Talið er að frumbyggjar Ástralíu hafi komið frá Asíu fyrir um 50-60.000 árum og fljótlega dreift sér yfir alla álfuna.
Evrópumenn tóku að kanna Ástralíu árið 1606 þegar Spánverjinn Luis Vaez de Torres sigldi í gegnum Torressund sem nú er nefnt eftir honum. Sundið er á milli Ástralíu og Papúa í Nýju Gíneu. Áður höfðu Makassar komið til norðurhluta Ástralíu til að versla við frumbyggja og safna sæbjúgum. Þeir voru þaðan sem nú er Indónesía og stunduðu verslun og siglingar.
Evrópumenn hófu landnám Ástralíu árið 1788 þegar Bretar stofnuðu fanganýlendu á austurströndinni.
Ástralía varð hluti af Breska Samveldinu árið 1901. Landið gat fært sér náttúruauðlindir sínar í nyt til þess að þróa landbúnað og framleiðsluiðnað og leggja verulega af mörkum til þátttöku Breta í báðum heimsstyrjöldunum. Því var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu að breyta stöðu Ástralíu úr samveldislandi undir bresku krúnunni í sjálfstætt lýðveldi.