Þróunarverkefni

Milla  Grundtvig verkefnið Milla sem Jafnréttishús tekur þátt í gengur út á það að koma með ferskar hugmyndir um kennslu á vinnustöðum og námskeiða stjórnun. Verkefnið stendur frá ágúst 2011-sept. 2013. Frekari upplýsingar má finna hér: Milla-Jafnréttishús 

 Once upon a time. Grundtvig verkefnið Once upon a time in….Europe, gengur út á það að kynnast menningu nokkurra evrópuþjóða í gegnum bókmenntir. Lesin er bók frá hverju landi og settur upp leshringur, bókmenntarýni fer fram og ýmsum afurðum safnað til að nýta við kennslu og eru aðgengilegar á vefnum.  Auk gagnasöfnunar í Moodle og kynningarvefsins á Grikklandi höfum við sett upp vef með tilvitnunum úr bókunum sem við notum við kennslu:

 

 

Yrkja – Nám fyrir pólskar konur. Þróunarverkefni Eflingar og Mímis símenntunar. Fékk Evrópumerkið 2011 sem er viðurkenning fyrir nýbreytni á sviði tungumálanáms og tungumálakennslu.

Yrkjugrein

Yrkjugrein – á bls. 16 í Eflingarblaðinu sept. 2011

Öldubrjótur – Íslenskunám og starfsþjálfun á Hrafnistu 2008

Grein í Gátt um Öldubrjót

Um árangur Öldubrjóts með tilliti til íslenskukunnáttu þátttakenda.

Lestrarnámskeið hjá Landspítalanum, háskólasjúkrahúsi 2009.

Talað, lesið og skrifað á Tunguhálsi