Úkraínskt Borshch (kál- rauðrófu-
og tómatsúpa)
Heimild:☼http://www.geocities.com/NapaValley/4795/ns001.html☼
100 gr eða 200 gr af kjöti með rifbeinum
1 stór laukur
1 rauðrófa
1 stór eða 2 litlar gulrætur
50 gr af svínafitu
½ sítróna
1-2 T tómataþykkni
3 eða 4 stórar kartöflur
200 g af káli
Lárviðarlauf
Salt og pipar
Sjóddu kjötið til að fá soð. Saxaðu laukinn. Tættu rauðrófuna. Raspaðu gulræturnar. Bræddu smá fitu á steikarpönnu. Skerðu svínafituna í pínulitla bita og steiktu þangað til þeir eru brúnaðir. Bættu lauknum við og steiktu þar til hann er brúnaður. Bættu við gulrótunum, og þegar þær eru orðnar mjúkar, bættu þá rauðrófunni við. Dreifðu safanum úr sítrónunni yfir alltsaman og bættu tómataþykkni við. Steiktu í smá tíma. Bættu við smá soði, pipar og lárviðlaufi. Skrúfaðu hitann niður, settu lok á pönnuna og láttu malla í smá tíma.
Taktu kjötið úr soðinu. Settu soðið í stóran pott. Flysjaðu kartöflurnar, skerðu þær í stóra bita og settu í pottinn. Tættu niður kálið. Þegar soðið með kartöflunum í er farið að sjóða, bættu við kálinu. Bættu við salti. Taktu kjötið af beinunum og settu það aftur í pottinn. Þegar kartöflurnar eru tilbúnar (þ.e.a.s. mjúkar og soðnar), slökktu þá á pönnunni og settu innihaldið í pottinn. Bættu við lárviðlaufi og pipar. Slökktu á hellunni. Berðu fram með sýrðum rjóma og hvítlauk.

Deroony (kartöflupönnukökur)
Heimild:☼http://www.geocities.com/NapaValley/4795/nm003.html☼
1 kg af kartöflum
2 egg
smá svartur pipar
2 matskeiðar af olíu
1 glas af sýrðum rjóma
Rífðu flysjaðar kartöflurnar á rifjárni með litlum holum. Bættu við eggjum, salti og pipar. Hrærðu vel (helst með tréskeið). Settu olíu á pönnuna og settu með skeiðinni litlar pönnukökur á hana. Steiktu á báðr hliðar þar til pönnukakan er tilbúin. Deroony er borið fram með sýrðum rjóma. Stundum eru þær notaðar sem meðlæti með kjötréttum.