Árið 1492 tók Kristófer Kólumbus land á Bahama eyjum og var fyrsti Evrópumaðurinn sem kom á þetta svæði. Eyjarnar á svæðinu voru lengi kallaðar Vestur Indíar, en nú er oftast talað um Karíbaeyjar, nafn sem varð vinsælt eftir síðari heimsstyrjöld.
Kristófer Kólumbus uppgötvaði Hispaniola eyna á fyrstu ferð sinni til Vesturheims árið 1492 og gaf henni nafnið. Hún var fyrsta spænska nýlendan sem stofnuð var vestanhafs. Haítímenn réðu allri eyjunni frá 1822 til 1844 þegar Dóminíkanska lýðveldið fékk sjálfstæði. Árið 1996 var bundinn endir á tímabil óreglulegs og að mestu ólýðræðislegs stjórnarfars sem ríkti lengst af 20 öld þegar frjálsar og opnar kosningar greiddu nýrri ríkisstjórn leið.
Meira um söguna ☼hér á ensku☼