Umburðarlyndi

Á vefsíðunni http://www.splcenter.org/what-we-do/teaching-tolerance eru athyglisverðar upplýsingar um það hvernig kenna má umburðarlyndi gagnvart minnihlutahópum.

Á vefsíðunni eru gefnar skýringar á tilurð hennar.

Árið 1990 fóru rannsóknir „Center’s Intelligence Project“ og aðrar heimildir að sýna minnkandi  umburðarlyndi meðal unglinga og verulega þátttöku ungs fólks í hatursglæpum.

Árið 1996 hóf stofnunin „Center’s Intelligence Project“ verkefnið  „Að kenna umburðarlyndi“ („Teaching Tolerance“). Megintilgangur verkefnisins var að ná til skóla sem höfðu áhuga á að auka skilning og  virðingu fyrir mismun. Verkefnið nær yfir öll Bandaríkin og hefur það markmið að hjálpa kennurum að efla réttlæti, virðingu og skilning í kennslustofunni og utan hennar. Vefnum, www.teachingtolerance.org var hleypt af stokkunum árið 2001 þar er lýst starfi „Teaching Tolerance“ við að hjálpa skólum; kennurum, starfsfólki, foreldrum og börnum og unglingum að nálgast og hrinda í framkvæmd bestu hugsanlegu hugmyndunum gegn hleypidómum.

„Teaching Tolerance“ hefur fengið viðurkenningar frá ýmsum faglegum samtökum. Efni þaðan hefur fengið tvær tilnefningar til Óskarsverðlauna, ein „Academy Award“ verðlaun og  yfir 20 viðurkenningar frá Samtökum útgáfuaðila um menntamál (EdPress), þar á meðal Verðlaun gullna lampans, sem er æðsti heiður sem Samtökin (EdPress) veita.

This entry was posted in Fjölmenning, Kennsla, Uncategorized. Bookmark the permalink.