Námskeiðsmat

Í faglegri kennslu ætti alltaf að láta nemendur meta námskeiðið og svara spurningum um skoðun þeirra á aðferðum, námsefni, skipulagi o.fl. (sjá dæmi). Það getur verið erfiðleikum bundið að hafa matið eingöngu á íslensku og/eða ensku. Spurningar þurfa að vera mjög einfaldar. Best er auðvitað ef hægt er að þýða það yfir á mál nemenda,  eða að fá einhvern sem talar mál nemenda,  til að túlka spurningarnar munnlega, ef hópurinn samanstendur af fólki með sama móðurmálið.