862 – Víkingur að nafni Rúrik kom til Rússlands og stofnaði fyrstu rússnesku konungsættina og ríkið (Russ eða Rhos) í Novgorod sem er í norðvestur Rússlandi.
882 – Eftirmaður Rúriks, Oleg, flutti höfuðborgi ríkisins í Kænugarð (Kiev) sem nú er í Úkraínu. Ríkið varð þekkt sem Kievan Rus.
988-9 – Vladimir mikli, hertogi af Kiev, gerist kristinn og kristnar þjóð sína um leið.
1169 – Prinsinn Andrei Bogolubski flytur höfuðborgina til Vladimir, nærri Moskvu.
1237 – 1240 – Mongólskir herir undir stjórn Batu Kahn ráðast inn í Rússland og leggja ríkið í rúst. Stuttu áður hafði Kievan Rus liðið undir lok og þetta tvennt varð til þess að austur-slavnesku þjóðirnar skiptust í þrennt og Stórhertogadæmið í Moskvu varð til.
1271 – Moskva varð höfuðborg Stórhertogadæmis Suzdals Vladimirs.
1380 – Dmitri Donskoi sigrar Mongólana og verður stórhertogi Moskvu.
1462 – 1505 – Ivan III (mikli) innlimar nærliggjandi svæði inn í ríki sitt og gerir Moskvu að alræðisríki.
1547 – Ivan IV (Ivan grimmi) er krýndur fyrsti tsar (keisari) Rússlands. Þá hafði hann þegar þanið út einveldið og innlimað Síberíu.
1589 – Rússneska réttrúnaðarkirkjan verður sjálfstæð eining og skilur sig frá öðrum réttrúnaðarkirkjum.
1605 – 1613 – Pólverjar ráðast inn í Rússland.
1613 – Mikael Romanov verður keisari og stofnar keisaraætt sem ræður ríkjum allt til 1917.
1689 – 1725 – Pétur hinn mikli Rússakeisari stofnar sjóher og nýjan, nútímalegri landher, stuðlar að vestrænni menningu og leggur þannig grunninn að Rússneska keisaraveldinu. Byggir nýja höfuðborg, Sankti Pétursborg.
1762 – 1796 – Katrín mikla gerir Rússneska keisaraveldið að sterkasta aflinu á meginlandi Evrópu.
1812 – Napóleon Frakklandskeisari ræðst inn í Rússland. Grimmilegur rússneskur vetur og viðnám Rússanna tortímdi nánast herjum Frakkanna.
1855 – 1881 – Stjórnartíð Alexanders II. Meðan hann var við völd leysti hann alla þræla og smábændur úr ánauð (1861) og kemur af stað umbótum í ríkinu.
1904 – Rússar tapa í stríði við Japana. Það kemur af stað byltingu (1905) sem neyðir Nicholas II til að koma á fót þjóðkjörnu fulltrúaþingi (Duma) og samþykkja stjórnarskrá.
1914 – 1917 – Fyrrir heimsstyrjöldin. Rússland stórtapar fyrir herjum Þýskalands og Austurríkis. Siðgæði þjóðarinnar hrynur og bylting brýst út.
1917 – Rússneska byltingin. Verkamannaflokkur Bolsjevíka undir stjórn Leníns og Trotskys tekur við völdum. 1918 er Nicholas II, keisari, og fjölskylda hans, myrt. Höfuðborgin flyst aftur til Moskvu.
1918 – 1921 – Rauði hryllingurinn (útskýra nánar?)
1922 – Rússland verður hluti af Sovétríkjunum (Советский Союз) (Sambandsríki sósíalískra Sovétlýðvelda), skammstafað U.S.S.R á ensku, ásamt Úkraínu, Hvíta Rússlandi, Georgíu, Aserbaídsjan og Armeníu.
1924 – 1929 – Jósef Stalín nær völdum og gerir Sovétríkin að iðnaðar- og hernaðarveldi.
1929 – 1953 – Milljónir láta lífið í hreinsunum Stalíns, mest Gyðingar og Úkraínumenn. Í Síðari Heimsstyrjöld berjast Sovétríkin fyrst með Þjóðverjum en eftir að Hitler réðist inn í Rússland 1941 skiptu þau yfir til Breta og Bandaríkjamanna. Að styrjöld lokinni hernema Sovétríkin lönd í Austur Evrópu og koma þar á fót leppstjórn.
1948 – Kaldastríðið byrjar. Samskipti Bandaríkjanna og Sovétríkjanna hanga á bláþræði því að Bandaríkjamenn telja að kommúnistastjórn Sovétríkjanna í Austur Evrópu ógni öryggi Bandaríkjanna.
1949 – Sovétríkin sprengja sína fyrstu kjarnorkusprengju.
1953 – 1956 – Stalín deyr. Nikita Khrushchev verður aðalritari Kommúnistaflokksins og fordæmir Stalín.
1961 – Júrí Gagarín verður fyrstur manna til að ferðast út í geim.
1978 – 1982 – Sovétríkin ráðast inn í Afganistan.
1985 – 1991 – Mikhail Gorbachev kemst til valda og byrjar að endurskipuleggja Kommúnistaflokkinn og ríkisstjórnina. Endurbæturnar leiða til hruns Sovétríkjanna. Fimmtán lýðveldanna, þ.á.m. Rússland, lýsa yfir sjálfstæði. Boris Jeltsín er skipaður og síðar kosinn forseti Rússlands.
1994 – 1996 – Rússar eiga í blóðugu stríði við Tsjetsjeníu.
1998 – Rússneski verðbréfamarkaðurinn hrynur og hagkerfið fellur saman.
1999 – 2000 – Seinna stríðið við Tjestsjeníu. Vladimir Pútín kosinn forseti.