Kötluvefurinn – opinn fyrir alla án endurgjalds

http://tungumalatorg.is/katla/
Námsgagnavefurinn Katla var stofnaður árið 2004. Hann er nú opinn öllum án endurgjalds á tungumalatorg.is.
Vefurinn inniheldur námsefni fyrir íslensk grunnskólabörn sem eiga annað móðurmál en íslensku (ísl2).
Leiðarljós höfunda frá upphafi hefur verið að útbúa námsefni sem:

1. Stuðlar að aukningu íslensks orðaforða
2. Getur verið unnið að mestu leyti án aðstoðar, inni í íslenskum bekkjum og heima
3. Hentar ísl2 börnum sem litla sem enga kunnáttu hafa í málinu
4. Nýtist ísl2 börnum í gegnum skólaárin sem viðbót við almennt nám
5. Gefur grunn í orðaforða og málfræði í leiðinni
6. Getur verið mótsvar við „top-down“ nálgun í gegnum bekkjarþátttöku með jafnöldrum sem eiga íslensku sem móðurmál (ísl1), og því „bottom-up“ aðferð þar sem orð og málfræði eru innleidd stig af stigi frá grunni. Þannig geta báðar nálganirnar stutt hvor aðra.
7. Inniheldur fjölbreytileg verkefni þar sem unnið er með orð á margvíslegan máta
8. Inniheldur þau orð sem mikilvægust eru hvert sinn, í fyrstu þau sem tilheyra daglegu lífi og síðar í auknu mæli orð sem tengjast ýmsum námsgreinum
9. Hvetur til aukins lestur og því er að finna bókalista sem börn geta fetað sig eftir og hverri bók fylgja spurningar og verkefni
10. Hvetur til fjölbreytilegra kennsluaðferða og því er að finna margvíslegar hugmyndir að innihaldsríkum kennslustundum sem tengjast námsefninu
Það er einlæg ósk okkar að nemendur og kennarar njóti góðs af vinnuframlagi okkar síðastliðin 9 ár.
Anna Guðrún Júlíusdóttir og Sigríður Ólafsdóttir
This entry was posted in Uncategorized. Bookmark the permalink.