Fyrsta kennsluvikan

Þá er fyrsta kennsluvikan hafin. Hún hófst í Enghavegård skóla í dag og mun hefjast í Gladsaxe skóla á morgun. Ég veit ekki fyrren á morgun í hvaða stofu við verðum þannig að ég mun sækja nemendur í 1. og 2. bekk í SFO og kennslustofurnar sínar á morgun klukkan eitt og fara með þeim í stofuna. Ég læt svo vita í hvaða stofu við verðum. 5.-7. bekkur verður á Tobaksvejen þar sem öll kennsla þeirra fer þar fram. Við fáum stofu þar fyrst á fimmtudaginn.

Fyrstu kennslustundirnar fara í að kynnast nemendum og sjá hvar þeir eru staddir. Ég er líka enn að bíða eftir að fá fjármagn fyrir kennsllugögnum en þá munu allir fá námsbækur við hæfi. Í þessari viku fá allir nemendur ritunarverkefni í heimanámi. Ég er að skoða stöðu þeirra í ritun en foreldrar mega gjarnan hjálpa þeim sem þurfa og sérstaklega þessum yngri (einhver þeirra yngstu fá þó verkefnablöð). Þá geta foreldrar skrifað það sem nemendur segja og nemendur svo sporað í stafina og jafnvel myndskreytt fyrir neðan. Foreldrar mega svo meta hve langir textarnir eru, eftir hæfni barnsins.

Bestu kveðjur,

Edda

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.