Sagan í hnotskurn ☼Smellið hér☼

Staðsetning og heiti ☼myndasería☼
Landið er 77.474 ferkílómetrar að stærð.
Langt heiti: Republika Srbija / Lýðveldið SerbíaStutt heiti: Srbija / Serbía
Serbía var stærsti og fjölmennasti hluti Júgóslavíu á dögum hennar frá 1918 til 1992.
Serbía er staðsett í suðaustur Evrópu, á milli Makedóníu og Ungverjalands, en landið á landamæri að alls átta löndum, Makedóníu, Ungverjalandi, Rúmeníu, Króatíu, Bosníu og Hersegóvínu, Búlgaríu, Kosovo og Svartfjallalandi.
Ásamt Svartfjallalandi myndaði Serbía hið laustengda bandalag Serbía og Svartfjallaland. Árið 2006 samþykktu Svartfellingar yfirlýsingu sjálfstæðis í þjóðaratkvæðagreiðslu og lýsti landið yfir sjálfstæði seinna sama ár.

Hvaðan koma börnin?
Nemendur komu frá ☼Belgrad☼

Landsveffang
Landsveffangið er: .rs
Notendur Internetsins: 4,1 milljónir
Höfuðborg  ☼myndir☼
Höfuðborgin heitir Belgrad (1,1 milljón íbúa)

Þjóðhátíðardagur og stjórnarfar ☼hlustaðu á þjóðsönginn☼
Sjálfstæði: 3. Júní 2006, frá Svartfjallalandi
Þjóðhátíðardagur: 15. febrúar
Stjórnarfar: Lýðræði
Þing: Þjóðþing, 250 fulltrúar kosnir samkvæmt flokkslistum og sitja þeir á þingi í 4 ár í senn.

Sendiráð /ræðismaður Serbíu á Íslandi?

Sendiráð: Drammensveien 105
NO-0244 Osló
Sími: 2308 6857 / 58
Telefax: 2255 2992
Netfang: ambasada@serbianembassy.no

Sendiherra: His Excellency Mr. Milan Simurdić 2011

Sendiráðsritari: Hr. Ivo Vojvodić

Fjöldi íbúa

Íbúafjöldi er: 7,310,555.
Aldursdreifing: 0-14 ára: 15,1% 15-64 ára: 68,5% 65 ára og yfir: 16,5%
Lífslíkur við fæðingu: Konur: 77,34 Karlar:71,49
Frjósemishlutfall: 1,4 börn fædd á hverja konu.
Ungbarnadauði: 6,52 af hverjum 1000 fæddum börnum deyja.

Þjóðernishópar
Serbar: 82,9% Ungverjar: 3,9% Sígaunar: 1,4%
Júgóslavar: 1,1%  Bosníumenn: 1,8% Svartfellingar: 0,9%
Aðrir: 8,0%

Trú

Serbneskir rétttrúnaðarsinnar 85%, Kaþólskir 5%, Mótmælendur 1,1%, Múslimar 3,2%, ógreint 2,6% og trúlausir eða annað 2,6%.
Serbía er mjög fjölbreytt þegar kemur að trú, og hefur stormasöm saga landsins á nítjándu og tuttugustu öld skilið eftir trúarleg ummerki víða um landið. 1990 voru nokkrar moskur og kirkjur opnaðar aftur og enn eru nokkrar opnaðar á ári hverju.

Tungumál ☼serbneska☼

Í Serbíu eru töluð nokkur tungumál, en serbneska er opinbert tungumál Serbíu, og tala 88,3% þjóðarinnar tungumálið. Af öðrum tungumálum má nefna ungversku (3,8%), bosnísku (1,8%) og romany (1,1%).
Að auki eru rúmenska, ungverska, slóveníska, úkraínska og króatíska öll opinber tungumál í Vojvodina, sem er hérað í norðanverðri Serbíu.

Serbneska er einnig opinbert tungumál í Bosníu og Hersegóvínu og Kósóvó. Hún er einnig töluð í öðrum nærliggjandi löndum af minnihlutahópum.

Siðir og venjur

Íbúar Serbíu eru þekktir fyrir mikla ættjarðarást og þeir leggja mikið upp úr tengslum fjölskyldu og kunningja.
Þessa miklu ættjarðarást má rekja meðal annars til viðbragða við
atburðanna sem orðið hafa í kringum landið seinustu áratugi, en eins og lesa má í umfjöllun um sögu landsins hafa Serbar lent í miklum útistöðum við aðrar þjóðir vegna árekstra þeirra við Kósóvó. Félagsleg bygging samfélagsins hefur riðlast vegna upplausnar Júgóslavíu og eru Serbar því farnir að sýna varkárni þegar kemur að samskiptum við utanaðkomandi.
Serbar heimsækja sína nánustu oft því fjölskyldutengslin eru afar sterk. Venja er að heilsa skyldmennum með handabandi, og konur kyssa hvor aðrar á kinn þrisvar þegar þær heilsast.
Gestir koma oft með gjafir við sérstök tilefni eins og afmæli, en það er talin ókurteisi að opna gjafirnar ef gesturinn sem gaf hana er enn í heimsókn.
Venjuleg fjölskyldustærð er foreldrar með eitt til tvö börn og afar og ömmur hjálpa oft við ummönnun barnabarnanna, og síðan sjá fullorðin börn þeirra um þau þegar þau verða gömul eða veik.
Þvingað brúðkaup tíðkast ekki í Serbíu og ungt fólk velur maka sína sjálft. Brúðkaupsaldurinn er í kringum tuttugu ára.
85% Serba tilheyra rétttrúnaðarkirkjunni, og eru jólin hjá þeim því á öðrum tíma en til dæmis hjá okkur hér á Íslandi þar sem þau fylgja júlíanska tímatalinu. Jólanótt, eða badnje vece, er sjötta janúar, og fasta serbar í 40 daga fyrir þann dag. Veisla Sankti Nikuláss er 19. desember, en það er dagurinn sem börn fá gjafir.
Gömul hefð er fyrir því að koma með jóladrumb inn í húsið, badnjak. Í gamla daga tóku feður elsta son sinn með út í skóg og hjuggu þeir niður þennan drumb af eikartré, en nú er algengara að fólk fari og kaupi drumbinn í búð. Jólatré eru ekki hefðbundin í Serbíu, en vegna vestrænna áhrifa eru þau að verða algeng á serbneskum heimilum.

Aðrir siðir
Ef beðið er um óskalag, þá er viðkomandi tónlistarmanni borgað á skemmtilegan hátt, annað hvort er seðill settur á háls hljóðfærisins eða peningur festur á enni tónlistarmannsins!
Á páskum í Serbíu er siður að fara í eins konar leik með eggjum, og gengur hann út á að hver og einn þátttakandi fær eitt egg, og er þeim síðan slegið saman þangað til eitt þeirra brotnar. Sigur vinnst síðan með því að vera með síðasta eggið óbrotið.

Fjölmiðlar
☼rts.rs☼ á serbnesku
☼politika.rs☼ á serbnesku

Tónlist og kvikmyndir
Í Serbíu er löng hefð fyrir tónlist. Í hefðbundinni serbneskri þjóðlagatónlist má oft heyra í sekkjapípum, flautum, trompetum, trommum, symbölum og lútum.
Lagahöfundurinn Stevan Stojanovic Mokranjac er sagður vera einn mikilvægasti upphafsmaður serbneskar tónlistar nútímans. Stevan, sem fæddist árið 1856, kenndi tónlist og safnaði lögum úr serbneskri tónlistarsögu. Hann var síðan skólastjóri fyrsta serbneska tónlistarskólans og einn stofnenda Söngbandalaganna.
Popptónlist í Serbíu er einnig þekkt og meðal þekktra flytjenda má nefna Zdravko Colic, Alexöndru Kovac og Jelenu Tomasevic. Á alþjóðagrundvelli má nefna sigur Serbíu í Eurovision söngvakeppninni árið 2007, en þá flutti Marija Serifovic lagið Moltiva.
Í kvikmyndum má nefna serbneska leikstjórann Emir Kusturica, en hann hefur unnið til margra verðlauna fyrir myndir sínar, þar á meðal gullpálmann á Cannes kvikmyndahátíðinni fyrir myndirnar When Father Was Away on Business og Underground.

Líf barna ☼myndir☼ af börnum í Serbíu.
Serbnesk börn þurfa oft að vakna mjög snemma til að hefja annasaman dag. Það er ekki óalgengt að börn sem eiga heima í strjálbýli þurfi að vakna í kringum 5 eða 6 til að sinna verkum tengdum heimilinu, á meðan börn í borgum vakna aðeins seinna.
Vegna atvinnuleysis í Serbíu reyna foreldrar að útvega börnum sínum eins góða menntun og þau geta til að börnin eigi betri möguleika á framhaldsnámi og þar af leiðandi betri möguleika á því að útvega sér vinnu.
Skólinn í hjá börnum í Serbíu byrjar klukkan átta og kennslu lýkur í kringum eitt. Eftir kennslustund númer tvö er hádegishlé, og þar sem skólar eru oftast ekki með matsali þurfa börnin annað hvort að koma með mat að heiman eða kaupa sér eitthvað í nærliggjandi verslun.
Eftir skóla gera börnin oft eitthvað saman, en það er margt sem kemur til greina þegar kemur að því að velja hvað skal gera. Mörg börn eru skráð í íþróttafélag, og fara því á æfingar í sinni íþrótt eða út að spila hana með vinum sínum. Vinsælar íþróttir meðal barna eru fótbolti, körfubolti, blak og handbolti.
Börnin geta líka farið í félagsmiðstöðvar þar sem þau geta hitt vini sína og gert ýmislegt sem þar er í boði. Þau sem eiga tölvur geta síðan spilað tölvuleiki eftir skóla, og þegar börnin fara að nálgast útskriftaraldur er einnig orðið algengt að hittast bara til að slappa af og spjalla.
Um helgar fá börnin síðan tíma til að leika sér, fara til vina sinna eða bara slappa af eftir langa skólaviku.

Skólar
Læsi: Flestir sem komnir eru yfir fimmtán ára aldur geta lesið, en um 96,4%* þjóðarinnar er læs.
Konur: 94,1%*
Karlar 98,9%*
Skólakerfið:
Börn byrja í grunnskóla við sjö ára aldur, og læra þar í átta ár. Eftir grunnskóla fá nemendurnir að velja hvað og hvar þau vilja læra næst. Valið stendur á milli fjögurra ára framhaldsskólanáms, tveggja til fjögurra ára sérnáms og tveggja til þriggja ára starfsnáms.
Eftir framhalds- eða sérnám fá nemendur síðan tækifæri til að ganga í háskóla.

Íþróttir
Helstu íþróttirnar í Serbíu eru fótbolti, körfubolti og nú nýlega hefur tennis einnig öðlast vinsældir í landinu. Úrvalsdeildin í knattspyrnu í Serbíu heitir Serbian SuperLiga , og eru liðin Red Star Belgrade og FK Partizan líklega frægustu liðin úr þeirri deild. Red Star hefur einu sinni unnið Meistaradeild Evrópu, en það var árið 1991 þegar liðið bar sigurorð af Marseille í vítaspyrnukeppni eftir að leikurinn endaði með 0-0 jafntefli.
Körfubolti nýtur einnig mikilla vinsælda í Serbíu, og hefur serbneska landsliðið í körfubolta verið mjög sigursælt í gegnum tíðina, en Serbía státar af fimm heimsmeistaratitlum og Serbar lentu í öðru sæti í Evrópukeppninni í körfubolta árið 2009.  Košarkaška liga Srbije, eða körfuboltadeild Serbíu er aðalkörfuboltadeildin og hefur KK Partizan nú unnið átta titla í röð.
Í tennis hafa serbneskir spilarar notið mikillar velgengni á síðustu árum og sést það á því að tveir spilarar frá landinu eru á topp 20 lista ATP, þeir Novak Djokovic og Viktor Troicki. Novak er í öðru sæti á listanum á eftir Rafael Nadal og hefur unnið þrjú stórmót nýlega.
Aðrar íþróttir sem njóta einnig vinsælda í Serbíu eru blak, handbolti, vatnapóló og sund.

Matargerð
Uppskriftir á : ☼íslensku☼ ☼serbnesku☼

Serbar borða líkt og flestir aðrir á meginlandi Evrópu, með gaffal í vinstri hönd og hníf í þeirri hægri.
Morgunmaturinn samanstendur oftast af brauði, eggjum, kjöti og súrri rjómadýfu sem kallast kajmak. Hádegisverðurinn er aðalmáltíð dagsins og er oftast borðaður um þrjúleytið. Léttur kvöldverður er síðan borin fram í kringum átta á kvöldin. Hefðbundið serbneskt mataræði byggir á brauði, ávöxtum, kjöti og mjólkurafurðum. Papríka er einnig mikið notuð í matargerð þar í landi.
Þjóðarrétturinn kallast cevapcici og byggist hann á kjötpylsum sem eru vel kryddaðar og síðan grillaðar.

Tíska í Serbíu  ☼vefur um tísku á serbnesku og ensku☼
Vestrænn fatastíll er ríkjandi í borgum Serbíu, á meðan fólk úti á landi klæðist hefðbundnari fötum, en konurnar klæðast oftast látlausri blússu, síðu, svörtu pilsi og höfuðklút, og á hátíðlegum tilefnum bera ógiftar konur húfur með gullnum saumum. Women often dye their hair (gray hair is seldom seen); red and auburn shades are popular among younger women.
Running shoes and jeans are popular throughout the country.
Listir ☼götulist í Serbíu☼

Tónlist er vinsæl um allt land, en í dreifbýli,
er þjóðlagatónlist (narodna muzika) mjög vinsæl. Þjóðdansar eru einnig vinsælir eins og Kolo, sem samanstendur af litlum hreyfingum en dansara tengjast saman í einskonar línudans. Pípa, harmónikka og fiðla eru hefðbundin serbneska hljóðfæri. Einnig eru trabaci vinsælar (lúðrahljómsveitir).
Hefðbundin tónlist, dans og búningar eru mismunandi frá einu svæði
til annars. Ungt fólk hlustar á danstónlist þar sem þjóðlagasöngvar eru spilaðir á rokk hljóðfæri. Flest leikhús eru rekin af ríkinu. Serbar horfa á serbneskar og erlendar bíómyndir og árleg kvikmyndhátíðin í Belgrad sýnir verk frá öllum löndum Evrópu. Myndlist er í hávegum höfð og mikið er um söfn og sýningarsalir, sérstaklega í Belgrad.

Veðurfar ☼veðrið í í dag☼

Serbar lifa við meginlandsloftslag þar sem veturnir eru kaldir og sumrin heit.
Loftslagið í höfuðborginni Belgrad er temprað með fjórum
aðskiljanlegum árstíðum. Haustið er lengra en vorið, með löngum, sólríkum og heitum tímabilum. Veturinn er ekki mjög kaldur, og það eru að meðaltali 21 dagur þar sem hitastigið er undir frostmarki. Janúar er kaldasti mánuðurinn og er meðalhitastigið þá 0,2 gráður. Vorið er síðan nokkuð stutt og vætusamt. Meðalhitastig heitasta mánaðarins, júlí, er 34,2 gráður og það er ekki óalgengt að hitinn fari upp í fjörutíu gráður þegar heitast er. Raki er að meðaltali 70%.

Landslag ☼landslagsmyndir☼
Hæsti tindur: Midzortindur: 2,169 m
Lægsti punktur: Dóná og Timok áin: 35 m
Landslagið í Serbíu er mjög fjölbreytt, en í norðarverðu landinu er mikið um frjósamar sléttur, fyrir austan eru nokkuð um dældir fullar af kalksteini, og ef litið er í suðaustur má sjá ævaforn fjöll og hæðir.

Landnýting og auðlindir
Náttúruauðlindir: Olía, gas, kol, járn, kopar, sínk, krómít, gull, silfur, magnesíum, pýrít, kalksteinn, marmari, salt, og ræktanlegt land.
Umhverfismál: Mengað loft í kringum Belgrad og aðrar iðnaðarborgir.
Mengað vatn sem berst í helstu ár Serbíu.

Dýralíf ☼myndir☼

Dýralíf í Serbíu er dæmigert fyrir fjalllendi. Hægt er að finna refi, héra, kanínur, birni, hirti, úlfa, villt svín og fleira.

Ógnir náttúrunnar
Serbía er ekki á miklu öfgasvæði hvað varðar náttúruhamfarir, en eitthvað er um hættulega jarðskjálfta á svæðinu.
Atvinnulíf
Landbúnaður: Hveiti, maís, sykurrófur, sólblóm, hindber, nautakjöt, svínakjöt og mjólk.

Iðnaður: Málmar, húsgögn, matarvinnsla, vélar, efnaiðnaður, hjólbarðar, sykur, föt og lyf.
Útflutningur: Járn og stál, gúmmí, föt, hveiti, ávextir og grænmeti, málmar sem innihalda lítið járn, rafmagnstæki, járnvörur, vopn og skotfæri.
Innflutningur: 15,78 milljarðar dollara
Atvinnuleysi: 19,2%
Hlutfall undir fátæktarmörkum: 8,8%

Peningar
Gjaldmiðill: Serbneskur Dínar