Þróun millimáls

Þegar börn læra móðurmálið leiðrétta þau sig sjálf þegar ákveðnu málþroskastigi er náð og þannig verður framför.

Hins vegar lærist annað mál ekki sjálfkrafa. Nemendur festast á vissu þróunarskeiði í námsferlinu, verða stundum ófærir um að þróa það áfram og fer jafnvel aftur.

Til að hafa áhrif á það þarf að kenna málið á markvissan hátt til að styðja við þróun millimálsins. Markmið kennslunnar ætti að miðast við það færnistig sem nemendur eru staddir á. Annars hefur nemandinn takmarkaðan ávinning af kennslunni.

Í ágúst 2011/AGJ

CC-LEYFI

Heimildir
Birna Arnbjörnsdóttir. (2007). Kenningar um tileinkun annars máls og erlendra mála. Í Auður Hauksdóttir, Birna Arnbjörnsdóttir (ritstj.), Mál málanna: Um nám og kennslu erlendra tungumála, 201-233. Ísland: Háskólaútgáfan.
Dal, M., Arnbak, E. og Brandstätter, H. (2007). Dyslexia and foreign language learning. – What to do? Reykjavík: Kennaraháskóli Íslands.
Dal, M. (2008). Dyslexia and foreign language learning. Í G. Reid.; A. Fawcett.;  F. Manis og L. Siegel (ritstj.), The sage handbook of dyslexia. Los Angeles: Sage Publications.
Holm, L., Laursen, H. P. (2010). Dansk som andetsprog – pædagagogiske og didaktiske perspektiver. 45 – 64. København: Dansklærerforeningens forlag.
Laursen, H. P. (2007). Intersprogsanalyse og andesprogspædagogik. Københavns kommune: CVUKøbenhavn & Nordsjælland /uc2.
Morell, B. (2003). Intersprog: fra teori til praksis. (Pré)publications nr. 190, Fransk sprog: den pædagogiske og den sociale dimension. 53-76. Institut for Romansk og Oldtids- Middelalderforskning. Aarhus: Aarhus Universitet.
Trosborg, A. (1984). Interlanguage Pragmatics: Requests, Complaints and Apologies (Studies in Anthropological Linguistics). Berlin: Mouton De Gruyter.