Alþjóðlegi móðurmálsdagurinn

Fyrir rúmum áratug tók Menningarmálastofnun Sameinuðu Þjóðanna, UNESCO þá ákvörðun að alþjóðlegi móðurmálsdagurinn skyldi á hverju ári haldinn hátíðlegur þann 21. febrúar.

Eftirfarandi upplýsinga af vef Hagstofu Íslands sýna að full ástæða er til að halda daginn hátíðlegan hér á landi.

  • Íbúar Íslands koma frá fleiri en 150 löndum.
  • Í leikskólum á Íslandi tala 1.620 börn að minnsta kosti 42 erlend móðurmál.
  • Í grunnskólum á Íslandi og tala 2.350 nemendur að minnsta kosti 44 móðurmál önnur en íslensku.
  • Pólska er lang algengasta erlenda móðurmálið sem talað er á Íslandi.
This entry was posted in ÍSA-fréttir. Bookmark the permalink.