Heimabökuð pítsa

Flestum börnum finnst gaman að fá að hjálpa til við matreiðslu. En því miður eru þau oftar fyrir foreldrum sínum inni í eldhúsinu en til gagns. Því er tilvalið að taka sér tímann til þess að elda öll saman stöku sinnum. Pítsa er bragðgóður matur og hún er enn betri þegar maður fær að skreyta hana sjálfur.

Foreldrar athugið að pítsudeig þarf tíma til að hefast. Því þarf að undirbúa samverustund í eldhúsinu með nokkrum fyrirvara. Hér eru nokkrar uppskriftir að pítsudeigi.

http://www.youtube.com/watch?v=_S1xmfucvto&feature=player_embedded

10 gr Pressuger = 2,5 tsk þurrger.

Best er að fletja deigið út fyrir krakkana og leyfa þeim síðan að skreyta eigin pítsur. Ef þið notið alvöru mozzarella ost er snjallræði að baka pizzuna án ostsins, setja síðan rifinn ostinn yfir og baka hana í 2 mínútur eða þar til osturinn er bráðinn. Þá brennur osturinn ekki.

Orðaforði sem er tilvalið að efla á meðan bakstrinum stendur: Matur, mataráhöld, magn og hlutar (hálfur, einn fjórði o.s.frv.).