Verið velkomin á síðu íslenskukennslunnar í Gladsaxe!

Hér munu koma fréttir, tilkynningar og annað sem tengist kennslunni. Þessi síða er ætluð foreldrum og ég mæli með að allir lesi það sem ég hef sett inn á undirsíðurnar (á slánni hér að ofan). Ég er enn að bíða eftir nemendalista og aðgangi að intranu hjá öðrum skólanum og því get ég ekki birt stundatöflur og hafið kennslunna fyrr en búið verður að ganga frá því. Ég mun á næstunni senda ykkur foreldrum spurningalista sem ég vil að þið fyllið út og sendið mér aftur áður en kennslan hefst. Þar mun ég spyrja ýmissa spurninga sem ég tel nauðsynlegt að fá svör við til að meta stöðu nemenda og sjá hvaða þætti þurfi jafnvel sérstaklega að þjálfa. Ég þarf síðan að kanna hvar hver nemandi er staddur en það flýtir fyrir að vita fyrirfram helstu upplýsingar, þar sem þetta eru margir nemendur.

Svo vonast ég bara til þess að geta byrjað að kenna gullmolunum ykkar sem fyrst 🙂

Hafið endilega samband ef spurningar vakna!

Bestu kveðjur,

Edda

eddarun1@gmail.com

gsm. 53494658

Þessi færsla var birt undir Fréttir. Bókamerkja beinan tengil.