Styrkur til að vinna vefinn áfram!

Mímir – símenntun fékk styrk úr þróunarsjóði innflytjendaráðs til að þróa áfram vefinn fyrir íslenskukennara sem kenna fullorðnum innflytjendum. Þetta eru afar ánægjulegar fréttir sem þýða að við getum haldið ótrauðar áfram að þróa vefinn og vonumst til að sem flestir taki þátt í því með okkur.

Við sendum út bréf á dögunum þar sem við óskuðum eftir lýsingum á kennsluaðferðum frá íslenskukennurum og viljum við nú ítreka þessa beiðni. Því fleiri sem leggja hönd á plóginn því öflugri verður vefurinn.
Þorbjörg og Selma

This entry was posted in Uncategorized. Bookmark the permalink.