Serina smákökur
250 g hveiti
2 teskeiðar lyftiduft
2 teskeiðar vanillusykur
150 g smjör
100 g sykur
1 egg
Sigtið saman hveitið, lyftiduftið og vanillusykurinn og hnoðið smjörið saman við. Bætið við sykri og pískuðu eggi. Hnoðið vandlega og og rúllið í sívala lengju. Skerið í sneiðar og hnoðið úr þeim litlar kúlur. Setjið þær á bökunarplötu og þrýstið mjúklega niður með gaffli. Penslið með eggi og stráið söxuðum möndlum eða grófum sykri yfir. Bakið við 175°C.

Lefsur frá Numedal
2 l nýmjólk
250 g ósaltað smjör
250 g svínafeiti
2 kg hveiti
2 matskeiðar sýrður rjómi
2 eggjarauður
Setjið mjólk, smjör og svínafeiti í pott og látið suðuna koma upp. Bætið við því sem á vantar og hnoðið. Skerið deigið í klumpa og breiðið þá út þunna. Setjið smjörpappírsarkir á milli þangað til búið er að breiða allar kökurnar út. Steikið á heitri pönnukökupönnu, hvítu hliðina fyrst. Geymið í klút til að halda rakanum. Setjið smjör á hvítu hliðina á lefsunni og brjótið tvisvar saman. Geymist á svölum stað.