Það svæði sem nú telst til Úkraínu hefur verið í byggð lengst aftur í forneskju.
3 öld e.kr. – Gotar koma til Úkraínu og kölluðu þá landið Oium.
370 – Húnar ráðast inn í landið
454 – Kiev menningin sigrar Húna í bardaganum við Nedao.
5.-6. öld – Slavneskir ættbálkar, mögulega leifar af Kiev culture settust að á svæðum Úkraínu og langt fram á 6. öld.
7. öld – Kiev er stofnað af manni að nafni Kyi. Khazarar ráða ríkjum í Úkraínu fram á 9. öld.
9. öld – Víkingar taka yfir Kyiv og stofna ríki sem kallast Kievan Rus. Þar ráða Varangískir prinsar fram á 14. öld.
988 – Vladimir mikli, hertogi af Kiev, gerist kristinn og kristnar þjóð sína um leið.
11. öld – Kievan Rus’ er landfræðilega stærsta ríki Evrópu og er þekkt meðal Evrópubúa sem Ruthenia. Hnignun eftir dauða Yaroslav.
12. öld – Innri átök meðal hinna fjölmörgu furstadæma Rus leiddi til hnignunar.
1169 – Keisaradæmi Vladimirs herjaði á Kiev í miðri valdabaráttu keisaradæmanna.
1239-1240 – Tatarar herja á Kiev og leggja hana í rúst. Þeir voru afar grimmir og fólk flúði frá landinu.
13. öld – Í stað Kievan Rus komu furstadæmi Halych og Volodoymyr-Volynskyi.
14. öld – Pólverjar og Litháar og börðust gegn innrásum mongóla. Landið varð þekkt sem Úkraína, sem þýðir landamæri.
1360 – Prinsinum af Kiev er endanlega steypt af stóli. Olgerd, prinsinn af Litháen frelsar Kyivschyna og Podillya frá Tatörum. Þau falla undir stjórn Litháen.
1387 – Pólland ræður yfir Halychyna
1569 – Allt landsvæði Úkraínu er undir yfirráðum Litháen.
1590 – Kósakkar gera fyrst uppreisn.
1630 – 1648 Kósakkar gera uppreisn gegn Pólverjum, og frelsun Úkraínu frá Póllandi hefst. Kósakkar taka við völdum.
1657 – Svíar og Úkraínumenn sameinast gegn Rússum.
1709 – Rússar sigra sameiginlegan her Úkraínumanna og Svía og taka leggja undir sig Úkraínu.
1863 – Úkraínska er bönnuð formlega af Rússum
1917 – Bylting í Rússlandi. Keisaranum er steypt af stóli og kommúnistaríki er stofnað.
1921 – Austurhluti Úkraína verður hluti af Sovétríkjunum og Soviet Socialist Republic of Ukraine er stofnað. Vesturhlutinn verður hluti af Póllandi og Rúmeníu.
1929 – Stjórnvöld hefja að sölsa undir sig jarðir. Allar jarðir sem tilheyrðu Úkraínskum bændum eru teknar. Þeir sem vildu ekki leggja jörð sína af hendi voru handteknir og drepnir.
1932-33 – Stalín leggur hald á allt mjöl Úkraínumanna, og 3-5 milljón manns svelta til dauða.
1941-44 – Þjóðverjar hertaka Úkraínu.
1943-44 – Rússar snúa aftur og miklir þjóðflutningar eiga sér stað (m.a. til Englands, Frakklands, Kanada og Bandaríkjanna). Vestur Úkraína verður einnig hluti af Sovétríkjunum.
1986 – Kjarnorkuslysið í Chernobyl.
1990 – Lýst er yfir fullveldi Úkraínu.
1991 – Úkraína lýsir yfir sjálfstæði.
1994 – Úkraína undirritar sáttmála við NATO
1996 – Stjórnarskrá gengur í gildi.