Móðurmálskennsla í tveimur löndum

Í M.Ed-ritgerð sinni fjallar Edda Rún Gunnarsdóttir um rannsókn er varpar ljósi á íslenska móðurmálskennslu í Danmörku og Svíþjóð.

Íslensk móðurmálskennsla í Danmörku og Svíþjóð Kennsluhættir, markmið og viðhorf

Megintilgangur rannsóknarinnar var að skoða íslensku móðurmálskennsluna í tveimur löndum sem hafa ólíka stefnu og varpa um leið ljósi á mikilvægi hennar fyrir tvítyngda nemendur.

Niðurstöður, sem byggjast á svörum fimm íslenskra móðurmáls-kennara í Danmörku og fjögurra í Svíþjóð, benda til þess að nokkur munur sé á framkvæmd íslensku móðurmálskennslunnar milli landanna.

  • Móðurmálskennsla tvítyngdra barna í Svíþjóð virðist vera markvissari og þar er meira eftirlit haft með kennurum en í Danmörku þar sem kennarar hafa meira frjálsræði og eru yfirleitt einir á báti.
  • Munur virðist einnig vera á námsmati, heimanámi og þátttöku foreldra en það má að einhverju leyti rekja til stefna stjórnvalda.
  • Viðhorf foreldra, þátttaka þeirra og stuðningur við heimanám barna sinna virðist einmitt skipta máli fyrir námsárangur.
  • Nokkur munur sýnist vera á afstöðu foreldra eftir löndum; foreldrar í Svíþjóð virðast líta kennsluna alvarlegri augum en foreldrarnir í Danmörku.
  • Kennarar í Svíþjóð leggja oft mikla áherslu á heimanám.
  • Sænsk stjórnvöld krefjast færri nemenda til að kennsla verði sett á fót en stjórnvöld í Danmörku.
Þessi færsla var birt undir Foreldrastarf, Rannsóknir, Ritgerð. Bókamerkja beinan tengil.