Um HringÞing

HringÞing um menntamál innflytjenda í leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum, háskólum og fullorðinsfræðslu

HringÞingið var haldið föstudaginn 14. september 2012 klukkan 8:00-16:00 í Rúgbrauðsgerðinni í Reykjavík.

Dagskrá

Markmið

 • Skapa samræðuvettvang þeirra sem koma að menntamálum innflytjenda.
 • Draga fram stöðuna í menntamálum innflytjenda á öllum skólastigum.
 • Kalla eftir forgangsröðun verkefna í þróun menntunar innflytjenda.
 • Fá kynningar á fyrirmyndarverkefnum í námi og kennslu innflytjenda á öllum skólastigum.
 • Greina forgangsverkefni fyrir væntanlega framkvæmdaáætlun ríkis og sveitarfélaga.

.

Þátttakendur

Fulltrúar innflytjenda, kennarar, stjórnendur og aðrir sem tengjast á einhvern hátt leik-, grunn-, framhalds- og háskólastigi og fullorðinsfræðslu. Stjórnendur og stefnumótandi aðilar hjá ríki og sveitarfélögum sem vinna að mótun og framkvæmd stefnu á ýmsum sviðum menntunar innflytjenda.

HringÞingið er þátttakendum að kostnaðarlausu og öllum opið. Skólafólk, foreldrar, nemendur og aðrir áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst því fjöldi er takmarkaður.

.

Þátttakendur í dagskrá

 • Um 240 þátttakendur eru skráðir á HringÞingið
 • HringÞingsstjóri er Tatjana Latinovic
 • Um samantekt sjá Baldur Kristjánsson og Björg Bjarnadóttir
 • Hringborðsumræða um áhrif orðræðu, viðhorfa og fordóma á tækifæri til náms
  • Stjórnandi: Þórhallur Gunnarsson
  • Þátttakendur: Hallfríður Þórarinsdóttir, Þórdís Nadía Semichat, Claudie Ashonie Wilson, Ahd Tamimi og Davor Purusic
 • Hringborðsumræða um kennaramenntun og innflytjendur
  • Stjórnandi: Ingvar Sigurgeirsson
  • Þátttakendur: Gunnar Gíslason, Hanna Ragnarsdóttir, Kristrún Sigurjónsdóttir, Nichole Leigh Mosty og Sigurjón Mýrdal

.

Kynning á fyrirmyndarverkefnum

Þátttakendum er gefinn kostur á að kynna áhugaverð og hagnýt verkefni sem tengjast menntamálum innflytjenda á HringÞinginu. Upplýsingar um verkefni sendist fyrir 27. ágúst 2012.


Auglýsing og tengiliður


Að HringÞingi loknu

Helga Hauksdóttir, kennsluráðgjafi v. nemenda með íslensku sem annað mál hjá skóladeild Akureyrarbæjar, fylgdist með útsendingu Hringþings á netinu og vann greinargóða samantekt um þingið:

Í vefriti mennta- og menningarmálaráðuneytis frá 20. september er fjallað um HringÞingið:

.

Að HringÞinginu standa: Innflytjendaráð, velferðarráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið, Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða, Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar, Fjölmenningarsetur, Tungumálatorg, Háskóli Íslands, Þjónustumiðstöð Breiðholts og Samband íslenskra sveitarfélaga