Fljúgandi teppi – menningarmót í leik-, grunn- og framhaldsskólum

Menning, menntun, miðlun.
Á döfinni eru menningarmót í Austurbæjarskóla, Háteigsskóla og í Tækniskólanum. Þessi þrjú menningarmót tengjast Comenius Regio verkefninu SPICE sem Borgarbókasafn og skólarnir taka þátt í í samstarfi við Asturias á Spáni.
Í vor verða amk. þrír leikskólar einnig með menningarmót. Allir eru velkomnir að fylgjast með og fræðast um menningarmótaðferðina.  

Á menningarmótum fá nemendur, foreldrar og starfsfólk skólanna tækifæri til að hittast og kynna menningu sína og áhugamál í hvetjandi umhverfi og á lifandi hátt. Hver þátttakandi kynnir sín áhugamál og sína menningu, sem þarf ekki endilega að vera þjóðarmenning heldur einungis það sem skiptir mestu máli fyrir hvern og einn. Allir eru þátttakendur og áhorfendur um leið og fá tækifæri til að tjá sig í öruggu umhverfi.

Sjá markmið, myndir, myndbönd og umsagnir frá kennurum og skólastjórum á heimasíðu Borgarbókasafns

Hægt er að panta kynningu á menningarmótaðferðinni og ef óskað er þá er Kristín R.Vilhjálmsdóttir, verkefnastjóri fjölmenningar á Borgarbókasafni og kennari, tilbúin til að leiðbeina og taka þátt í framkvæmd mótsins. Hún hannaði Fljúgandi teppi í Silkeborg á Jótlandi og hefur notað menningarmótin með góðum árangri í kennslu bæði í Danmörku og á Íslandi. Hér á landi hafa verið haldin um 35 menningarmót með þátttöku fullorðna og barna síðan verkefnið flaug til Íslands í 2008.

This entry was posted in Bókasafn, Fjölmenning, Innflytjendur, Íslenska, Kennsla, mannréttindi, Skapandi starf and tagged , , . Bookmark the permalink.