Facebook hópur

Á Facebook hefur verið sett upp sérstök síða fyrir þá sem hafa áhuga á íslenskukennslu fyrir íslensk börn búsett utan Íslands.  Síðan var sett upp í tengslum við bréf sem sent var til allra sem voru á skrá í Íslenskuskólanum er starfræktur var 2003-2007.

Bréfið er hægt að sjá í heild sinni hér:

Kæri móttakandi

Þetta bréf er sent til þín þar sem netfangið þitt er á skrá í Íslenskuskólanum (www.netskoli.is). Íslenskuskólinn var rekinn um nokkurra ára skeið á netinu og þar var boðið upp á námskeið fyrir íslensk börn búsett utan Íslands. Aðaláherslan var á íslenskukennslu og að þjálfa börn bæði með því að lesa, hlusta og skrifa. Mikill metnaður var lagður í starfið og var verkefnið meðal annars tilnefnt til E-Learning Awards 2006.  Því miður ákvað íslenska ríkið að halda ekki áfram að styrkja verkefnið 2007 og því hefur ekki verið starfsemi í Íslenskuskólanum síðan þá.

Undanfarna mánuði hefur nokkur fjöldi barna og foreldra sem búsett eru erlendis skráð sig í skólann í þeirri von að þar sé að finna efni eða námskeið sem hentar þeim.  Nokkrir foreldrar höfðu einnig samband við mig beint og voru að leita eftir upplýsingum um íslenskukennslu og möguleika á íslenskunámi á netinu.  Með þessu bréfi langar mig að benda þér á staði á netinu sem getur verið gagnlegt fyrir foreldra að skoða með barninu/börnunum sínum í þeim tilgangi að viðhalda íslenskukunnáttu þeirra.

Á Facebook hefur verið sett upp sérstök síða fyrir aðila sem hafa áhuga á þessu málefni. Það er hægt að komast inn á síðuna með því að leita að „Íslenskukennsla fyrir íslensk börn búsett utan Íslands“ eða með því að smella hér.

PS.

Ef þú hefur kennaramenntun og hefur áhuga á að halda námskeið á netinu í íslensku (eða öðru) er þér velkomið að hafa samband með tölvupósti (arni@netskoli.is) eða í síma 693-1011.

Þessi færsla var birt undir Upplýsingar. Bókamerkja beinan tengil.