Sagan í hnotskurn ☼Smellið hér☼

Staðsetning og heiti ☼myndir☼
Úkraína er í austur-Evrópu og er umkringt af
mörgum löndum. Norðan við Úkraínu liggur Hvíta-
Rússland, austan við er Rússland og vestan við erum
Pólland, Slóvakía og Ungverjaland. Auk þess liggja
Rúmenía og Moldóva í suðvestri. Landið er 603.628
ferkílómetrar að stærð.

Hvaðan koma börnin?
Hannah kom frá   ☼Kiev☼

Landsveffang
Landsveffangið er: .ua
Notendur Internetsins: 5,5 milljón (2006).

Höfuðborg  ☼myndir☼
Höfuðborg Úkraínu er Kiev og þar búa 2,7 milljón manns.
Hún er ein elsta borg Austur-Evrópu og á sér langa
og merkilega sögu. Talið er að borgin hafi verið
stofnuð í kring um árin 400-500. Kiev er mjög græn borg og þar er að finna mikið af trjám.

Þjóðhátíðardagur og stjórnarfar ☼hlustaðu á þjóðsönginn☼
Sjálfstæði: 24. ágúst 1991
Þjóðhátíðardagur: 24. ágúst
Stjórnarfar: Lýðveldi
Löggjöf: löggjöf byggð á borgararétti.

Sendiráð /ræðismaður Úkraínu á Íslandi?
Ræðismaður: Jón Gunnar Zoëga, Laugavegi 7,
Reykjavík. Sími 511120.
Sendiráðið í Helsinki annast sendiráðsstörfin.
Skrifstofa: Pohjoisesplanadi 27 C, FI-00100 Helsinki
Afgreiðslutími: 09:00-16:00 (Mán-Fös)
Sími: (9) 6122460
Fax: (9) 6122 4620
Netfang: emb.helsinki@mfa.is
Fjöldi íbúa (2008)
Íbúafjöldi er: 46,372,700
Lífslíkur við fæðingu:
Öll þjóðin: 68,06 ár. Konur 74.24 ár, karlar 62.24 ár.
Ungbarnadauði: 9,23 af hverjum 1000 börnum deyja.
Frjósemishlutfall: 1,25 börn fædd á hverja konu
Aldursdreifing: 0-14 ára: 13,9%, 15-64 ára: 70%,
65 ára og eldri: 16,1%

Þjóðernishópar
Úkraínumenn 77,8%, Rússar 17,3%,
Hvíta-Rússar 0,9%, Moldóvar 0,6%, Búlgarar 0,5%
Trú
Úkraínska rétttrúnaðarkirkjan –
Kiyv Patriarchate 50,4%
Úkraínska rétttrúnaðarkirkjan –
Moscow Patriarchate 26%,
Úkraínsk-grískir kaþólikkar 8%
Annað 15,4%

Tungumál
Meirihluti íbúa Úkraínu tala úkraínsku, eða 67%.
Rússnesku tala 24%, en 9% íbúa tala önnur mál
(t.d. litlir hópar Rúmena, Pólverja og Ungverja).
Úkraínska er Austur Slavneskt tungumál skilt rússnesku. Úkraínska er töluð í mörgum öðrum löndum eins og Argentínu, Armeníu, Azerbaijan, Belarus, Brasilíu, Kanada, Eystrasaltslöndum, Georgíu, Ungverjalandi, Kazakhstan, Kyrgyzstan, Moldavíu, Paraguay, Póllandi, Rúmeníu, Rússlandi og Slóvakíu.

☼ Úkraínska stafrófið☼

Siðir og venjur
Úkraínskir siðir og venjur eru undir miklum áhrifum
frá kristindómi, enda eru flestir Úkraínumenn
kristinnar trúar.
Áður en Úkraína öðlaðist sjálfstæði árið 1991 var
landið hluti af Sovétríkjunum og ætlast var til þess
að sovéska ríkið hefði algeran forgang fram yfir t.d.
fjölskylduna. Úkraínskt þjóðfélag er enn að brjótast
undan áhrifum Sovétríkjanna. Upp til hópa eru
Úkraínumenn kurteisir og félagslyndir. Í Úkraínu er
gestum t.a.m. sýnd mikil athygli og þeir leggja mikið
upp úr gestrisni. Persónulegt umráðasvæði er mun
minna en í germönsku og engilsaxneskum þjóðfélögum,
og fólk snertir hvort annað mikið í samræðum ef
það er standandi. Sé ókunnugt fólk viðstatt þá tala
þeir að öllu jöfnu lægra en ella. Þeir reyna því að falla
inn í hópinn sé mikið um fólk.
Orðið “vinur” er mun þýðingarmeira en í ýmsum
vestrænum þjóðfélögum og með því er átt við mjög
náið samband. Fólk á yfirleitt bara einn eða tvo “vini”
en hinsvegar fjölmarga “kunningja”.
Kynjahlutverk eru að mörgu leyti mjög hefðbundin
í Úkraínu. Menn halda dyrum iðulega opnum fyrir
konum og konur klæða sig að öllu jöfnu mjög
“kvenlega”.

Heimilislífið er svipað, konan sér yfirleitt um
eldhúsið og þrif á meðan karlmaðurinn sér um
“viðgerðir” og slíkt. Þetta er þó alls ekki algilt.

Fjölmiðlar

Úkraínskur fréttamiðill á netinu
☼http://www.aratta-ukraine.com☼

Dagblöð á úkraínsku:
☼http://day.kiev.ua☼
☼http://www.dt.ua☼

Úkraínskar sjónvarpsstöðvar:
☼http://www.1plus1.net☼
☼http://5tv.com.ua☼

Úkraínsk útvarpsstöð ☼http://www.nrcu.gov.ua☼

Tónlist og kvikmyndir
Í Úkraínu eru margir mismunadi þjóðflokkar
og hver og einn hefur sína eigin tónlistarhefð. Úkraínumenn elska að syngja. Tchaikovsky og
Rachmaninoff notuðu oft ungverska þjóðlagatónlist
í verkum sínum. Sum af þessum lögum má rekja alveg
aftur til 16. og 17. aldar þegar farandsöngvarar fóru
á milli bæja og þorpa og spiluðu lög og ballöður.
Þeir notuðu til þess einskonar lúta sem kallaðist
kobza.
Úkraínumenn eiga líka hljóðfæri sem eru sér á báti.
Eitt af þeim er trembita sem er einskonar alpahorn.
Hér má sjá mynd af því.
☼http://www.artukraine.com/travel/images/carp_mount5-s.jpg☼
Annað er svokallað tsymbali, sem er dulcimer (lítið
strengjahljóðfæri sem leikið er á með tveim hömrum).
Hér er mynd af því:
☼http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/8/86/BuikCymbaal.jpg☼
Í Úkraínu er sterk hefð fyrir óperu og klassískum
ballet sem komu fram á sjónarsviðið á 18. öld,
og Kiev-ballettinn þykir einn sá allra besti í
heiminum. Úkraínumenn hafa einnig átt sinn skerf af
tónskáldum og þar má t.d. nefna Mykola Lysenko
(1842-1912) sem er talinn faðir klassískrar
tónlistar í Úkraínu.
Einnig hafa Úkraínumenn staðið sig vel í Eurovision
söngvakeppninni eftir að þeir hófu að taka þátt og
unnu keppnina m.a. árið 2004.
Meðal annarra vinsælla flytjenda má nefna Vopli
Vidoplyasova (þjóðlagarokk), Plach Yeremiji (rokk),
Manry og Viy (þjóðlagarokk)
Hér er vefsíða með textum og nótum fyrir úkraínsk
lög og tóndæmi. ☼http://www.torban.org/pisni/☼
Úkraínsk tónlistarhátíð
☼www.ukrainianmusicfestival.com☼
Önnur tónlistarsíða
☼www.brama.com/art/music.html☼

Líf barna ☼myndir☼ af börnum í Úkraínu.
Vefur fyrir börn . Lög, leikir og fleira.   ☼www.ukrainianpower.com☼
Samtök fyrir munaðarlaus börn í Úkraínu. ☼http://www.childrenarehope.org☼
Börn frá Úkraínu að dansa þjóðdansa ☼www.youtube.com/watch?v=eRHw5lZlxgo☼

Skólar
Læsi, miðað við íbúa 15 ára og eldri: 99,4%

Langflestir skólar í Úkraínu eru ríkisreknir og skólaskylda er 12 ár. Fyrstu 4 árin eru grunnskóli þar sem börnum er kennd undirstöðuatriði í stærðfræði, líffræði, landafræði, móðurmálinu og þar fram eftir götum. Næstu 5 árin er framhald af því, en síðustu 3 árin hafa nemendurnir meira val um hvað þeir vilja gera, og þar eru þeir búnir undir háskólanám. Í flestum skólunum er kennt á úkraínsku, en þó eru sumir skólar þar sem kennt er á rússnesku, ensku og jafnvel frönsku. Skóladagurinn byrjar kl. 8 eða 9 og hver kennslustund er 45 mínútur.
Hér má sjá myndband af úkraínskum skólabörnum:
☼www.youtube.com/watch?v=cGtV7L29YWo☼

Og hér má sjá síðasta skóladaginn í úkraínskum
skóla:
☼www.youtube.com/watch?v=GNvGH2VxZH8☼

Íþróttir
Úkraínumenn hafa náð langt í ýmsum íþróttagreinum. Úkraína græddi mikið á áherslu Sovétríkjanna á heilsurækt, og í Úkraínu má finna fjöldan allan af íþróttaleikvöngum, sundhöllum og öðrum íþróttabyggingum.

Í Úkraínu eru iðkaðar ýmiskonar íþróttir en þó er knattspyrnan vinsælust. Fótboltadeildin kallast Vyscha Liha, eða Úkraínska úrvalsdeildin, og þar er lið Dynamo Kiyv sigursælast allra liða. Landslið Úkraínu tók fyrst þátt á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu árið 2006 og komst þar í 16 liða úrslit.

Framherjinn Andriy Shevchenko hefur um árabil verið einn fremsti knattspyrnumaður heims og árið 2004 var hann valinn besti knattspyrnumaður Evrópu.

Bræðurnir Vitali og Wladimir Klitschko hafa báðir náð langt í boxi og hafa unnið þungavigtartitla í íþróttinni.

Aðrar íþróttir eru einnig vinsælar, t.d. hokkí, körfubolti og krikket.

Matargerð
Uppskriftir á : ☼íslensku☼ ☼úkraínsku☼ ☼ensku☼

Matur skiptir miklu máli í Úkraínu og matarhefðin byggist að miklu leyti á hefðbundnum úkraínskum uppskriftum. Kjöt, kartöflur, ávextir og grænmeti skipta miklu máli, og brauð er svo yfirleitt undirstaðan í máltíðum.
Páskar og jólin eru mikilvægar hátíðir fyrir fjölskylduna. Um páskana eru máluð svokölluð pysansky egg. Jólahátíðin hefst á aðfangadagskvöld með 12 rétta máltíð, einn réttur fyrir hvern postula.
Tíska í Úkraínu
Tískuvika í Úkraínu var sett á laggirnar árið 1997. Hér má fræðast um hana☼www.fashionweek.com.ua☼

Listir
Hér má fræðast um listir í Úkraínu ☼www.artukraine.com☼

☼http://www.ukraine.org/art.html☼
Veðurfar ☼veðrið í í dag☼

Úkraína er staðsett í tveim loftslagssvæðum. Tempruðu og Mediterranean subtropics.

Veturnir eru langir, en þó ekki neitt rosalega kaldir. Yfirleitt er mjög skýjað á þeim árstíma.

Veðrið er misjafnt eftir landshlutum. Í norðurhluta landsins eru t.d. um 1700 tímar af sólskini á ári á meðan þeir eru um 2400 á sunnanverðu landinu.

Meðalhiti á sumrin er 19° C, en -6°C á vetuna. Meðalúrkoma er um 50 cm á ári.

Hér má finna veðurspá fyrir ýmis svæði í Úkraínu

☼http://www.wunderground.com/global/UR.html☼

☼http://www.grooviespad.com/groovie/ukraine/weather.htm☼

Landslag ☼landslagsmyndir☼
Landslag í Úkraínu einkennist fyrst og fremst af sléttlendi og hásléttum. Í vestanverðu landinu  eru Karpatyfjöllin. Dnieper áin er stærsta áin í Úkraínu.

Hæsti tindur Úkraínu er Hora Hoverla, sem er í 2061 metra hæð yfir sjávarmáli.

Landnýting og auðlindir
Úkraína býr yfir miklum náttúruauðlindum, líklega meira en nokkuð annað land í Evrópu. Þar má finna mikið af málmgrýti, kolum, salti, súlfúr, olíu, títaníum o.fl.
Allt að 58% af landi í Úkraínu er ræktanlegt. 18% er skógarlendi, 13% er notað sem beitiland 2% er notað fyrir varanlega uppskeru. 9% er annað.

Dýralíf ☼myndir☼

Dýralíf í Úkraínu er mjög fjölbreytilegt. Þar má finna yfir 100 tegundir af spendýrum.

Helstu rándýr eru úlfar, refir, villikettir og merðir. Helstu nagdýr eru jarðíkornar, hamstrar og mýs.

Í Úkraínu eru einnig fjölmargar fuglategundir, eða um 350. Þar má helst nefna skógarhænsni, máva, uglur, gæsir, endur, storka og svo mætti lengi telja. Hér er listi yfir allar fuglategundir í Úkraínu: Avibase☼

Að auki eru um 200 fiskategundir í Úkraínu.

Þjóðardýr Úkraínu er músin.

Ógnir náttúrunnar
NA

Atvinnulíf
Landbúnaður: korn, sykurrófur, sólblómafræ, grænmeti, kjöt, mjólk.
Iðnaður: Kol, rafmagn, ýmiskonar málmar, vélar og samgöngutæki o.fl.
Útflutningur: Málmar, eldsneyti og bensín, matvörur, vélar og samgöngutæki.
Atvinnuleysi: 2,3% er opinber tala. Þó er talið að raunverulegt atvinnuleysi sé í kring um 7%.
Íbúar undir fátæktarmörkum: 37,7% (2003)

Peningar
Gjaldmiðill: Hryvnia (UAH)
Fjárhagsár: Almanaksárið