Mikilvægi foreldrasamstarfs

Niðurstöður rannsókna benda til þess að góð tengsl milli heimila og skóla hafi jákvæð áhrif á námsgetu barna. Þær hafa einnig leitt í ljós mikilvægi þess að foreldrar taki þátt í mótun skólastarfsins og séu þar af leiðandi virkir í ákvarðanatöku.

Nemendur með íslenskar rætur í erlendum skólum er fjölbreyttur hópur.  Sumir upplifa ungir að hefja skólagöngu í nýju umhverfi, læra nýtt tungumál og kynnast nýjum samnemendum og kennurum.  Aðrir hefja skólagöngu í nýju landi á unglingsárunum sem er ekki alltaf auðvelt og enn aðrir hafa jafnvel búið erlendis allt sitt líf. Svona má lengi telja upp hversu fjölbreyttur nemendahópurinn er en þrátt fjölbreytnina á hópurinn það oftast sameiginlegt að vera fámennur á hverjum stað.

Fámennur nemendahópur bendir ekki endilega til að foreldrasamstarfið sé auðveldara en það eru margar leiðir færar til að stuðla að góðu samstarfi milli heimila og skóla. Ábyrgðin er í höndum kennara, stjórnenda og starfsmanna skóla að hafa frumkvæðið að samskiptum við foreldra og hvetja þá til þátttöku í skólastarfinu.

Það er mín reynsla sem kennari og foreldri tvítyngdra barna að samstarf sé af hinu góða og styrki samband nemanda, kennara og foreldra. En til að það beri árangur þarf að vera gott upplýsingastreymi milli allra aðila sem koma að námi barns. Ekki síst þegar maður er búsettur erlendis.

Þessi færsla var birt undir Foreldrastarf. Bókamerkja beinan tengil.