KLAKI 1

tip-of-the-iceberg-titanic-wallpaper-2KLAKI 1 – gagnagrunnur og orðalistar er efni unnið af Bjarna Benedikt Björnssyni tengt efninu Íslenska fyrir alla.

Markhópur KLAKA eru franskir nemendur í íslensku og norrænum fræðum við Sorbonne-háskóla, en gagnagrunnurinn ætti að nýtast öllum sem vilja skoða grunnorðaforða íslensks máls með hliðsjón af kennslubókunum Íslenska fyrir alla og Learning Icelandic, ásamt beygingarflokkum og skýringum.

Orðalistar til að prenta út

Yfirlit

Bjarni Benedikt Björnsson er með M.Paed.-próf í íslensku og kennslufræði frá Háskóla Íslands, og stundar doktorsnám við Menntavísindasvið sama skóla. Hann gegnir nú stöðu stundakennara í íslensku við Sorbonne-háskóla í París, og kenndi íslensku árin 2004-2013 í Menntaskólanum við Hamrahlíð.

Vinnan við KLAKA er hluti af doktorsverkefni Bjarna, en í því er atbeini (e. agency) nemenda meðal annars rannsakaður. Auðvelt aðgengi nemenda í íslensku sem erlendu/öðru máli að upplýsingum um beygingar og þýðingar orða er veigamikið atriði í auknum atbeina þeirra í námi.  Með þeim hætti eykst sjálfstæði þeirra og hæfni til að beygja orð rétt, átta sig á skyldleika orða og hvað bætist við orðaforðann hverju sinni.
Í doktorsverkefninu er sérstaklega skoðað hvernig nemendur ná auknu sjálfstæði (e. learner autonomy, learner agency) og tileinka sér ýmsar nýjungar sem Bjarni hefur þróað í kennslunni.

Enginn sambærilegur gagnagrunnur um grunnorðaforða íslensku hefur verið aðgengilegur áður, en gerð hans er í samræmi við áherslur í annarsmálsfræðum (e. second language proficiency), kennslufræði erlendra tungumála og Evrópsku tungumálamöppuna, sem gerir ráð fyrir auknu sjálfstæði nemandans, sjálfsnámi og notkun fjölbreyttra miðla við tungumálanám.