Fyrir 400 milljónum ára var landið sem nú er Lettland staðsett nærri miðbaug, áður en landrek hófst norður á bóginn.
10.000 f. Kr. Ísaldarjöklar sem höfðu þakið allt svæðið tóku að hopa til norðurs svo svæðið varð brátt byggilegt mönnum.
2000 f. Kr. Forfeður Letta setjast að á strönd Eystrasalts. Kúrónar, Latgallar, Semgallar og Finnsk-úgrískir Livar aðlagast síðar og verða Lettar.
1190 e. Kr. Fyrstu kristnu trúboðarnir snúa nokkrum Lettum. Samkvæmt einni frásögn stukku Lettar í ána að þvo af sér skírnina um leið og Þjóðverjarnir voru farnir. Rúmum 20 árum síðar tókst að kristna Letta.
1201 e. Kr. Örlagaár í lettneskri sögu. Að skipum páfa leggja þýskir krossfarar Lettland undir sig undir forystu Alberts biskups von Buxhoevden frá Bremen. Riga er stofnuð og verður aðalbækistöð fyrir frekari landvinninga Þjóðverja við Eystrasalt. Þjóðverjar stjórna næstu 700 árin.
1282. Riga gengur í hið öfluga bandalag Hansakaupmanna.
1561. Pólverjar leggja undir sig suður Lettland. Kaþólsk trú festir rætur.
1629. Svíar leggja undir sig hluta Lettlands og Riga þar með. Það hefur félagslegar umbætur í för með sér. Nú er talað um þennan tíma sem góða sænska tímabilið. Riga verður stærsta borg Svíaveldis.
1640 og næstu ár á eftir. Lettneski hertoginn Jakob kostar leiðangur þar sem nýlendan Tobago var stofnuð í Karíbahafi. 2000 Lettar setjast þar að.
1710. Lettar lenda undir stjórn Rússa. Pólverjar létu þann hluta Lettlands sem þeir stjórnuðu af hendi við Rússa 80 árum síðar. Þjóðverjar fá aftur forréttindi sem þeir misstu þegar Svíar stjórnuðu.
1812. Herforingjar fyrirskipa að úthverfi Riga verði brennd í varnarskyni því þeir óttuðust árás frá Napóleon.
1816. Aldagamalt kerfi bændaánauðar afnumið.
1860-1885. Þjóðernisvitund Letta eykst. Í kjölfarið eru rússnesk ítök efld.
1905. Fátækir smábændur láta reiði sína bitna á eystrasaltsþýskum landeigendum. Lettneskir uppreisnarmenn drepa 600 manns, þar af 100 þýska aðalsmenn. Rússneska keisaralögreglan kæfir ofbeldið og flytur burt þúsundir manna sem tóku þátt í því.
1918. Lettar hafa reynt að þrýsta á um sjálfstæði innan þess sem þeir töldu að yrði lýðræðislegt Rússland. En þegar þeir finna fyrir hörku Sovétríkjanna lýsir Lettneska þingið yfir sjálfstæði. Lettar hrekja þýskar og sovéskar hersveitir til baka með aðstoð Breta og Eista. Næstu tvö árin er borgarastríð.
1920. Gagnstætt öllum líkum öðlast Lettar sjálfstæði eftir friðarsamninga við Sovétrússland. Mitt í hörmungum eftirstríðsáranna er land tekið af þýskum aðalsmönnum og úthlutað til fátækra.
1921-1940. Velgengni Letta eykst og þeir flytja út mikið af landbúnaðarafurðum. Riga verður eftirlætisfundarstaður vestrænna og sovéskra njósnara.
1934. Karlis Ulmanis tekur sér alræðisvald eftir tímabil óstöðugra ríkisstjórna.
1939. Hitler og Stalín skipta upp Evrópu með Molotov-Ribbentropsamningnum og Eystrasaltslöndin lenda á áhrifasvæði Sovétríkjanna. Áður höfðu Lettar getað egnt saman Rússum og Þjóðverjum en nú eru þeir beinlínis í klóm Rússa með þegjandi samþykki Þjóðverja.
1940. Þegar nasistar ráðast á Frakkland hertaka Sovétmenn Lettland og hefja brottrekstur fólks úr landi. Lettland er innlimað í Sovétríkin ásant hinum tveim Eystrasaltslöndunum, Eistlandi og Litháen.
1941. Fyrstu fjöldabrottvísanirnar úr landi sem hersveitir Stalíns standa fyrir og beinast að efstu lögum samfélagsins. Aðrir eru dregnir út úr fangaklefum og skotnir. Síðar á árinu hernema Þjóðverjar Lettland og hefja fjöldamorð á lettneskum Gyðingum. 25.000 manns voru myrtir í Rumbula rétt fyrir utan Riga.
1944. Sovétmenn hernema Lettland aftur. Þúsundir manna, þar á meðal 2/3 menntamanna þjóðarinnar, flýja til vesturlanda.
1949. Önnur bylgja brottvísana úr landi. Milli 1940 og 1949 missir Lettland 35% þjóðarinnar í stríði, brottvísunum, útlegð og fjöldamorðum.
1986/7. Umhverfissinnar og þjóðernissinnar hefja fyrstu opinberu mótmælin gegn sovéskri stjórn.
1988. Þjóðfylkingin stofnuð til að berjast fyrir sjálfstæði.
1989. Lettar taka þátt í mótmælum um öll Eystrasaltslöndin til að minnast leyniskjala í Molotov-Ribbentropsamningnum sem kom löndunum undir Sovétríkin.
1990. Sovésk-lettneskt þing tilkynnir breytingar í átt til sjálfstæðis. Hæstiréttur (þing) Lettlands lýsir yfir lagalegu sjálfstæði Lýðveldisins Lettlands. Ivars Godmanis úr Þjóðfylkingunni verður forsætisráðherra.
1991. Í janúar ráðast Omon, sovéskar lögreglusveitir, á innanríkisráðuneytið í Riga og sex manns falla. Í kjölfarið hrynur veldi Sovétríkjanna í Eystrasaltslöndum. Í mars samþykkir yfirgnæfandi meirihluti sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu. Í ágúst, á meðan valdaránstilraun stendur yfir gegn Gorbachev í Moskvu, leggur Omon aftur til atlögu og drepur aftur sex manns. Æðstaráðið lýsir yfir fullu sjálfstæði og í September fær Lettland aðild að Sameinuðu þjóðunum. Í nóvember voru samþykkt lög um ríkisborgararétt þeirra sem hann höfðu fyrir 1940 og afkomenda þeirra.
1993. Stjórnarskráin frá 1922 endurreist. Í júní vour fyrstu sjálfstæðu kosningarnar til Saeima, hundrað sæta þings Lettlands, og í júlí var Guntis Ulmanis kosinn forseti.
1994. Síðustu sovésku hersveitirnar yfirgefa Lettland í ágúst.
1995. Lettland fær aðgang að Evrópuráðinu.
1999. Fyrsti kvenforseti í Austur Evrópu, Vaira Vike-Freiberge kosin forseti og tekur við embætti af Guntis Ulmanis. Forn þjóðtrú segir að landið myndi blómsta þegar kona kæmi til valda. Hagvöxtur vex frá 0 og upp í 5%.
2001. Riga fagnar 800 ára afmæli.
2002. Þingið breytir kosningalögum þannig að rússneski minnihlutinn fær kosningarétt, svo landið eigi möguleika á aðild að NATO. Lettlandi boðin aðild að NATO og Evrópusambandinu