndahúsum fá börn miða á hálfvirði. Flestir bæir hafa sérstakar barnahátíðir.
Barnadagurinn er haldinn hátíðlegur vegna þess að Thailendingum finnst börnin vera sérstök uppspretta velsældar fyrir landið. Thai spakmæli segir, „Börnin eru framtíð þjóðarinnar, ef börnin eru gáfuð mun landinu vel farnast.“
Skólar
☼http://www.moe.go.th/☼ Hér má skoða vef menntamálaráðuneytisins á thailensku

Læsi miðað við íbúa 15 ára og eldri: 92,6%. Konur 90,5%, karlar 94,9%. (2002)
Skólakerfið: Opinber menntun er ókeypis og skylda fyrir öll börn á aldrinum 6 til 12 ára.
Flest börn milli þriggja og fimm ára fara í forskóla. Grunnskólinn er fyrir börn 6 til 12 ára, miðskóli fyrir 12 til 15 ára og framhaldsskólinn fyrir 15 til 18. Til sveita hætta mörg börn í skóla strax eftir skyldunámið til að geta hjálpað fjölskyldum sínum.
Thai börn læra það sama og flest börn annarsstaðar í heiminum, stærðfræði, vísindi, félagsfræði, tungumál, listir og líkamsmenntir.
Ef foreldrarnir eiga ekki nóga peninga geta börnin ekki farið í skóla. Stundum hafa foreldrarnir ekki efni á að kaupa skólabúninga, hvítar skyrtur, bláar buxur eða pils og hvíta sokka – og taka þau þá úr skólanum frekar en að þola þá skömm að börnin þeirra fari í skólann án búnings.
Skólarnir taka tíma til trúariðkana. Í flestum skólum eru musteri og Búddalíkneski. Ekki má vera í skóm í kennslustofum. Nemendur klæðast einkennisbúningum og þurfa að láta skera hár sitt í hverjum mánuði. Drengir verða að vera burstaklipptir og stúlkur stuttklipptar.
Fyrri önn skólaársins er frá maí til október. Eftir þriggja vikna leyfi hefst seinni önnin, í nóvember, og endar í mars. Sumarleyfi er frá mars og þangað til í maí. Kennt er frá mánudögum til föstudaga, yfirleitt um sex kennslustundir á dag.
Þjóðsöngnum er útvarpað í skólunum klukkan 8 að morgni og 6 að kvöldi. Börnin skipa sér í röð þegar þau heyra þjóðsönginn og á eftir er bænastund. Þá standa börnin með lófana saman í wai.
Umferðin er mjög hæg í þrönginni á götum Bangkok. Þess vegna fara margir foreldrar af stað með börn sín sofandi snemma á morgnana. Þeir klæða börnin og gefa þeim að borða þegar þeir koma með þau í skólann.
Kennarar eru nánast tilbeðnir í Thailandi vegna þekkingar sinnar. Nemendur þora ekki að trufla kennara sinn eða koma honum úr jafnvægi.
Thai börnin læra með því að endurtaka aðalatriði. Þannig eru þau ekki menntuð til að breyta hlutum eða til að koma fram með eitthvað nýtt.

Hér er hægt að kynnast skólalífi í Thailandi á vefsíðu ☼Sriwittayapaknam skólans☼

Skólinn hefur einnig skólavef á ☼thailensku☼

 

Íþróttir
Árið 1996 vann Thailand sín fyrstu gullverðlaun á Ólympíuleikum. Thai boxari sigraði, ekki í Thai boxi heldur enskum hnefaleikum.

Thai frímerki um fyrsta Ólympíugullið.
Hið heimsfræga Thailenska sparkbox er mjög vinsælt. Sparkboxarar mega nota fætur, olnboga og axlir.
Thailendingar elska knattspyrnu og geta horft á evrópska knattspyrnu í sjónvarpi. Manchester United er vinsælasta félagið. Landsliðið er líka vinsælt vegna þess að það vann úrslitaleik Asíuleikanna árið 1997. Kiatisak Senamuang, kallaður „Zico“ er fyrsti thailenski knattspyrnumaðurinn til að leika utan Thailands. Árið 1999 lék hann á Englandi.
Vefur um fótbolta ☼thaifootball.com☼
Thailensk boltaíþrótt sem nefnist takraw er mjög vinsæl. Hann er líkur blaki en menn nota fætur í stað handa sem krefst mikillar fimi.

Flugdrekaflug er mjög vinsælt og einnig kappróðrar á langbátum á ám nærri bæjum og borgum. Við ströndina tíðkast vatnaíþróttir eins og sund, siglingar og brettasiglingar.
Matargerð
Uppskriftir á : ☼íslensku☼ ☼thailensku☼ ☼ensku☼

Hrísgrjón eru grunnréttur á Thailandi og borðuð með flestum réttum.
กินข้าวแล้วหรือยัง þýðir „Have you already eaten ?“ sem þýðir það sama og „hvernig hefurðu það“ í daglegu máli.
Matur er mikilvægur hluti daglegs lífs og fólk talar mikið um næstu máltíð.
Thailendingar njóta þess að borða og gera það alltaf við vinalegar og þægilegar aðstæður. Það eru engar strangar reglur um hvernig borið skuli fram eða borðað. Eftir einfaldan morgunmat með súpu eða steiktum hrísgrjónum borða margir Thailendingar hádegismat með hrísgrjónarétti eða núðlusúpu með stökkum, steiktum núðlum. Allan daginn eru borðaðar millimáltíðir og snakk. Aðalmáltíðin er um kvöldið, oft með vinum og ættingjum.
Mikilvægustu kryddin eru chili, súraldin, sítrónugras, hvítlaukur, engifer, fiskisósa og pálmasykur. Þeim er blandað vandlega í hvern rétt svo ekkert bragð yfirgnæfi annað svo gott jafnvægi náist milli styrkleika hins súra, sæta og salta. Þetta samræmi gefur sérstaklega ferskt og hreint bragð sem er mjög einkennandi fyrir thai rétti.
Aðferðirnar í eldhúsinu eru hollar og nærandi. Smáskömmtum af mögru kjöti, fuglakjöti, fiski og skeldýrum er blandað saman við mikið af hrísgrjónum, grænmeti og ávöxtum. Maturinn er lagaður fljótt og létt svo næringarefnin varðveitast.

Tíska í Thailandi

Fréttir um  tísku á thailensku og ensku
☼thailandfashion.net/☼
Föt eru mjög mikilvæg í Thai samfélagi. Margir útlendingar skilja ekki hvers vegna Thailendingar klæðast buxum frekar en stuttbuxum, langerma skyrtum og bindi í svo heitu veðri. Það er vegna þess að útlitið er svo mikilvægt og segir svo mikið um persónuna. Á hinn bóginn eru Thailendingar hissa á klæðnaði útlendinga.

Julie Thai baðmull og silki
Vefsíða Julie sem gerir föt úr baðmull og silki ☼julie.co.th☼
☼thaitv3.com☼ Vefsíða um fegurðardrottningu Thailands.
Listir

☼gallery/bkkuni/☼ Listaháskólinn í Bangkok. Hér má skoða listasýningar í Bangkok frá árinu 1999. Afar áhugaverður vefur

Thai dans er heimsfrægur.
Grímudansinn „khon“ er hefðbundnastur allra sviðslista í Thailandi . Hann er leikur byggður á Ramakien, sem er epísk saga um stríðið milli góðs og ills.
Vel þjálfaðir dansarar sýna og leikarar klæðast glæsilegum búningum og grímum. Sagan er sögð af kór sem stendur til hliðar við leiksviðið. undir leikur klassísk phipat hljómsveit með slagverki, trommum og blásturshljóðfærum .

Myndlist
Fínasta húsagerðarlist Thailands er í hinum stórfenglegu musterum, einkum Wat Phra Keo (Musteri smaragðsbúdda) í Bangkok. Upphaflega var Thai málaralist takmörkuð við musteri, torg, híbýli og myndskreytingar í bókum.

☼hqartgallery☼ Hér má skoða verk ungra listamanna sem mála á pappír:

☼artisan/1999/ex_eyes/index.html☼ „Veröldin séð með augum barna“

Veðurfar ☼veðrið í Thailandi í dag☼
Hitabeltisloft, rigningasamt, heitt og skýjað í monsúnvindum á suðvestan frá miðjum maí fram í september. Þurrir, svalari norðaustan monsúnvindar frá nóvember fram í miðjan mars. Regntími er frá júní til október en regndembur vara sjaldan lengur en tvo tíma í einu. Alltaf er heitt og rakt á eiðinu í suðri.

Landslag ☼landslagsmyndir☼
Í norðri eru skógi vaxin fjöll. Khorat Plateau hásléttan í austri.  Um miðbikið eru sléttur og sunnar strendur og eyjar.
Hæsti tindur: Doi Inthanon 2,576 m.
Landnýting og náttúruauðlindir
Náttúruauðlindir: tin, gúmmí, jarðgas, wolfram, tantal, timbur, blý, fiskur, gifs, brúnkol, flússpat, ræktarland.
ræktanlegt land: 29,36%
varanleg uppskera: 6,46%
annað: 64,18% (2001)
Dýralíf  ☼myndir☼
Fyrir einni öld síðan reikuðu um frumskóga Thailands hundruð þúsunda fíla en vegna eyðingar skóga og veiðiþjófnaðar eru fílarnir nú færri en 5.000. Í Thailandi eru 96 þjóðgarðar, 100 friðlönd og 65 skógargarðar. Samt sem áður halda veiðiþjófar áfram að drepa tígrisdýr, hlébarða og svartbirni. Thailand er einnig heimkynni óvenjulegra fugla, þar á meðal eru lauffuglar með appelsínugulan kvið, fjólublá fenjahænsni og málaðir storkar.
Ógnir náttúrunnar
Landrýrnun á Bangkoksvæðinu vegna þurrka og vatnsskorts.

Atvinnulíf
Landbúnaður: hrísgrjón, kassavarunnar (tapíókamjöl), gúmmí, maís, sykurreyr, kókoshnetur, sojabaunir.
Iðnaður: ferðamannaiðnaður, vefjarefni og fatnaður, landbúnaðarvörur, drykkjarvörur, tóbak, sement, léttur iðnaður eins og skartgripir, rafmagnsvörur, tölvur og tölvuhlutar, samrásir, húsgögn, plastvörur. Thailand er næststærsti wolframframleiðandi í heimi og þriðji stærsti tinframleiðandinn.
Útflutningur: tölvur, viðtæki, sjávarfang, fatnaður, hrísgrjón
Atvinnuleysi: 2.2% (2003)
Undir fátæktarmörkum: 10,4% (2002)