Stundatafla

Jæja þá er ég búin að fara á fund í Enghavegård skóla, fá úthlutaðri kennslustofu og fá stundatöfluna samþykkta. Kennslan þar hefst á morgun og ég er að bíða eftir að fá úthlutaðri kennslustofu í Gladsaxe skóla en er að vona að kennslan þar hefjist einnig í vikunni. Ég læt vita þegar ég hef fengið stofu og hvenær kennslan getur hafist. Í fyrsta tímanum mun ég skoða hvar nemendur eru staddir í íslenskunni og heyra væntingar þeirra til námsins. Ég er síðan að bíða eftir að fá fjármagn frá kommúnunni til að kaupa kennslugögn frá Námsgagnastofnun. Það líða því einhverjar vikur þar til við fáum gögnin en það er þó til ágætt safn bóka sem við munum notast við fram að því.

Stundataflan er hér

Enghavegård skóli:

0.-3. bekkur á mánudögum kl 13:00-14:30

4.-9. bekkur á mánudögum kl 14:30-16:00

(í fjölskyldukennslustofunni)

Gladsaxe skóli:

0. bekkur á miðvikudögum kl 12:15-14:00

1. -2. bekkur á þriðjudögum kl 13:00-15:00

3.-4. bekkur á miðvikudögum kl 14:00-16:00

5.-7. bekkur fimmtudögum kl 13:45-15:45

Um miðja kennslustund verður haldið hlé og þá er gott að nemendur séu með nesti sem þeir geta fengið sér þar sem þeim veitir eflaust ekki af orku eftir langan skóladag.

Svo vil ég minna þá sem eiga eftir að skila mér útfylltum spurningalista að gera það sem fyrst á netfangið eddarun1@gmail.com

Bestu kveðjur,

Edda

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.