Rússnesk Borsch

Hráefni:
400 g nautakjöt
2 meðalstórar rauðrófur
200 g hvítkál
4 litlar kartöflur
1 gulrót
2 tómatar
1 tsk edik
salt og pipar
steinselja, dill og vorlaukur
Aðferð:
Setjið kjötið í stóran pott með 3 l af köldu vatni. Komið upp suðu og lækkið síðan hitann. Fjarlægið fituna og froðuna af yfirborðinu með skeið. Bætið einum lauk út í. Eldið við lágan hita í 1-2 klst.
Bræðið 1 msk af smjörlíki á pönnu. skerið rauðrófurnar í ræmur og setjið á pönnuna. Bætið tómatþykkni eða hökkuðum tómötum útí. látið malla við lágan hita í klukkustund. Ef það er ekki nægur vökvi má bæti við kjötsoði. Bætið ediki útí.
Bræðið msk smjörlíki á pönnu og steikið laukinn og gulræturnar í þunnum ræmum. Setjið lok yfir og steikið í 15 mínútur en hrærið í við og við.
Hitið kjötsoðið þangað til það sýður. Bætið við söxuðu hvítkáli og kartöflum skornum í strimla. Sjóðið í 5 mínútur. Bætið síðan steiktu grænmetinu út í og sjóðið í 10 mínútur í viðbót. Bætið rauðrófunum útí og sjóðið í enn aðrar 5 mínútur. Salt og pipar og krydd. Ef þess er óskað má bæta um 5 g af pressuðum hvítlauk.
Borsch er borin fram með sýrðum rjóma.
Ljúffeng súkkulaðikaka, algjört hnossgæti.
1 kg af kartöflum
2 egg
smá svartur pipar
2 matskeiðar af olíu
1 glas af sýrðum rjóma
Rífðu flysjaðar kartöflurnar á rifjárni með litlum holum. Bættu við eggjum, salti og pipar. Hrærðu vel (helst með tréskeið). Settu olíu á pönnuna og settu með skeiðinni litlar pönnukökur á hana. Steiktu á báðr hliðar þar til pönnukakan er tilbúin. Deroony er brið fram með sýrðum rjóma. Stundum eru þær notaðar sem meðlæti með kjötréttum.